„Guðmundur Gíslason (Vilborgarstöðum)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
m (Verndaði „Guðmundur Gíslason (Vilborgarstöðum)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 17. september 2019 kl. 19:25

Guðmundur Gíslason, Vilborgarstöðum, fæddist 9. janúar árið 1883 á Seljavöllum undir Eyjafjöllum og lést 8. apríl 1969 á Elliheimilinu Grund í Reykjavík.

Guðmundur fluttist til Vestmannaeyja 1904 og varð formaður 1907 þegar hann, ásamt fleirum, kaupir Stefni og hefur formennsku á honum til 1913. Eftir það var Guðmundur formaður með ýmsa báta fram yfir 1920.



Heimildir

  • Sjómannablaðið Víkingur. Farmanna- og Fiskimannasamband Íslands.

Frekari umfjöllun

Guðmundur Gíslason.

Guðmundur Gíslason frá Seljavöllum u. Eyjafjöllum, útvegsbóndi og bátsformaður á Eystri-Vilborgarstöðum fæddist 9. janúar 1883 á Seljavöllum og lést 8. apríl 1969 í Reykjavík.
Foreldrar hans voru Gísli Guðmundsson bóndi á Seljavöllum, f. 16. janúar 1852, d. 19. maí 1890, og kona hans Margrét Sigurðardóttir húsfreyja, síðar í Stóru-Hildisey, f. 19. mars 1857 á Borgareyrum u. Eyjafjöllum, d. 13. apríl 1949 í Litlu-Hildisey.

Guðmundur var sjö ára, er hann missti föður sinn.
Hann var með föðurforeldrum sínum á Seljavöllum 1890, enn hjá Margréti móður sinni og Hjörleifi Jónssyni síðari manni hennar 1901.
Hann var útgerðarmaður og skipstjóri í Eyjum, síðar starfsmaður Landsímans í Reykjavík.
Þau Oddný Elín giftu sig 1907 og fluttust til Eyja á því ári, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu í fyrstu í Dal, en voru komin að Eystri-Vilborgarstöðum 1909 og bjuggu þar enn 1927. Þau fluttu úr Eyjum 1930 og bjuggu á Barónstíg 18 í Reykjavík á því ári.
Þau dvöldu síðast á Elliheimilinu Grund í Reykjavík.
Oddný Elín lést 1967 og Guðmundur 1969.

I. Kona Guðmundar, (1907), var Oddný Elín Jónasdóttir frá Deild og Bakka á Álftanesi, húsfreyja, f. 24. mars 1878, d. 30. nóvember 1967.
Börn þeirra:
1. Jónas Þorbergur Guðmundsson sjómaður, verkamaður í Reykjavík, f. 4. júlí 1908 í Dal, d. 1. október 1979.
2. Margrét Ingibjörg Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 8. júní 1909 á Vilborgarstöðum, d. 7. mars 1976.
3. Magnús Guðmundsson í Reykjavík, f. 29. apríl 1912 á Vilborgarstöðum, d. 10. nóvember 1961.
4. Haraldur Kristinn Guðmundsson prentari, tónlistarmaður, tónlistarkennari, skólastjóri, f. 30. júlí 1922 á Vilborgarstöðum, d. 29. nóvember 1981.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.