„Magnús Einarsson (Stóra-Hvammi)“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: '''Magnús Einarsson''' frá Stóra-Hvammi vélvirki, verkstjóri, vinnuvélastjóri fæddist þar 30. nóvember 1925 og lést 13. janúar 1998 í Richmond í Virg...) |
m (Verndaði „Magnús Einarsson (Hvammi)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Útgáfa síðunnar 20. janúar 2018 kl. 18:27
Magnús Einarsson frá Stóra-Hvammi vélvirki, verkstjóri, vinnuvélastjóri fæddist þar 30. nóvember 1925 og lést 13. janúar 1998 í Richmond í Virginíu í Bandaríkjunum
Foreldrar hans voru Einar Magnússon vélsmíðameistari í Stóra-Hvammi, f. 31. júlí 1892 í Hvammi u. Eyjafjöllum, d. 25. ágúst 1932, og kona hans María Vilborg Vilhjálmsdóttir húsfreyja, f. 26. júní 1897 í Knobsborg á Seltjarnarnesi, d. 18. febrúar 1974.
Börn Einars og Maríu Vilborgar voru:
1. Sigríður Margrét Einarsdóttir húsfreyja, f. 20. janúar 1923, d. 9. febrúar 2003.
2. Björg Einarsdóttir húsfreyja í Bandaríkjunum, síðar í Reykjavík, f. 16. apríl 1924, d. 30. júlí 1991.
3. Magnús Einarsson vélvirki, vekstjóri í Virginíu, f. 30. nóvember 1925, d. 13. janúar 1998.
4. Þuríður Einarsdóttir Ólafson húsfreyja, f. 9. október 1927, d. 12. júní 1962.
5. Villa María Einarsdóttir húsfreyja, snyrtifræðingur, f. 12. desember 1928.
6. Einar Einarsson vélvirki, vélstjóri, f. 2. september 1930, d. 29. júlí 2010.
Magnús missti föður sinn, er hann var á sjöunda árinu.
Hann var með móður sinni og systkinum í Eyjum til ársins 1938, er þau fluttu til Reykjavíkur.
Magnús lærði vélvirkjun og vann við hana, en síðan við vinnuvélar og verkstjórn á Keflavíkurflugvelli.
Hann fór á vinnuvéla- og verkstjóranámskeið í Bandaríkjunum, sem leiddi til atvinnutilboða þar.
Magnús fluttist til Bandaríkjanna, settist að í Richmond í Virginíu.
Þau Heidi giftu sig 1960, eignuðust tvö börn, en Heidi fórst í bílslysi 1966. María móðir hans fór til hans og annaðist heimilið til 1973, en hún lést 1974.
Magnús lést 1998.
I. Kona Magnúsar, (26. maí 1960), var Heidi Schneiper húsfreyja, f. 17. apríl 1935 nálægt Lucern í Sviss, fórst í bílslysi 15. janúar 1966.
Börn þeirra:
1. Victor Gisli Einarsson, f. 1. maí 1961. Kona hans er Bonny Walker Einarsson.
2. Monica Katherine Einarsson Buesser húsfreyja, f. 15. ágúst 1962. Maður hennar er Gary S. Buesser.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Morgunblaðið 27. janúar 1998. Minning.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.