Skúli Þorkelsson (Reynistað)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Skúli Þorkelsson hárskeri frá Reynistað fæddist 27. júlí 1921 og lést 10. febrúar 2003.
Foreldrar hans voru Þokell Sæmundsson sjómaður, útgerðarmaður, múrari á Reynistað, f. 27. september 1878, d. 2. maí 1963, og kona hans Oktavía Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 18. maí 1882, d. 29. september 1960.

Systkini Skúla voru:
1. Haraldur Þorkelsson járnsmiður, f. 23. september 1901, d. 13. september 1991.
2. Guðmundína Lilja Þorkelsdóttir húsfreyja, f. 4. júní 1908 á Vegamótum, síðast í Reykjavík, d. 9. júlí 1995.
3. Ágústa Olga Þorkelsdóttir húsfreyja, f. 25. ágúst 1909, d. 14. nóvember 2003.
4. Ísleifur Þorkelsson innheimtumaður, f. 6. desember 1915, d. 16. ágúst 1987.
5. Þórarinn Júlíus Þorkelsson leikmyndasmiður og dyravörður, f. 18. maí 1917, d. 12. júlí 1988.

Skúli var með fjölskyldu sinni á Reynistað, fluttist til Reykjavíkur með henni 1937.
Hann lærði hárskeraiðn og var rakarameistari í Reykjavík.
Þau Sigríður eignuðust 2 drengi, Ólaf Valberg og Ásbjörn.

Kona Skúla var Sesselja Sigríður Ásbjörnsdóttir húsfreyja frá Borgarnesi, f. 15. maí 1922, d. 2. maí 2001.
Börn þeirra eru:
1. Ólafur Valberg Skúlason hótelstjóri, f. 23. ágúst 1943.
2. Ásbjörn Skúlason starfsmaður Eimskips, f. 14. október 1955.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Borgfirzkar æviskrár. Margir höfundar. Sögufélag Borgarfjarðar 1969-2007.
  • Fríða Björg Þórarinsdóttir.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.