Þuríður Einarsdóttir (Stóra-Hvammi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Þuríður Einarsdóttir frá Stóra-Hvammi, húsfreyja fæddist þar 9. október 1927 og lést 12. júní 1962.
Foreldrar hennar voru Einar Magnússon vélsmíðameistari í Stóra-Hvammi, f. 31. júlí 1892 í Hvammi u. Eyjafjöllum, d. 25. ágúst 1932, og kona hans María Vilborg Vilhjálmsdóttir húsfreyja, f. 26. júní 1897 í Knobsborg á Seltjarnarnesi, d. 18. febrúar 1974.

Börn Einars og Maríu Vilborgar voru:
1. Sigríður Margrét Einarsdóttir húsfreyja, f. 20. janúar 1923, d. 9. febrúar 2003.
2. Björg Einarsdóttir húsfreyja í Bandaríkjunum, síðar í Reykjavík, f. 16. apríl 1924, d. 30. júlí 1991.
3. Magnús Einarsson vélvirki, verkstjóri í Virginíu, f. 30. nóvember 1925, d. 13. janúar 1998.
4. Þuríður Einarsdóttir Ólafson húsfreyja, f. 9. október 1927, d. 12. júní 1962.
5. Villa María Einarsdóttir húsfreyja, snyrtifræðingur, f. 12. desember 1928.
6. Einar Einarsson vélvirki, vélstjóri, f. 2. september 1930, d. 29. júlí 2010.

ctr
María Vilborg Vilhjálmsdóttir með börn sín.

Aftari röð: Magnús, Þuríður, Einar, Villa María.

Fremri röð: Sigríður, María, Björg.

Faðir Þuríðar lést, er hún var á fimmta ári aldurs síns.
Hún var með móður sinni og systkinum í Eyjum og fluttist með þeim til Reykjavíkur 1938.
Þuríður ólst upp með móður sinni, lauk verslunarskólaprófi.
Þau Gísli eignuðust 4 börn.
Þuríður lést 1962 af krabbameini og Gísli lést 1995.

ctr
Gísli Ólafson og Þuríður Einarsdóttir Ólafson frá Hvammi.


ctr


Börn Þuríðar Einarsdóttur og Gísla Ólafsonar. Frá vinstri: Páll, María, Einar, Jóhann.


I. Maður Þuríðar var Ólafur Gísli Pálsson Ólafson forstjóri, f. 1. maí 1927, d. 13, febrúar 1995. Foreldrar hans voru Páll Jónsson Ólafson tannlæknir, f. 1. febrúar 1893, d. 12. nóvember 1933, og kona hans Jóhanna Kristín Lárusdóttir Bjarnason húsfreyja, verslunarskólakennari, f. 22. maí 1896, d. 23. september 1954.
Börn Þuríðar og Gísla:
1. María Ólafson húsfreyja, sjúkraliði, f. 16. september 1948. Maður hennar er Reynir Kjartansson.
2. Páll Ólafson viðskiptafræðingur, f. 24. desember 1951. Kona hans er Guðrún Björg Eggertsdóttir.
3. Einar Ólafson húsasmíðameistari, f. 18. júní 1956. Kona hans er Sara Helga Franks.
4. Jóhann Gíslason Ólafson vélstjóri, f. 11. maí 1959. Kona hans er Kolbrún Benediktsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.