Ingólfur Guðmundsson (Steinum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Ingólfur Guðmundsson í Steinum, matreiðslumaður frá Lómatjörn í Eyjafirði fæddist 12. febrúar 1910 og lést 10. október 1987.
Foreldrar hans voru Valgerður Jóhannesdóttir húsfreyja á Lómatjörn, f. 15. október 1875, d. 7. desember 1965, og maður hennar Guðmundur Sæmundsson, útvegsbóndi, bóndi, f. 9. júní 1961, d. 31. október 1949. Ingólfur var með foreldrum sínum í æsku, fór ungur til sjós, varð matsveinn og vann við þá iðn lengst af.
Hann stundaði sjó í Eyjum, kenndi matreiðslu um skeið. Ingólfur kvæntist Jónínu Sigrúnu í janúar 1941 og eignaðist með henni Helgu Þórunni á því ári. Þau bjuggu í Steinum 1945, fluttust til Reykjavíkur 1948. Þau eignuðust Guðmundu Öldu 1952.
Þau bjuggu í Reykjavík meðan báðum entist líf.
Jónína Sigrún lést 1980.
Ingólfur bjó síðast hjá Guðmundu Öldu dóttur sinni á Álftanesi, lést 1987.

Kona Ingólfs, (5. janúar 1941), var Jónína Sigrún Helgadóttir húsfreyja frá Steinum, f. 19. apríl 1908, d. 17. apríl 1980.
Börn þeirra voru:
1. Helga Þórunn Ingólfsdóttir húsfreyja, f. 30. janúar 1941 í Steinum, síðar í Grindavík og Reykjanesbæ.
2. Guðmunda Alda Ingólfsdóttir húsfreyja, f. 7. maí 1952, síðar á Álftanesi.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.