„Sigurbjörg Magnúsdóttir (Oddhól)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
m (Verndaði „Sigurbjörg Magnúsdóttir (Oddhól)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 24. mars 2019 kl. 12:02

Sigurbjörg Magnúsdóttir frá Dyrhólum í Mýrdal, húsfreyja í Oddhól fæddist 30. ágúst 1905 í Hryggjum í Mýrdal og lést 25. júní 1996.
Foreldrar hennar voru Magnús Björnsson bóndi, f. 10. apríl 1871 á Loftsölum í Mýrdal, d. 29. desember 1927 á Dyrhólum þar, og kona hans Sigríður Sigurðardóttir frá Eystri-Sólheimum í Mýrdal, húsfreyja, f. þar 28. október 1876, d. 24. mars 1951 í Eyjum.

Börn Sigríðar og Magnúsar í Eyjum:
1. Ragnhildur Jónía Magnúsdóttir húsfreyja á Hjalteyri, f. 19. október 1903, d. 7. ágúst 1992.
2. Sigurbjörg Magnúsdóttir húsfreyja í Oddhól, f. 30. ágúst 1905, d. 25. júní 1996.
3. Ingibjörg Magnúsdóttir húsfreyja í Stóra-Gerði, f. 17. desember 1909, d. 5. nóvember 1978.
4. Haraldur Magnússon bústjóri, sjómaður, vélstjóri, útgerðarmaður, f. 4. september 1912, d. 30. október 1974.

Bræður Magnúsar á Dyrhólum - í Eyjum voru:
a) Sigbjörn Björnsson á Ekru.
b) Bjarni Björnsson í Túni.

Sigurbjörg var með foreldrum sínumn í æsku, með þeim á Hryggjum í Mýrdal til 1907, síðan á Dyrhólum.
Faðir hennar lést 1927 og Sigríður móðir hennar og börn fluttust til Eyja 1931.
Þau Sæmundur giftu sig 1932, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu á Miðhúsum 1934, um skeið í Pétursey við Hásteinsveg, voru komin í Oddhól 1940 og bjuggu þar síðan, en Sæmundur lést 1943.
Sigurbjörg bjó áfram í Oddhól, var þar 1945 með börn sín móður sinni og Haraldi bróður sínum, þar 1949 með börn sín og enn 1972 og þá hjá Magnúsínu.
Eftir Gos bjó hún hjá Sæmundi syni sínum í Úthaga 14 á Selfossi, en síðust tvö ár sín dvaldi hún á dvalarheimilinu Sólvöllum á Eyrarbakka. Hún lést 1996.

I. Maður Sigurbjargar, (17. desember 1932), var Sæmundur Jónsson verkamaður, f. 27. apríl 1902, d. 12. október 1943.
Börn þeirra:
1. Magnúsínha Sigríður Sæmundsdóttir húsfreyja á Hvammstanga, f. 5. ágúst 1934 á Miðhúsum.
2. Sæmundur Sigurbjörn Sæmundsson bifvélavirki, bæjarstarfsmaður, Úthaga 14 á Selfossi, f. 11. júní 1943 í Oddhól.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 13. júlí 1996. Minning.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.