„Þórey Kolbeins (Ofanleiti)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: thumb|200px|''Þórey Mjallhvít Kolbeins. '''Þórey Mjallhvít Kolbeins''' frá Ofanleiti, húsfreyja, yfirkennari fæddist 31. ágúst 1932 á Sta...)
 
m (Verndaði „Þórey Kolbeins (Ofanleiti)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 23. nóvember 2020 kl. 20:17

Þórey Mjallhvít Kolbeins.

Þórey Mjallhvít Kolbeins frá Ofanleiti, húsfreyja, yfirkennari fæddist 31. ágúst 1932 á Stað í Súgandafirði.
Foreldrar hennar voru séra Halldór Kristján Eyjólfsson Kolbeins prestur, f. 16. febrúar 1893, d. 29. nóvember 1964, og k.h. Lára Ágústa Ólafsdóttir Kolbeins húsfreyja, f. 26. mars 1898, d. 18. mars 1973.

Börn Láru og Halldórs:
1. Ingveldur Aðalheiður Kolbeins, f. 23. desember 1924, d. 28. október 2015. Maður hennar Sæmundur Jón Kristjánsson, látinn.
2. Gísli H. Kolbeins, f. 30. maí 1926, d. 10. júní 2017. Kona hans Sigríður Ingibjörg Bjarnadóttir Kolbeins, látin.
3. Eyjólfur Kolbeins kennari, f. 14. október 1929, d. 16. október 2017. Fyrrum kona hans Ragnhildur Lára Hannesdóttir.
4. Þórey Mjallhvít Kolbeins, f. 31. ágúst 1932. Maður hennar Baldur Ragnarsson, látinn.
5. Lára Ágústa Halldórsdóttir Kolbeins bankaritari, kennari, f. 31. janúar 1938. Maður hennar Snorri Gunnlaugsson, látinn.
Fósturbörn Láru og Halldórs:
6. Guðrún Sesselja Guðmundsdóttir skrifstofumaður, f. 16. september 1927. Fyrrum maður hennar Jón G. Scheving. Maður hennar Jón Hjalti Þorvaldsson, látinn.
7. Ólafur Valdimar Valdimarsson bóndi, síðar verkamaður, f. 28. september 1935, d. 9. febrúar 2017. Kona hans Anna Jörgensdóttir, látin.

Þórey var með foreldrum sínum í æsku, á Stað í Súgandafirði til 1941, á Mælifelli í Skagafirði 1941-1945 og flutti með þeim til Eyja 1945.
Hún varð stúdent í Menntaskólanum á Akureyri 1952, lauk kennaraprófi í Kennaraháskólanum 1962, sat í guðfræðideild Háskóla Íslands 1974-1975. Þórey var í framhaldsnámi í kennslu tornæmra og treglæsra barna í Kennaraháskólanum 1977-1978.
Hún var kennari við Skóla Ísaks Jónssonar1962-1983, yfirkennari Þroskaþjálfaskóla Íslands frá 1983-1996, sérkennari við Skóla Ísaks Jónssonar 1997-2004.
Þórey tók að sér íslenskukennslu útlendinga og skiptinema á vegum AFS í sjálfboðaliðsvinnu árum saman.
Hún sat í endurskoðunarnefnd námskrár, námsefnis og kennslu í kristnum fræðum á grunnskólastigi 1973-1974.
Þau Baldur giftu sig 1954, eignuðust fjögur börn og bjuggu í Reykjavík.
Baldur lést 2018.
Þórey býr í Reykjavík.

I. Maður Þóreyjar Mjallhvítar, (25. september 1954), var Baldur Ragnarsson kennari, þýðandi, rithöfundur, f. 25. ágúst 1930, d. 25. desember 2018. Foreldrar hans voru Ragnar Andrés Þorsteinsson kennari, f. 11. maí 1905 í Byggðarholti í Eskifirði, d. 27. júní 1998, og kona hans Sigríður Sigurðardóttir frá Riftúni í Ölfusi, húsfreyja, f. þar 23. apríl 1903, d. 4. október 1992.
Börn þeirra:
1. Ragnar Baldursson B.A. í heimspeki, sendiráðunautur, f. 29. nóvember 1955. Kona hans Dagný Ming Cheng.
2. Heiður Baldursdóttir sérkennari, rithöfundur, f. 31. maí 1958, d. 28. maí 1993. Maður hennar Ómar Sævar Harðarson.
3. Lára Sigríður Baldursdóttir kennari, stjórnsýslufræðingur, deildarstjóri, f. 12. september 1965. Maður hennar Atli Geir Jóhannesson.
4. Halldór Kristján Baldursson teiknari, f. 12. september 1965. Kona hans Hlíf Una Bárudóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
  • Lára Sigríður.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.