„Aðalheiður Kolbeins (Ofanleiti)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 7: Lína 7:
3. [[Eyjólfur Kolbeins (Ofanleiti)|Eyjólfur Kolbeins]] kennari, f. 14. október  1929, d. 16. október 2017. Fyrrum kona hans Ragnhildur Lára Hannesdóttir.<br>
3. [[Eyjólfur Kolbeins (Ofanleiti)|Eyjólfur Kolbeins]] kennari, f. 14. október  1929, d. 16. október 2017. Fyrrum kona hans Ragnhildur Lára Hannesdóttir.<br>
4. [[Þórey M. Kolbeins (Ofanleiti)|Þórey Mjallhvít Kolbeins]], f. 31. ágúst 1932. Maður hennar Baldur Ragnarsson, látinn.<br>  
4. [[Þórey M. Kolbeins (Ofanleiti)|Þórey Mjallhvít Kolbeins]], f. 31. ágúst 1932. Maður hennar Baldur Ragnarsson, látinn.<br>  
5. [[Lára Á. Kolbeins yngri (Ofanleiti)|Lára Ágúst Halldórsdóttir Kolbeins]] bankaritari, kennari, f. 31. janúar 1938. Maður hennar Snorri Gunnlaugsson, látinn.<br>
5. [[Lára Á. Kolbeins yngri (Ofanleiti)|Lára Ágústa Halldórsdóttir Kolbeins]] bankaritari, kennari, f. 31. janúar 1938. Maður hennar Snorri Gunnlaugsson, látinn.<br>
Fósturbörn Láru og Halldórs:<br>
Fósturbörn Láru og Halldórs:<br>
6. [[Guðrún Guðmundsdóttir (Ofanleiti)|Guðrún Sesselja Guðmundsdóttir]] húsfreyja, skrifstofumaður, f. 16. september 1927. Fyrrum maður hennar [[Jón G. Scheving]]. Maður hennar Jón Hjalti Þorvaldsson, látinn.<br>
6. [[Guðrún Guðmundsdóttir (Ofanleiti)|Guðrún Sesselja Guðmundsdóttir]] húsfreyja, skrifstofumaður, f. 16. september 1927. Fyrrum maður hennar [[Jón G. Scheving]]. Maður hennar Jón Hjalti Þorvaldsson, látinn.<br>

Útgáfa síðunnar 23. nóvember 2020 kl. 19:33

Ingveldur Aðalheiður Halldórsdóttir Kolbeins frá Ofanleiti, ljósmóðir, kennari fæddist 23. des 1924 í Flatey á Breiðafirði og lést 28. október 2015 á Patreksfirði.
Foreldrar hennar voru séra Halldór Kristján Eyjólfsson Kolbeins prestur, f. 16. febrúar 1893, d. 29. nóvember 1964, og k.h. Lára Ágústa Ólafsdóttir Kolbeins, f. 26. mars 1898, d. 18. mars 1973.

Börn Láru og Halldórs:
1. Ingveldur Aðalheiður Kolbeins, f. 23. desember 1924, d. 28. október 2015. Maður hennar Sæmundur Jón Kristjánsson, látinn.
2. Gísli H. Kolbeins prestur, f. 30. maí 1926, d. 10. júní 2017. Kona hans Sigríður Ingibjörg Bjarnadóttir Kolbeins, látin.
3. Eyjólfur Kolbeins kennari, f. 14. október 1929, d. 16. október 2017. Fyrrum kona hans Ragnhildur Lára Hannesdóttir.
4. Þórey Mjallhvít Kolbeins, f. 31. ágúst 1932. Maður hennar Baldur Ragnarsson, látinn.
5. Lára Ágústa Halldórsdóttir Kolbeins bankaritari, kennari, f. 31. janúar 1938. Maður hennar Snorri Gunnlaugsson, látinn.
Fósturbörn Láru og Halldórs:
6. Guðrún Sesselja Guðmundsdóttir húsfreyja, skrifstofumaður, f. 16. september 1927. Fyrrum maður hennar Jón G. Scheving. Maður hennar Jón Hjalti Þorvaldsson, látinn.
7. Ólafur Valdimar Valdimarsson bóndi, síðar verkamaður, f. 28. september 1935, d. 9. febrúar 2017. Kona hans Anna Jörgensdóttir, látin.


Aðalheiður var með foreldrum sínum í æsku, stund í Flatey, Stað í Súgandafirði 1926-1941, á Mælifelli í Skagafirði 1941-1945, þá í Eyjum.
Hún stundaði nám við Húsmæðraskólann á Staðarfelli í Dalasýslu 1942-43, tók handavinnunámskeið í Svíþjóð 1946-47, var í Ljósmæðraskóla Íslands 1950-51. Hún var handavinnukennari við Gagnfræðaskólann 1945-47, Héraðsskólann á Laugarvatni 1948-50, Barna-og unglingaskólann á Patreksfirði 1970-72.
Aðalheiður var ljósmóðir á Patreksfirði 1951-60 og í afleysingum til 1978. Hún vann verzlunarstörf hjá Kaupfélagi V-Barð. frá 1973-1988.
Aðalheiður vann skrifstofustörf með Sæmundi við Vélsmiðjuna Loga og eftir fráfall hans hélt hún áfram rekstrinum með Barða syni sínum í nokkur ár.

I. Maður Aðalheiðar, (14. apríl 1954), var Sæmundur Jón Kristjánsson vélsmíðameistari á Patreksfirði, f. 5. apríl 1924, d. 13. nóvember 1991. Foreldrar hans voru Kristján Ólafur Ólafsson bóndi á Brekkuvöllum á Barðaströnd, síðar á Patreksfirði, f. 18. október 1899 í Miðhlíð á Barðaströnd, d. 2. janúar 1983, og kona hans Guðrún Lilja Kristófersdóttir húsfreyja, f. 12. ágúst 1904 á Brekkuvelli á Barðaströnd, d. 16. mars 1987.
Börn þeirra:
1. Lilja Sæmundsdóttir sérkennari, f. 24. jan. 1957, ógift.
2. Barði Sæmundsson vélsmíðameistari, f. 27. sept. 1958. Sambúðarkona hans Steinunn Jóhannsdóttir.
3. Halldór Sæmundsson öryrki, f. 13. apríl 1960, d. 15. desember 2013.
4. Ólafur Sæmundsson húsasmíðameistari, f. 14. ágúst 1962. Kona hans Gríma Ársælsdóttir.
Fósturbörn Aðalheiðar, börn Sæmundar:
5. Helgi Sæmundsson rafvirkjameistari, f. 15. júlí 1946. Kona hans Bjarney Þórarinsdóttir.
6. Ásdís Sæmundsdóttir hjúkrunarfræðingur, f. 23. nóvember 1947. Maður hennar Gunnar Karl Guðjónsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Afkomendur.
  • Íslendingabók.is.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
  • Morgunblaðið 7. nóvember 2015. Minning.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.