„Lilja Þorkelsdóttir (Reynistað)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Guðmundína ''Lilja'' Þorkelsdóttir''' frá Reynistað, húsfreyja í Reykjavík fæddist 14. júní 1908 á Vegamótum og lést 9. júlí 1995 í Skjóli ...)
 
m (Verndaði „Lilja Þorkelsdóttir (Reynistað)“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 13. september 2015 kl. 21:30

Guðmundína Lilja Þorkelsdóttir frá Reynistað, húsfreyja í Reykjavík fæddist 14. júní 1908 á Vegamótum og lést 9. júlí 1995 í Skjóli í Reykjavík.
Foreldrar hennar voru Þorkell Sæmundsson útgerðarmaður, sjómaður, síðar múrari á Reynistað, f. 27. september 1878 í Nikulásarhúsi í Fljótshlíð, d. 2. maí 1963, og kona hans Oktavía Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 18. maí 1882, d. 29. september 1960.

Systkini Lilju voru:
1. Haraldur Þorkelsson járnsmiður, f. 23. september 1901, d. 13. september 1991.
2. Ágústa Olga Þorkelsdóttir húsfreyja, f. 25. ágúst 1909, d. 14. nóvember 2003.
3. Ísleifur Þorkelsson innheimtumaður, f. 6. desember 1915, d. 16. ágúst 1987.
4. Þórarinn Júlíus Þorkelsson húsgagnasmiður, f. 18. maí 1917, d. 12. júlí 1988.
5. Skúli Þorkelsson rakari, f. 27. júlí 1921, d. 10. febrúar 2003.

Lilja var með fjölskyldu sinni á Vegamótum og síðan Reynistað í æsku.
Hún var með þeim 1924 með nýfætt barn sitt og þar var Ólafur Davíðsson lausamaður. Þau bjuggu hjá foreldrum hennar við giftingu 1928, á Bárustíg 29 1930, fluttust til Reykjavíkur. Þar bjó Lilja síðan.

Lilja var tvígift.
I. Fyrri maður hennar, (13. október 1928), var Ólafur Davíðsson frá Akranesi, skipstjóri, f. 23. desember 1901 á Hvítanesi í Skilmannahreppi, d. 11. ágúst 1943.
Barn þeirra var
1. Oktavía Þóra Ólafsdóttir, f. 27. júní 1924 á Reynistað, d. 16. mars 2014.

II. Síðari maður Lilju var Stefán Þórðarson frá Súgandafirði, starfsmaður hjá Reykjavíkurhöfn og síðan hjá verslun Ellingsens, f. 30. október 1914, d. 28. desember 2004.
Börn þeirra:
2. Ólöf Stefánsdóttir, f. 3. nóvember 1946.
3. Þóra María Stefánsdóttir, f. 9. desember 1949.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.