María Vilborg Vilhjálmsdóttir

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Einar Magnússon og María Vilborg Vilhjálmsdóttir.

María Vilborg Vilhjálmsdóttir húsfreyja í Stóra-Hvammi, síðar í Reykjavík fæddist 26. júní 1897 í Knobsborg á Seltjarnarnesi og lést 18. febrúar 1974.
Foreldrar hennar voru Vilhjálmur Guðmundsson sjómaður, f. 31. maí 1867, drukknaði 28. mars 1907, og kona hans Björg Ísaksdóttir húsfreyja, f. 17. janúar 1871, d. 5. júní 1933.

Faðir Maríu drukknaði, er hún var tæpra 10 ára gömul.
Hún ólst upp hjá Þórði Guðlaugi Ólafssyni prófasti á Söndum í Dýrafirði og konu hans Maríu Ísaksdóttur, en hún var móðursystir Maríu.

María fluttist gift kona frá Seltjarnarnesi til Eyja 1921. Þau Einar leigðu á Fögrubrekku 1921-1922, en voru komin í Litla-Hvamm (Norður-Hvamm), nýbyggt hús sitt 1923 og bjuggu þar í fyrstu, en reistu Stóra-Hvamm 1926 og voru komin í það hús 1927 og útleigðu þá Litla-Hvamm.
Þau eignuðust 6 börn.
Einar lést í gassprengingu í vélsmiðju sinni 1932.
María fluttist með börnin til Reykjavíkur 1938 og ól þau þar upp. Hún fór til Magnúsar sonar síns í Virginíu eftir lát konu hans 1966 og annaðist heimilið til 1973, en snéri þá heim.
Hún lést 1974.

ctr
Börn Maríu og Einars.
Frá vinstri: Björg, Villa María, Magnús, Þuríður, Sigríður. Fyrir framan: Einar.


ctr
María Vilborg Vilhjálmsdóttir með börn sín.

Aftari röð: Magnús, Þuríður, Einar, Villa María.

Fremri röð: Sigríður, María, Björg.

I. Maður Maríu Vilborgar, (1920), var Einar Magnússon vélsmíðameistari, f. 31. júlí 1892, d. 25. ágúst 1932.
Börn þeirra:
1. Sigríður Margrét Einarsdóttir húsfreyja, f. 20. janúar 1923, d. 9. febrúar 2003.
2. Björg Einarsdóttir húsfreyja í Bandaríkjunum, síðan í Reykjavík, f. 16. apríl 1924, d. 30. júlí 1991.
3. Magnús Einarsson vélvirki, verkstjóri í Bandaríkjunum, f. 30. nóvember 1925, d. 13. janúar 1998.
4. Þuríður Einarsdóttir Ólafson húsfreyja, f. 9. október 1927, d. 12. júní 1962.
5. Villa María Einarsdóttir húsfreyja, snyrtifræðingur, f. 12. desember 1928.
6. Einar Einarsson vélvirki, vélstjóri, f. 2. september 1930, d. 29. júlí 2010.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 9. ágúst 2010. Minning Einars Einarssonar.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.