„Þuríður Sigurðardóttir (Mosfelli)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Þuríður Sigurðardóttir''' húsfreyja fæddist 22. maí 1909 í Ásgarði í Holtum og lést 6. apríl 1998.<br> Foreldrar hennar voru [[Sigurður Guðbrandsson (Ásgarði)|Si...)
 
m (Verndaði „Þuríður Sigurðardóttir (Mosfelli)“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 7. mars 2017 kl. 15:08

Þuríður Sigurðardóttir húsfreyja fæddist 22. maí 1909 í Ásgarði í Holtum og lést 6. apríl 1998.
Foreldrar hennar voru Sigurður Guðbrandsson bóndi, síðar í Eyjum, f. 25. október 1878, d. 17. ágúst 1959, og kona hans Kristín Benediktsdóttir húsfreyja, síðar í Eyjum, f. 9. júlí 1877, d. 4. ágúst 1948.

Systir Þuríðar var Guðbjörg Helga Sigurðardóttir húsfreyja á Helgafellsbraut 17, f. 8. nóvember 1913, d. 13. ágúst 1978, kona Jóns Vigfússonar vélstjóra, útgerðarmanns.

Þuríður var með foreldrum sínum í æsku, í Ásgarði og síðan Garðhúsum á Stokkseyri.
Þau Hallberg bjuggu á Stokkseyri, eignuðust Halldóru Sigríði þar 1932, fluttust til Eyja 1935. Þau bjuggu á Mosfelli við fæðingu Jennýjar 1935, á Helgafellsbraut 17 1940 og 1945, á Brekastíg 33 1949.
Þau skildu.
Þuríður giftist Rögnvaldi Jónssyni frá Túnprýði á Stokkseyri 1952 og bjuggu á Kirkjubæjarbraut 1. Þau fluttust til Hafnarfjarðar 1973. Rögnvaldur lést 1993.
Þuríður fluttist í Hraunbúðir og dvaldi þar síðast.
Hún lést 1998.

I. Barnsfaðir Þuríðar var Karl Stefán Daníelsson prentari í Reykjavík.
Barn þeirra var
1. Sigríður Kristín Karlsdóttir, f. 28. apríl 1929, kona Björgvins Magnússonar.

II. Fyrri maður Þuríðar, (skildu), var Hallberg Halldórsson, f. 4. maí 1910 í Borgarkoti á Skeiðum, d. 24. september 1982.
Börn þeirra:
2. Halldóra Sigríður Hallbergsdóttir, f. 11. desember 1932, d. 8. september 2016.
3. Jenný Hallbergsdóttir, f. 15. september 1935 á Mosfelli, d. 10. mars 1995.

III. Síðari maður Þuríðar, (29. ágúst 1952), var Kristinn Rögnvaldur Jónsson sjómaður, útgerðarmaður, netagerðarmaður, f. 1. nóvember 1906, d. 29. september 1993.
Þau voru barnlaus.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Holtamannabók II – Ásahreppur. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjórn: Ragnar Böðvarsson. Ásahreppur 2007.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.