Guðný Einarsdóttir (Litlabæ)
Guðný Einarsdóttir ekkja, vinnukona í Litlabæ fæddist 21. mars 1828 í Hraunkoti í Landbroti og lést 13. maí 1923 á Streiti í Breiðdal.
Foreldrar hennar voru Einar Vigfússon bóndi víða, en síðast að Uppsölum í Landbroti, f. 1768 í Mýrdal, d. 6. september 1846 í Holti á Síðu, og þriðja kona hans Hallný Ingimundardóttir húsfreyja, f. 28. apríl 1794 í Ásgarði í Landbroti, d. 12. janúar 1883 í Hörgsdal á Síðu.
Bróðir Guðnýjar var Ólafur Einarsson í Litlakoti, f. 1836, d. 1916.
Guðný var með foreldrum sínum til 1835, var niðursetningur á ýmsum bæjum til 1842, léttakind 1842-1844, vinnukona á ýmsum bæjum í V-Skaft. til 1860. Hún eignaðist tvö börn með Magnúsi á þeim árum, en 1860 fór hún vinnukona að Nýjabæ u. Eyjafjöllum og þar var Magnús einnig, kom þaðan að Stóru-Heiði í Mýrdal 1862, var gift húskona þar til 1863, var með Magnúsi manni sínum í Reynishólum þar 1863-1864.
Magnús lést 1864. Guðný gerðist, vinnukona á nokkrum bæjum til 1868, var húskona í Efri-Ey í Meðallandi 1868-1869.
Sigríði eignaðist hún með Sæmundi Eiríkssyni 1968.
Hún fluttist úr Meðallandi til Eyja 1869, var vinnukona hjá Ólafi bróður sínum í Litlakoti á því ári og næsta, var í Litlabæ 1871-1873, þar af með Símoni til 1872. Hún eignaðist Júlíönu Valgerði þar nokkrum mánuðum eftir lát Símonar.
Guðný fór frá Litlabæ til Meðallands 1873, var vinnukona á Undirhrauni og í Klauf í Meðallandi til 1876.
Hún giftist Sveini 1876 og bjó með honum í Háu-Kotey í Meðallandi til 1877, er hann lést, og bjó ekkja þar uns hún fluttist í A-Skaftafellssýslu 1884.
Hún fluttist með Júlíönu Valgerði dóttur sína að Hólminum á Mýrum í A-Skaft. og þaðan að Krosshjáleigu í Berufirði 1887, þaðan að Keldhólum á Völlum. Hún fluttist frá Keldhólum að Dísastaðahólum í Breiðdal 1892, þaðan að Arnhólsstöðum á Héraði 1893.
Guðný komst svo að lokum til Júlíönu Valgerðar dóttur sinnar á Streiti í Breiðdal. Þar var hún 1901, titluð barnfóstra. Hún dvaldi þar til æviloka 1923.
Guðný var tvígift.
I. Fyrri maður hennar, (8. nóvember 1862), var Magnús Árnason húsmaður, vinnumaður, f. 10. ágúst 1836, drukknaði í lendingu í Mýrdal 9. apríl 1864.
Börn þeirra
1. Sigurður Magnússon, f. 13. júlí 1859, d. 24. ágúst 1860.
2. Halldóra Magnúsdóttir, f. 1860. Hún fluttist í A-Skaftafellssýslu eða S-Múlasýslu.
3. Ragnhildur Magnúsdóttir, f. 14. ágúst 1862, d. 12. desember 1862.
4. Halla Magnúsdóttir, f. 1864.
II. Barnsfaðir Guðnýjar var Sæmundur Eiríksson, f. 14. mars 1825 í Klauf í Meðallandi, d. 23. maí 1906 á Strönd þar.
Barn þeirra var
5. Sigríður Sæmundsdóttir, f. 25. apríl 1868, d. 23. júlí 1868.
III. Síðari maður Guðnýjar, (17. ágúst 1876), var Sveinn Sveinsson bóndi í Háu-Kotey, f. 15. júlí 1838, d. 17. október 1877. Hún var síðari kona hans.
Þau voru barnlaus.
IV. Sambýlismaður Guðnýjar og barnsfaðir var Símon Símonarson, þá vinnumaður í Litlabæ í Eyjum, f. 1841, d. 19. mars 1872.
Barn þeirra var
6. Júlíana Valgerður Símonardóttir húsfreyja á Streiti í Breiðdal, f. 29. júní 1872, d. 16. febrúar 1948.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
- Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.
- Ættir Austfirðinga. Einar Jónsson og fleiri. Austfirðingafélagið í Reykjavík 1953-1968.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.