„Þorsteinn Berent Sigurðsson (Steinum)“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: '''Þorsteinn Berent Sigurðsson''' loftskeytamaður, flugumferðarstjóri frá Steinum fæddist 10. júní 1925 og lést 27. júli 2012.<br> Foreldrar hans voru [[Sigurð...) |
m (Verndaði „Þorsteinn Berent Sigurðsson (Steinum)“ ([edit=sysop] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Útgáfa síðunnar 29. nóvember 2015 kl. 20:41
Þorsteinn Berent Sigurðsson loftskeytamaður, flugumferðarstjóri frá Steinum fæddist 10. júní 1925 og lést 27. júli 2012.
Foreldrar hans voru Sigurður Sigbjörnsson sjómaður frá Vík í Fáskrúðsfirði, f. 20. maí 1900, d. 17. nóvember 1995, og kona hans, (skildu), Una Helgadóttir húsfreyja og verkakona frá Steinum, f. 17. júní 1901, d. 28. ágúst 1990.
Móður systkini Þorsteins voru:
1. Þorsteinn Helgason, f. 9. apríl 1891, d. 3. janúar 1918.
2. Jónína Guðrún Helgadóttir ráðskona í Steinum 1930, f. 27. júní 1894, d. 17. maí 1983. Barnsfaðir hennar var Eyjólfur Bjarni Ottesen verslunarmaður í Dalbæ, f. 22. október 1891, d. 17. febrúar 1957.
3. Guðmundur Helgason útgerðarmaður, síðar veggfóðrari, f. 3. febrúar 1898, d. 13. maí 1983. Kona hans, (skildu), var Ingveldur Þórarinsdóttir.
4. Jónína Sigrún Helgadóttir, f. 19. mars 1908, d. 17. apríl 1980. Maður hennar var Ingólfur Guðmundsson matreiðslumaður, f. 12. febrúar 1910, d. 10. október 1987.
Þorsteinn ólst upp í Steinum hjá Helga Jónssyni móðurföður sínum til 7 ára aldurs, en flutti þá til ömmu sinnar Steinunnar Jakobínu Bjarnadóttur og föðursystur sinnar Ágústu í Reykjavík þar sem hann ólst að mestu leyti upp til 16 ára aldurs.
Hann stundaði nám í Loftskeytaskólanum í Reykjavík og lauk þar prófi. Hann var síðan loftekeytamaður á togurum næstu árin. Þá varð hann flugumferðastjóri 1946-1948, síðan varð hann loftskeytamaður á Brúarfossi 1948-1963.
Hann tók aftur við flugumferðastjórn og vann við hana síðan til 1991, var einnig trúnaðarmaður félags flugumferðarstjóra 1970-1986.
I. Barnsmóðir Þorsteins var Ólöf Vilhjálmsdóttir Húnfjörð, f. 13. september 1928, d. 27. júní 2002.
Barn þeirra:
1. Jón Ólafur Þorsteinsson, f. 13. september 1948.
II. Kona Þorsteins, (29. júlí 1950), var Ingunn Sigurðardóttir húsfreyja frá Norðurbæ á Kirkjubæ, f. 7. júlí 1926.
Barn þeirra er
1. Sigrún Þorsteinsdóttir húsfreyja og sjúkraliði, f. 30. ágúst 1957.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Morgunblaðið 9. ágúst 2012. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.