Ágústa Olga Þorkelsdóttir (Reynistað)
Ágústa Olga Þorkelsdóttir húsfreyja fæddist 25. ágúst 1909 á Vegamótum og lést 14. nóvember 2003 á Sólvangi í Hafnarfirði.
Foreldrar hennar voru Þorkell Sæmundsson útgerðarmaður, sjómaður, síðar múrari á Reynistað, f. 27. september 1878 í Nikulásarhúsi í Fljótshlíð, d. 2. maí 1963, og kona hans Oktavía Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 18. maí 1882, d. 29. september 1960.
Systkini Ágústu Olgu voru:
1. Haraldur Þorkelsson járnsmiður, f. 23. september 1901, d. 13. september 1991.
2. Guðmundína Lilja Þorkelsdóttir húsfreyja, f. 4. júní 1908 á Vegamótum, síðast í Reykjavík, d. 9. júlí 1995.
3. Ísleifur Þorkelsson innheimtumaður, f. 6. desember 1915, d. 16. ágúst 1987.
4. Þórarinn Júlíus Þorkelsson leikmyndasmiður og dyravörður, f. 18. maí 1917, d. 12. júlí 1988.
5. Skúli Þorkelsson hárskeri, f. 27. júlí 1921, d. 10. febrúar 2003.
Ágústa Olga var með foreldrum sínum í æsku. Hún giftist Einari Marinó 1930 og bjó með honum á Reynistað. Þau fluttust til Reykjavíkur 1937 og bjuggu þar, en Ágústa Olga dvaldi að síðustu á Sólvangi í Hafnarfirði. Hún lést þar 2003.
Maður Ágústu Olgu, (8. nóvember 1930), var Einar Marinó Steingrímsson sjómaður, verkamaður, f. 26. janúar 1903, d. 7. apríl 1970.
Börn þeirra voru:
1. Helga Guðrún Einarsdóttir húsfreyja, hárgreiðslumeistari, verslunarmaður, f. á Reynistað 15. febrúar 1931, d. 10. ágúst 2014. Maður hennar var Gísli Árnason, f. 13. október 1928, d. 27. janúar 1998.
2. Laufey Hrefna Einarsdóttir húsfreyja, f. 7. janúar 1938. Maður hennar er Jóhann Guðmundsson, f. 14. nóvember 1936.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Morgunblaðið 21. nóvember 2003. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.