„Sigurður Bjarnason (Búlandi)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
m (Verndaði „Sigurður Bjarnason (Búlandi)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 3. febrúar 2018 kl. 20:56

Sigurður Bjarnason
Fæddur í Eystri-Garðsauka, Rang. 28. október 1884 Látinn 12. apríl 1959 Múrari í Vestmannaeyjum. Vinnumaður á Garðsaukahjáleigu, Stórólfshvolssókn, Rang. 1901. Daglaunamaður á Búlandi Skólavegi 41, Vestmannaeyjum 1930.

og eiginkona hans

Sigríður Sigurðardóttir Fædd í Ásólfsskálasókn, Rang. 27. september 1891 Látin 22. nóvember 1981 Var í Syðri-Kvíhólma, Vestur-Eyjafjallahr., Rang. 1910. Vinnukona. Húsfreyja á Skólavegi 41, Vestmannaeyjum 1930. Síðast bús. í Reykjavík. Heimildir: 1910, 1930, Þjóðskrá, Múrarat. Heimildir: Múrarat., 1930, 1901, Almanak.1961

Börn þeirra Sigurður Sigurðsson 1915 - 1994 Elín Sigurðardóttir 1917 Sigurbjörg Svava 1918 - 1918 Guðmunda D. Sigurðardóttir 1919 - 2010 Óskar Jón Sigurðsson 1921 - 1998 Sigríður Sigurðardóttir 1923 - 2009 Margrét Sigurðardóttir 1924 - 2011 Fjóla Sigurðardóttir 1925 Emil Sigurðsson 1927

Sigríður á Búlandi.

frekari umfjöllun

Sigurður Bjarnason.

Sigurður Bjarnason á Búlandi, múrari, iðnverkamaður fæddist 28. október 1884 á Langagerði í Hvolhreppi, Rang., og lést 12. apríl 1959.
Foreldrar hans voru Bjarni Einarsson bóndi í Eystri-Garðsauka í Hvolhreppi, f. 20. september 1845 á Hofi í Hofshreppi í A-Skaft., d. 8. júlí 1885 í Eystri-Garðsauka, og kona hans Elín Sigurðardóttir húsfreyja, f. 8. júní 1841 á Langagerði, d. 31. ágúst 1935 í Miðkrika í Hvolhreppi.

Sigurður missti föður sinn, er hann var á fyrsta aldursári.
Hann var með ekkjunni móður sinni búandi í Eystri-Garðsauka 1890.
Sigurður var hjú í Garðsaukahjáleigu 1901, fjármaður og sláttumaður í Miðkrika, en með heimili í Eystri-Garðsauka 1910.
Hann fluttist til Eyja 1914 og þau Sigríður bjuggu í Fagurhól 1914 og 1915, giftu sig 1915, eignuðust níu börn, en misstu eitt þeirra á fyrsta aldursári.
Sigríður fæddi Sigurð hjá systur sinni á Hnausum 1915. Þar voru þau Sigurður 1916 og þar fæddist Elín 1917.
Þau voru á Sæbergi við fæðingu Sigurbjargar Svövu í maí 1918, en þau voru í Vinaminni í lok ársins.
Þau misstu Sigurbjörgu Svövu í Vinaminni í mars 1919.
Sigríður ól Guðmundu Dagmar í Heklu við Hásteinsveg í maí 1919.
Þau byggðu Búland og voru komin þangað í lok árs 1920 og bjuggu þar síðan.
Sigurður stundaði steinsmíðar og múrverk og fékk réttindi með iðnbréfi. Einnig vann hann við netagerð um skeið.
Sigurður lést 1959. Sigríður bjó áfram á Búlandi, bjó þar ein 1972, fluttist til Reykjavíkur í Gosinu og lést þar 1981.

I. Kona Sigurðar, (15. maí 1915), var Sigríður Sigurðardóttir húsfreyja, f. 27. september 1891, d. 22. nóvember 1981.

ctr
Börn Sigríðar og Sigurðar á Búlandi.

Börn þeirra:
1. Sigurður Sigurðsson vélstjóri, verslunarmaður, síðast í Reykjavík, f. 23. janúar 1915 á Hnausum, d. 5. mars 1994.
2. Elín Sigurðardóttir húsfreyja, saumakona í Reykjavík, f. 11. mars 1917 á Hnausum, d. 16. janúar 2015.
3. Sigurbjörg Svava Sigurðardóttir, f. 29. maí 1918 á Sæbergi, d. 4. mars 1919 í Vinaminni.
4. Guðmunda Dagmar Sigurðardóttir húsfreyja, f. 23. desember 1919 í Heklu, d. 1. maí 2010.
5. Óskar Jón Árnason Sigurðsson bifreiðastjóri, verkamaður, síðast í Hafnarfirði, f. 2. febrúar 1921 á Búlandi, d. 19. október 1998.
6. Sigríður Sigurðardóttir yngri, húsfreyja, verslunarstjóri í Reykjavík, f. 8. febrúar 1923 á Búlandi, d. 8. janúar 2009.
7. Margrét Sigurðardóttir húsfreyja, f. 29. apríl 1924 á Búlandi, d. 31. janúar 2011.
8. Fjóla Sigurðardóttir húsfreyja, verkstjóri, f. 27. júní 1925 á Búlandi, d. 16. ágúst 2017.
9. Emil Sigurðsson bifreiðastjóri, bifvélavirki, f. 3. desember 1927 á Búlandi.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íbúaskrá Vestmannaeyja 1972.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Múraratal og steinsmiða. 2. útgáfa, aukin. Þorsteinn Jónsson, Brynjólfur Ámundason. Þjóðsaga 1993.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.



Myndasafn