„Guðrún Brandsdóttir (Bessastöðum)“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 25: | Lína 25: | ||
Börn þeirra Guðrúnar eru:<br> | Börn þeirra Guðrúnar eru:<br> | ||
1. Sigurlín Eyjólfsdóttir, f. 12. júlí 1927, d. 20. s. mán.<br> | 1. Sigurlín Eyjólfsdóttir, f. 12. júlí 1927, d. 20. s. mán.<br> | ||
2. [[Gísli Eyjólfsson (yngri)|Gísli]] formaður, f. 24. september 1929. Kona hans er [[Hildur Káradóttir]] húsfreyja, f. 22. ágúst 1933.<br> | 2. [[Gísli Eyjólfsson (yngri)|Gísli]] formaður, f. 24. september 1929. Kona hans er [[Hildur Káradóttir (Bessastöðum)|Hildur Káradóttir]] húsfreyja, f. 22. ágúst 1933.<br> | ||
3. [[Guðjón Ármann Eyjólfsson|Guðjón Ármann]] skólameistari, f. 10. janúar 1935. Kona hans er [[Anika Jóna Ragnarsdóttir|''Anika'' Jóna Ragnarsdóttir]] sjúkraliði, frá Lokinhömrum í Arnarfirði, f. 14. desember 1934.<br> | 3. [[Guðjón Ármann Eyjólfsson|Guðjón Ármann]] skólameistari, f. 10. janúar 1935. Kona hans er [[Anika Jóna Ragnarsdóttir|''Anika'' Jóna Ragnarsdóttir]] sjúkraliði, frá Lokinhömrum í Arnarfirði, f. 14. desember 1934.<br> | ||
{{Heimildir| | {{Heimildir| |
Núverandi breyting frá og með 29. desember 2019 kl. 10:04
Guðrún Brandsdóttir (Bessastöðum)
Guðrún Brandsdóttir húsfreyja á Bessastöðum fæddist 17. apríl 1895 að Krókvelli undir Eyjafjöllum og lést 16. desember 1981.
Ætt og uppruni
Faðir hennar var Brandur bóndi á Miðbæli undir Eyjafjöllum 1890, ekkill á Önundarhorni 1901, kvæntur bóndi að nýju þar 1910, f. 6. febrúar 1863, d. 16. október 1936, Ingimundarson bónda í Klömbru 1870, f. 25. maí 1829, d. 16. apríl 1884, Sigurðssonar bónda í Langagerði í Stórólfshvolssókn 1840, f. 5. ágúst 1799, d. 8. apríl 1846, Snorrasonar, og konu Sigurðar Snorrasonar, Valgerðar húsfreyju, f. 1. október 1801, d. 17. mars 1894, Bergsteinsdóttur.
Móðir Brands og kona Ingimundar í Klömbru var Sigríður húsfreyja, f. 9. ágúst 1833, d. 26. desember 1909, Jónsdóttir bónda í Miðbæli, f. 21. janúar 1787, d. 2. janúar 1871, Björnssonar, og konu Jóns í Miðbæli, Kristínar húsfreyju, f. 1797, Bjarnadóttur.
Móðir Guðrúnar og fyrri kona Brands var Guðrún húsfreyja á Miðbæli 1890, f. 19. janúar 1858, d. 20. ágúst 1899, Jónsdóttir eldri bónda í Suðurkoti á Vatnsleysuströnd 1855, í Nýjabæ þar 1860, f. 1821, Ketilssonar bónda, kirkjuhaldara og meðhjálpara í Kirkjuvogi í Höfnum 1835, f. 1793 í Sviðholti á Álftanesi, d. 14. september 1869, Jónssonar, og fyrri konu Ketils í Kirkjuvogi, Vigdísar húsfreyju, f. 1795, d. 5. júní 1830, Jónsdóttur í Stóru-Vogum á Vatnsleysuströnd, Daníelssonar.
Móðir Guðrúnar á Miðbæli og kona Jóns Ketilssonar var Sigríður húsfreyja, f. 1831, Jónsdóttir bónda, f. 20. janúar 1808, d. 26. ágúst 1862, Jónssonar, og konu Jóns Jónssonar, Guðrúnar Guðmundsdóttur.
Ættbogi í Eyjum
Systir Guðrúnar var Sigríður Brandsdóttir húsfreyja í Uppsölum, f. 25. ágúst 1887, d. 1. ágúst 1966, kona Gísla Ingvarssonar.
Albróðir hennar var Ketill Brandsson netagerðarmaður á Bólstað, f. 16. janúar 1896, d. 11. nóvember 1975.
Hálfbróðir Guðrúnar var Valtýr Brandsson verkstjóri, f. 3. júní 1901, d. 1. apríl 1976.
Lífsferill
Guðrún kom til Eyja 1911 og var í Túni 1920.
Þau Eyjólfur bjuggu í byrjun á Búastöðum í félagsbúi með Guðrúnu móður hans. Þau reistu Bessastaði sunnan við túngarða Búastaða 1928 og bjuggu þar fram að Gosi 1973.
Hús þeirra hvarf undir eld og eimyrju. Þau settust að í Garði á Reykjanesi, en síðustu æviárin dvöldu þau á Hrafnistu í Reykjavík.
Líf Guðrúnar var annars vegar líf sjómannskonunnar, sem annaðist fjölskyldu og heimili í fjarvist bóndans, en hinsvegar naut hún listfengi síns. Hún stundaði meðal annars listsaum, og liggja eftir hana fjöldi listaverka á því sviði. Verk hennar prýða byggðasöfnin í Skógum og Eyjum.
Fjölskylda
Maður Guðrúnar á Bessastöðum var Eyjólfur Gíslason skipstjóri, f. 22. maí 1897, d. 7. júní 1995.
Börn þeirra Guðrúnar eru:
1. Sigurlín Eyjólfsdóttir, f. 12. júlí 1927, d. 20. s. mán.
2. Gísli formaður, f. 24. september 1929. Kona hans er Hildur Káradóttir húsfreyja, f. 22. ágúst 1933.
3. Guðjón Ármann skólameistari, f. 10. janúar 1935. Kona hans er Anika Jóna Ragnarsdóttir sjúkraliði, frá Lokinhömrum í Arnarfirði, f. 14. desember 1934.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Manntöl.
- Íslendingabók.is.
- Guðjón Ármann Eyjólfsson.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.