Björg Einarsdóttir (Stóra-Hvammi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Björg Einarsdóttir.

Björg Einarsdóttir frá Stóra-Hvammi, húsfreyja, saumakona fæddist þar 16. apríl 1924 og lést 27. ágúst 2014 .
Foreldrar hennar voru Einar Magnússon vélsmíðameistari í Stóra-Hvammi, f. 31. júlí 1892 í Hvammi u. Eyjafjöllum, d. 25. ágúst 1932, og kona hans María Vilborg Vilhjálmsdóttir húsfreyja, f. 26. júní 1897 í Knobsborg á Seltjarnarnesi, d. 18. febrúar 1974.

Börn Einars og Maríu voru:
1. Sigríður Margrét Einarsdóttir húsfreyja, f. 20. janúar 1923, d. 9. febrúar 2003.
2. Björg Einarsdóttir húsfreyja í Bandaríkjunum, síðan í Reykjavík, f. 16. apríl 1924, d. 30. júlí 1991.
3. Magnús Einarsson vélvirki, verkstjóri í Bandaríkjunum, f. 30. nóvember 1925, d. 13. janúar 1998.
4. Þuríður Einarsdóttir Ólafson húsfreyja, f. 9. október 1927, d. 12. júní 1962.
5. Villa María Einarsdóttir húsfreyja, snyrtifræðingur, f. 12. desember 1928.
6. Einar Einarsson vélvirki, vélstjóri, f. 2. september 1930, d. 29. júlí 2010.





ctr
María Vilborg Vilhjálmsdóttir með börn sín.

Aftari röð: Magnús, Þuríður, Einar, Villa María.

Fremri röð: Sigríður, María, Björg.

Faðir Bjargar lést, er hún var á níunda árinu.
Hún var með móður sinni og systkinum í Eyjum og fluttist með þeim til Reykjavíkur 1938.
Hún nam við Iðnskólann í Reykjavík og vann á Saumastofunni Spörtu.
Þau Ásgeir giftu sig 1951, fluttust til Bandaríkjanna 1956 með börn sín tvö og bjuggu lengst í Marylandfylki. Þau eignuðust þar tvö börn.
Ásgeir lést 1991. Björg fluttist til Íslands rúmlega áttræð, bjó að síðustu á Hrafnistu í Reykjavík og lést 2014.

I. Maður Bjargar, (22. mars 1951), var Ásgeir Pétursson flugmaður, f. 5. nóvember 1924 í Reykjavík, d. 30. júlí 1991. Foreldrar hans voru Pétur Georg Guðmundsson bókbandsmeistari og verkalýðsleiðtogi, f. 6. september 1879, d. 13. ágúst 1947 og kona hans Steinunn Jóhanna Árnadóttir húsfreyja, bókbindari, f. 25. nóvember 1881, d. 22. apríl 1970.
Börn Bjargar og Ásgeirs:
1. Steinunn Jóhanna Ásgeirsdóttir húsfreyja, f. 4. ágúst 1951. Maður hennar er Ásgeir Sigurður Hallgrímsson.
2. Einar Magnús Ásgeirsson í Marylandfylki, f. 27. apríl 1953. Kona hans er Elisabeth S. Vahey.
3. María Ásgeirsdóttir húsfreyja, fráskilin, f. 22. október 1959.
4. Pjetur Georg Ásgeirsson, f. 3. desember 1966. Kona hans er Svanlaug Arnardóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.