Haraldur Þór Þórarinsson

Haraldur Þór Þórarinsson kaupmaður, verkstjóri fæddist 29. mars 1953 í Litlabæ og lést 18. janúar 2019.
Foreldrar hans voru Þórarinn Þorsteinsson kaupmaður, f. 29. júlí 1923 í Lambhaga, d. 26. febrúar 1984, og kona hans Guðríður Haraldsdóttir frá Garðshorni við Heimagötu, húsfreyja, f. 2. október 1917, d. 21. desember 1961.
Börn Guðríðar og Þórarins:
1. Steina Kristín Þórarinsdóttir, f. 30. júní 1945 á Hásteinsvegi 9.
2. Ágústa Þórarinsdóttir, f. 8. ágúst 1947 á Heimagötu 40, Garðshorni.
3. Haraldur Þór Þórarinsson, f. 29. mars 1953 í Litlabæ, d. 18. janúar 2019. Kona hans Unnur Baldursdóttir.
4. Guðbjörn Þórarinsson, f. 5. maí 1959, d. 10. maí 1977.
Haraldur var með foreldrum sínum, en móðir hans lést, er hann var á tíunda árinu.
Hann varð snemma sjómaður, vann síðan ýmis störf víða um land.
Haraldur Þór vann við verslun föður síns í Turninum 1974-1984 og tók þá við rekstrinum og rak til 1991, síðan var hann verkstjóri í Eyjabergi og Vinnslustöðinni.
Hann var mikill áhugamaður um íþróttir, var meðal annars formaður handknattleiksdeildar Þórs um skeið og var í knattspyrnuráði ÍBV.
Þau Unnur giftu sig 1976, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu við Kirkjuveg 88, á Fögruvöllum, í Litlabæ, við Áshamar 3b og við Brekkugötu 5.
Haraldur lést 2019.
I. Kona Haraldar, (12. júní 1976), er Unnur Baldursdóttir kennari, f. 20. apríl 1952.
Börn þeirra:
1. Guðríður Haraldsdóttir öryrki, f. 31. október 1975.
2. Júlíana Silfá Haraldsdóttir öryrki, f. 31. ágúst 1980.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Morgunblaðið 8. febrúar 2019. Minning.
- Prestþjónustubækur.
- Unnur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.
]