„Þórarinn Þorsteinsson (Turninum)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
m (Verndaði „Þórarinn Þorsteinsson (Turninum)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 10. nóvember 2020 kl. 15:23

Þórarinn Þorsteinsson.

Þórarinn Þorsteinsson eða Tóti í Turninum eins og hann var gjarnan kallaður fæddist 29. júlí 1923 í Lambhaga og lést 26. febrúar 1984.
Foreldrar hans voru Kristín Jónsdóttir og Þorsteinn Þorsteinsson sjómaður. Hann ólst upp hjá foreldrum sínum og systkinum, fyrst í Lambhaga og síðan Hjálmholti.

Árið 1952 keypti Þórarinn hluta í Söluturninum og rak hann ásamt Rúti Snorrasyni fram til gosársins 1973 en þá fór Turninn eins og allt hans nágrenni undir hraun. Strax að gosi loknu fór Tóti út í Eyjar og byrjaði aftur sinn verslunarrekstur en var þá einn. Verslunin var þá fyrst til húsa í Drífanda en síðar flutt í húsnæði á Strandvegi.
Þau Guðríður giftu sig 1947, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu í Garðshorni 1947, í Litlabæ við Strandveg 35 1949 og síðan.
Guðríður lést 1961 og Þórarinn 1984.

I. Kona Þórarins, (10. maí 1947), var Guðríður Haraldsdóttir frá Garðshorni, húsfreyja, f. 2. október 1917, d. 21. desember 1961.
Börn þeirra:
1. Steina Kristín Þórarinsdóttir, f. 30. júní 1945 á Hásteinsvegi 9.
2. Ágústa Þórarinsdóttir, f. 8. ágúst 1947 á Heimagötu 40, Garðshorni.
3. Haraldur Þór Þórarinsson, f. 29. mars 1953 í Litlabæ.
4. Guðbjörn Þórarinsson, f. 5. maí 1959.


Myndir


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.