„Auðbjörg María Guðlaugsdóttir“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: thumb|150px|''Magnús Gunnarsson og Auðbjörg María Guðlaugsdóttir. '''Auðbjörg María Guðlaugsdóttir''' frá Gerði, hús...) |
m (Verndaði „Auðbjörg María Guðlaugsdóttir“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Útgáfa síðunnar 13. mars 2019 kl. 19:36
Auðbjörg María Guðlaugsdóttir frá Gerði, húsfreyja fæddist þar 23. ágúst 1900 og lést 23. júní 1986.
Foreldrar hennar voru Guðlaugur Jóhann Jónsson bóndi, útvegsmaður, f. 11. nóvember 1866, d. 25. apríl 1948, og kona hans Margrét Eyjólfsdóttir húsfreyja, f. 24. júní 1865, d. 29. janúar 1937.
Börn Margrétar og Guðlaugs voru:
1. Stefán Sigfús Guðlaugsson skipstjóri og útgerðarmaður í Litla-Gerði, f. 6. desember 1888, d. 13. febrúar 1965.
2. Auðbjörg María Guðlaugsdóttir húsfreyja, f. 23. ágúst 1900, d. 23. júní 1986.
Auðbjörg var með foreldrum sínum í æsku, var með þeim í gerði 1910 og 1920.
Þau Magnús giftu sig 1922 í Eyjum, eignuðust fjögur börn. Þau fluttust að Hólmum í A-Landeyjum og bjuggu þar 1922-1924. Þá fluttust þau til Eyja og bjuggu þar til 1928, er þau fluttust að Syðri-Úlfsstöðum í A-Landeyjum. Þar bjuggu þau 1928-1932, en síðan í Ártúnum á Rangárvöllum 1932-1969.
Magnús lést 1973 og Auðbjörg María 1986.
I. Maður Auðbjargar Maríu, (29. júní 1922 í Eyjum), var Magnús Gunnarsson bóndi í Ártúnum, f. 13. júlí 1896 í Kúfhól í A-Landeyjum, d. 13. apríl 1973 í Ártúnum.
Börn þeirra:
1. Guðlaug Magnúsdóttir húsfreyja á Hvolsvelli og í Reykjavík, f. 4. maí 1925 í Gerði. Fyrri maður hennar var Ágúst Þorsteinsson. Síðari maður Rögnvaldur Rögnvaldsson.
2. Gunnar Magnússon bóndi í Ártúnum, f. 4. apríl 1928, d. 5. september 1995. Kona hans var Sigríður Svanborg Símonardóttir húsfreyja, f. 6. desember 1927, d. 13. apríl 2016.
4. Geir Magnússon vélstjóri í Garðabæ, f. 13. ágúst 1933. Kona hans er Sigríður Sigurbjörnsdóttir.
5. Ólafur Magnússon rafvirki í Reykjavík, f. 6. desember 1939. Kona hans er Sigríður Hannesdóttir.
Fósturbarn þeirra var
6. Guðmunda Dagmar Sigurðardóttir frá Búlandi, f. 23. desember 1919, d. 1. maí 2010.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
- Rangvellingabók. Valgeir Sigurðsson. Rangárvallahreppur, Hellu 1982.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.