Magnús Guðmundsson (málari)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Magnús Guðmundsson.

Magnús Guðmundsson frá Vilborgarstöðum, málari í Reykjavík fæddist 29. apríl 1912 á Vilborgarstöðum og lést 10. nóvember 1961. Foreldrar hans voru Guðmundur Gíslason frá Seljavöllum u. Eyjafjöllum, útvegsbóndi, bátsformaður á Vilborgarstöðum, síðar starfsmaður Landsímans í Reykjavík, f. 9. janúar 1883, d. 8. apríl 1969, og kona hans Oddný Elín Jónasdóttir frá Bakka á Álftanesi, húsfreyja, f. 24. mars 1878, d. 30. nóvember 1967.

Börn Oddnýjar og Guðmundar:
1. Jónas Þorbergur Guðmundsson sjómaður, verkamaður í Reykjavík, f. 4. júlí 1908 í Dal, d. 1. október 1979.
2. Margrét Ingibjörg Guðmundsdóttir húsfreyja, kjólameistari, f. 8. júní 1909 á Vilborgarstöðum, d. 7. mars 1976.
3. Magnús Guðmundsson málari í Reykjavík, f. 29. apríl 1912 á Vilborgarstöðum, d. 10. nóvember 1961.
4. Haraldur Kristinn Guðmundsson prentari, tónlistarmaður, tónlistarkennari, skólastjóri, f. 30. júlí 1922 á Vilborgarstöðum, d. 29. nóvember 1981.

Magnús var með foreldrum sínum á Vilborgarstöðum í æsku og enn 1927, fluttist með þeim til Reykjavíkur 1930 og bjó með þeim á Barónsstíg 18 á því ári.
Hann byrjaði málaranám hjá Einari Lárussyni í Eyjum , en lauk því hjá Einari Gíslasyni í Reykjavík, lauk Iðnskólanum í Reykjavík 1935 og sveinsprófi sama ár.
Magnús var málari í Reykjavík til dánardægurs 1961.
Þau Hjörný giftu sig 1935, eignuðust eitt barn, en skildu.
Magnús bjó síðar með Olgu Guðrúnu. Þau eignuðust tvö börn.
Olga Guðrún lést 1957 og Magnús 1961.

I. Kona Magnúsar, (1. júní 1935, skildu), var Hjörný Tómasdóttir húsfreyja, f. 3. janúar 1916, d. 3. nóvember 2003. Foreldrar hennar voru Tómas Þormóðsson, ættaður úr Landeyjum, bifreiðastjóri í Reykjavík, f. 12. júlí 1884, d. 6. janúar 1942, og kona hans Guðbjörg Magnúsdóttir húsfreyja, ættuð úr Borgarfirði, f. 4. ágúst 1878, d. 28. janúar 1952.
Barn þeirra var:
1. Magni Reynir Magnússon frímerkjakaupmaður, f. 5. nóvember 1935. Kona hans Steinunn Guðlaugsdóttir.

II. Sambýliskona Magnúsar var Olga Guðrún Benediktsdóttir, húsfreyja, f. 25. mars 1912 , d. 16. nóvember 1957. Foreldrar hennar voru Benedikt Tómasson frá Bjargi, skipstjóri í Skuld á Akranesi, f. 24. apríl 1876, d. 10. janúar 1961, og Guðrún Bergmann Sveinsdóttir frá Sveinsstöðum í Reykjavík, húsfreyja, f. 11. október 1885, d. 28. nóvember 1960.
Börn þeirra:
2. Kolbrún Bergmann Magnúsdóttir húsfreyja, sjúkraliði, f. 21. júní 1947 í Neskaupstað. Maður hennar var Sigfús Smári Viggósson. Hún átti síðar sambýlismanninn Björn Björnsson.
3. Margrét Bergmann Magnúsdóttir, f. 4. janúar 1956, d. 20. júlí 1966.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Íslenskir málarar - Saga og málaratal. Kristján Guðlaugsson. Málarameistarafélag Reykjavíkur 1982.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Þorgils Jónasson.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.