„Sigurður Þorleifsson (Hruna)“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 1: | Lína 1: | ||
[[Mynd:KG-mannamyndir 13997.jpg|thumb|250px|''Sigurður og Margrét.]] | [[Mynd:KG-mannamyndir 13997.jpg|thumb|250px|''Sigurður og Margrét.]] | ||
'''Sigurður Þorleifsson''' verkamaður í [[Hruni|Hruna]] fæddist 16. ágúst 1886 á Á á Síðu, V-Skaft. og lést 15. maí 1969. <br> | '''Sigurður Þorleifsson''' verkamaður í [[Hruni|Hruna]] fæddist 16. ágúst 1886 á Á á Síðu, V-Skaft. og lést 15. maí 1969. <br> | ||
Foreldrar hans voru Þorleifur Guðmundsson bóndi á Á, f. 25. september 1840 á Á, d. 6. ágúst 1887 á Heiði á Síðu, og kona hans [[Sigríður Sigurðardóttir (Hruna)|Sigríður Sigurðardóttir]] húsfreyja, f. | Foreldrar hans voru Þorleifur Guðmundsson bóndi á Á, f. 25. september 1840 á Á, d. 6. ágúst 1887 á Heiði á Síðu, og kona hans [[Sigríður Sigurðardóttir eldri (Hruna)|Sigríður Sigurðardóttir]] húsfreyja, f. 26. september 1857 í Hvammi í Skaftártungu, V-Skaft., d. 18. janúar 1942. | ||
26. september 1857 í Hvammi í Skaftártungu, V-Skaft., d. 18. janúar 1942. | |||
Sigurður missti föður sinn, er hann var tæplega eins árs gamall. <br> | Sigurður missti föður sinn, er hann var tæplega eins árs gamall. <br> |
Útgáfa síðunnar 22. febrúar 2018 kl. 14:14
Sigurður Þorleifsson verkamaður í Hruna fæddist 16. ágúst 1886 á Á á Síðu, V-Skaft. og lést 15. maí 1969.
Foreldrar hans voru Þorleifur Guðmundsson bóndi á Á, f. 25. september 1840 á Á, d. 6. ágúst 1887 á Heiði á Síðu, og kona hans Sigríður Sigurðardóttir húsfreyja, f. 26. september 1857 í Hvammi í Skaftártungu, V-Skaft., d. 18. janúar 1942.
Sigurður missti föður sinn, er hann var tæplega eins árs gamall.
Hann var tökubarn í Hvammi 1889-1891, var hjá móður sinni á Á 1891-1895, var tökubarn í Búlandsseli í Skaftártungu 1895-1901, vinnumaður þar 1902-1904, á Skálmabæjarhraunum í Álftaveri 1904-1907. Hann var vinnumaður í Búlandsseli 1907-1908, í Skál 1908-1909, á Búlandi 1909-1911, í Skaftárdal 1911-1914. Þá fór hann til Reykjavíkur, en fluttist til Eyja 1919.
Sigurður var verslunarmaður í Eyjum 1920, síðan verkamaður og verktaki, tók að sér að bera búfjáráburð á tún bænda. Hann bjó með Margréti á Sæbergi við Urðaveg 1920, og þar var barn hennar Pétur Sveinsson, fæddur í Baldurshaga á Fáskrúðsfirði 1918.
Þau bjuggu að Reynifelli við fæðingu Gunnlaugs 1921, í Nikhól við fæðingu Sigríðar 1922, á Eiðum við fæðingu Unu 1923, í Sjávarborg við fæðingu Margrétar 1924, en voru komin að Hruna 1927 og bjuggu þar síðan.
Margrét lést 1965 og Sigurður 1969.
I. Kona Sigurðar var Margrét Vigdís Gunnlaugsdóttir húsfreyja, f. 6. janúar 1898 í Svarfaðardal, Eyjafj.s., d. 19. júlí 1965.
Börn Margrétar og Sigurðar:
1. Gunnlaugur Sigurðsson sjómaður, f. 20. maí 1921 að Reynifelli við Vesturveg 15b, d. 29. nóv. 1963.
2. Sigríður Sigurðardóttir húsfreyja, f. í Nikhól við Hásteinsveg 22. júní 1922, d. 22. september 2004.
3. Una Guðrún Rósamunda Sigurðardóttir húsfreyja, f. að Eiðum við Kirkjuveg 6. ágúst 1923, d. 30. apríl 1978.
4. Margrét Þorleifsdóttir Sigurðardóttir húsfreyja, f. 3. febr. 1924 í Sjávarborg við Sjómannasund, d. 26. janúar 2012.
5. Fjóla Sigurðardóttir húsfreyja, f. 17. ágúst 1928 í Hruna við Miðstræti, d. 8. nóvember 2013.
6. Pálína Sigurðardóttir húsfreyja, f. 22. okt. 1929 í Hruna.
7. Eiríkur Sigurðsson sjómaður, útgerðarmaður, verkamaður, bifreiðastjóri f. 31. jan. 1931 í Hruna, d. 28. nóvember 2007.
8. Oddný Sigurrós Sigurðardóttir (Rósa) húsfreyja, f. 1. okt. 1933 í Hruna, d. 25. febrúar 2013.
9. Einara Sigurðardóttir húsfreyja, f.
17. jan. 1936 í Hruna.
Barn Margrétar:
10. Pétur Sveinsson, f. 16. maí 1918 í Baldurshaga á Fáskrúðsfirði, bifreiðastjóri, síðast í Reykjavík, d. 8. september 1985.
Fósturbarn þeirra, dóttir Unu, er
11. Þorgerður Sigurvinsdóttir húsfreyja í Eyjum, síðar í Kópavogi, f. 8. október 1943.
Myndir
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Blik 1972/Við „Siggi í Hruna“
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
- Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.