„Guðjón Einarsson (Breiðholti)“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: thumb|200px|''Guðjón Einarsson. '''Guðjón Einarsson''' í Breiðholti, fiskimatsmaður fæddist 18. október 1886 í Hallgeirsey í A-Landeyjum...) |
m (Verndaði „Guðjón Einarsson (Breiðholti)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Útgáfa síðunnar 11. mars 2019 kl. 16:11
Guðjón Einarsson í Breiðholti, fiskimatsmaður fæddist 18. október 1886 í Hallgeirsey í A-Landeyjum og lést 11. desember 1966.
Foreldrar hans voru Einar Sigurðsson bóndi í Hallgeirsey, f. 12. júlí 1843 í Hallgeirsey, d. 16. september 1899, og kona hans Þuríður Ólafsdóttir húsfreyja, síðar í Breiðholti, f. 20. júní 1848 á Parti í Oddasókn, d. 4. september 1938.
Börn Þuríðar og Einars í Eyjum:
1. Gróa Einarsdóttir fiskverkakona í Gróuhúsi, f. 19. júlí 1875, d. 16. október 1967, ógift, en átti einn son.
2. Þorleifur Einarsson bóndi á Kirkjulandi í A-Landeyjum, síðar á Túnsbergi, f. 7. janúar 1878, d. 22. maí 1960.
3. Guðjón Einarsson fiskimatsmaður í Breiðholti, f. 18. október 1886, d. 11. desember 1966.
Guðjón var með foreldrum sínum 1890. Faðir hans lést 1899 og Guðjón var hjú á Stórólfshvoli 1901, hjú á Eyvindarmúla í Fljótshlíð 1910.
Þau Guðfinna fluttust til Eyja 1915, hann frá Teigi í Fljótshlíð, hún frá Þorgrímsstöðum í Ölfusi.
Þau bjuggu í Hlíð. Þar fæddist Karl 1917. Þau voru komin í Breiðholt 1918 og bjuggu þar síðan.
I. Kona Guðjóns (1915) var Guðfinna Jónsdóttir húsfreyja, f. 1. september 1893, d. 12. apríl 1957.
Börn þeirra:
1. Karl Óskar Guðjónsson kennari, alþingismaður, fræðslustjóri, f. 1. nóvember 1917 í Hlíð, d. 6. mars 1973.
2. Árni Guðjónsson hæstaréttarlögmaður, f. 27. maí 1926, d. 15. febrúar 2004.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.