„Sæmundur Eiríksson (Fagurlyst)“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 21: | Lína 21: | ||
5. Þuríður Sæmundsdóttir, f. 1863.<br> | 5. Þuríður Sæmundsdóttir, f. 1863.<br> | ||
II. Barnsmóðir Sæmundar var [[Guðný Einarsdóttir ( | II. Barnsmóðir Sæmundar var [[Guðný Einarsdóttir (Litlabæ)|Guðný Einarsdóttir]], um nokkurra ára skeið vinnukona í Eyjum, f. 21. mars 1828, d. 13. maí 1923.<br> | ||
Barn þeirra var<br> | Barn þeirra var<br> | ||
6. Sigríður Sæmundsdóttir, f. 25. apríl 1868, 23. júlí 1868. | 6. Sigríður Sæmundsdóttir, f. 25. apríl 1868, 23. júlí 1868. |
Núverandi breyting frá og með 19. mars 2018 kl. 18:59
Sæmundur Eiríksson vinnumaður í Fagurlyst og Godthaab fæddist 14. mars 1825 í Klauf í Meðallandi og lést 23. maí 1906 á Strönd þar.
Foreldrar hans voru Eiríkur Runólfsson bóndi, síðast í Lágu-Kotey í Meðallandi, f. 1. júní 1798, d. 9. júní 1851, og kona hans Guðrún Jónsdóttir húsfreyja, f. 19. desember 1801, d. 18. febrúar 1888.
Systkini Sæmundar í Eyjum voru:
1. Runólfur Eiríksson á Kirkjubæ, f. 1828.
2. Kristín Eiríksdóttir á Löndum, f. 1842.
3. Vigfús Eiríksson í Nýborg, f. 1843.
4. Einar Eiríksson á Löndum, f. 1847.
Sæmundur var með foreldrum sínum í Fjósakoti í Meðallandi 1825-1831, á Grímsstöðum þar 1831-1832, á Undirhrauni þar 1832-1840, í Lágu-Kotey þar 1840-1852.
Hann var vinnumaður á Miðbæli u. Eyjafjöllum 1855, varð húsmaður þar, bóndi þar 1860, vinnumaður í Fjósakoti 1863-1864, í Sandaseli í Meðallandi 1864-1867, á Strönd þar 1867-1868, í Rofabæ þar 1868-1870, á Mýrum í Álftaveri 1870-1873.
Sæmundur kom til Eyja 1873 og var þá hjá Einari bróður sínum í Fagurlyst, var vinnumaður í Godthaab 1874-1876, er hann fluttist í Leiðvallahrepp í Meðallandi.
Hann var blindur ómagi í Langholti þar 1876-1877, í Bakkakoti 1877-1879, í Lágu-Kotey 1879-1880, í Rofabæ 1884-1886, á Feðgum þar 1886-1897, á Strönd 1897-1901, á Feðgum 1901-1902, í Efri-Ey þar 1902-1905, á Strönd 1906 til æviloka sama ár.
I. Kona Sæmundar, (20. október 1855), var Anna Sveinsdóttir húsfreyja, f. 1. júlí 1833. Hún kom að Ási 1909 og lést þar 26. ágúst 1910.
Börn þeirra voru:
1. Sveinn Sæmundsson, f. 1856.
2. Margrét Sæmundsdóttir, f. 1857.
3. Hólmfríður Sæmundsdóttir, f. 1858.
4. Guðrún Sæmundsdóttir, f. 1859.
5. Þuríður Sæmundsdóttir, f. 1863.
II. Barnsmóðir Sæmundar var Guðný Einarsdóttir, um nokkurra ára skeið vinnukona í Eyjum, f. 21. mars 1828, d. 13. maí 1923.
Barn þeirra var
6. Sigríður Sæmundsdóttir, f. 25. apríl 1868, 23. júlí 1868.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.