„Ólafur Ólafsson (lyfsali)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: thumb|200px|''Ólafur Ólafsson. '''Ólafur Ólafsson''' frá Gimli, lyfjafræðingur, lyfsali fæddist 29. mars 1928 í Steinholti og lést 14....)
 
m (Verndaði „Ólafur Ólafsson (lyfsali)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 9. janúar 2019 kl. 14:17

Ólafur Ólafsson.

Ólafur Ólafsson frá Gimli, lyfjafræðingur, lyfsali fæddist 29. mars 1928 í Steinholti og lést 14. febrúar 1984.
Foreldrar hans voru Ólafur Magnússon frá Sólvangi, stofnandi og ritstjóri vikublaðsins Víðis, f. 3. maí 1903 á Seyðisfirði, d. 4. nóvember 1930 á Vífilsstöðum, og kona hans Ágústa Hansína Petersen, síðar Forberg. Fósturforeldrar Ólafs voru Guðbjörg Gísladóttir frá Hlíðarhúsi, húsfreyja á Gimli, f. 5. ágúst 1888, d. 29. nóvember 1969, og maður hennar Sæmundur Jónsson frá Jómsborg, útgerðarmaður, f. 2. apríl 1888, d. 31. mars 1968.

Ólafur missti föður sinn er hann var á öðru árinu. Hann fór í fóstur til Guðbjargar móðurmóður sinnar og Sæmundar manns hennar á Gimli og ólst þar upp.
Hann varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1949, lauk fyrri hlutaprófi í lyfjafræði frá Lyfjafræðingaskólanum 1952 og kandídatsprófi í lyfjafræði frá Danmarks farmaceutiske Højskole 1954.
Ólafur stundaði framhaldsnám við School og Pharmacy við University of North Carolina í Bandaríkjunum 1960-1961.
Hann vann við apótek í Reykjavík 1954-1960 og 1961-1970, var lyfsali á Húsavík frá júní 1970 til dánardægurs, en hafði fengið lyfsöluleyfi við Austurbæjarapótek, er hann lést.
Ólafur kenndi eðlis-og efnafræði við Menntaskólann í Reykjavík 1958-1960, var formaður Lyfjafræðingafélags Íslands 1955-1956 og 1962.
Hann lést 1984.

I. Kona Ólafs, (19. mars 1955), var Erna Hermannsdóttir húsfreyja, kennari, f. 2. júní 1933. Foreldrar hennar voru Hermann Vilhjálmsson útgerðarmaður, síðar erindreki á Seyðisfirði, f. 30. september 1894, d. 20. júlí 1967, og kona hans Guðný Vigfúsdóttir húsfreyja, f. 19. nóv. 1893, d. 20. ágúst 1984.
Börn þeirra, kjörsynir:
1. Ólafur Vigfús Ólafsson, f. 20. febrúar 1969.
2. Ragnar Pétur Ólafsson, f. 23. nóvember 1971.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Æviskrár samtíðarmanna. Torfi Jónsson. Skuggsjá. Bókabúð Olivers Steins s.f. 1982-1984.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.