Karl Guðjónsson (kennari)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Karl Guðjónsson, kennari og alþingismaður.

Karl Óskar Guðjónsson, kennari, var alþingismaður Vestmannaeyja í fjöldamörg ár. Hann var landskjörinn þingmaður frá 1953 til 1959. Var kosinn af lista Alþýðubandalagsins í Suðurlandskjördæmi árið 1959 til 1971. Karl var landskjörinn varaþingmaður nóv-des 1965.

Karl fæddist 1. nóvember 1917 í Hlíð í Vestmannaeyjum og lést þann 6. mars 1973 í Reykjavík. Foreldrar hans voru Guðjón Einarsson (f. 18. okt 1886, d. 11. des 1966) fiskimatsmaður í Vestmannaeyjum og Guðfinna Jónsdóttir (f. 1. september 1893, d 12. apríl 1957.

Karl kvæntist þann 1. nóvember 1942 Arnþrúði (f 1. apríl 1918) dóttur Björns Sigurðssonar, bónda og trésmiðs í Grjótnesi á Sléttu, og Vilborgar Sigríðar Guðmundsdóttur.

Karl tók kennarapróf í Reykjavík 1938. Hann stundaði framhaldsnám við Kennaraháskólann í Kaupmannahöfn á árunum 1964-1965. Hann var ráðinn sem kennari við Barnaskólann í Vestmannaeyjum frá 1938-1968, og síðan við Vogaskóla í Reykjavík 1963-1966.

Hann var fræðslufulltrúi og fræðslustjóri í Kópavogi 1966 til æviloka. Karl var einnig formaður Sambands íslenskra lúðrasveita (SÍL) árin 1964-1965. Hann sat í bankaráði Framkvæmdabankans 1957 til 1966 og í úthlutunarnefnd atvinnuaukningarfjár 1959-1960. Árið 1955 var hann kosinn í orkunefnd og árið 1956 í milliþinganefnd í samgöngumálum. Var svo loks kosinn í Norðurlandaráð árið 1968.

Myndir



Heimildir

  • gardur.is
  • Guðlaugur Gíslason: Eyjar gegnum aldirnar. Frásagnir af mannlífi og atburðum í Vestmannaeyjum frá gamalli tíð og nýrri. Reykjavík, 1982.