Oktavía Þóra Ólafsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Oktavía Þóra Ólafsdóttir.

Oktavía Þóra Ólafsdóttir fæddist 27. júní 1924 á Reynistað og lést 16. mars 2014.
Foreldrar hennar voru Ólafur Davíðsson frá Akranesi, sjómaður, skipstjóri, f. 23. desember 1901 á Ósi í Borgarfjarðarsýslu, d. 11. ágúst 1943 af slysförum, og kona hans Guðmundína Lilja Þorkelsdóttir frá Reynistað, húsfreyja, f. 14. júní 1908 á Vegamótum, d. 9. júlí 1905 í Reykjavík.

Oktavía Þóra var með foreldrum sínum, á Reynistað, á Bárustíg 1930 og í Sunnuhlíð við Vesturveg 30, fluttist með þeim til Reykjavíkur.
Þau Jón giftu sig, eignuðust tvö börn.
Jón lést 2001 og Oktavía Þóra 2014.

I. Maður hennar var Jón Magnús Finnbogason iðnverkamaður, f. 21. mars 1921, d. 19. janúar 2001. Foreldrar hans voru Finnbogi Jónsson, f. 29. júní 1892, d. 1. nóvember 1974, og Ingibjörg Magnúsdóttir húsfreyja, f. 20. mars 1893, d. 20. júní 1970.
1. Finnbogi Þórir Jónsson, f. 13. júlí 1947.
2. Ingibjörg Jónsdóttir, f. 20. mars 1949, d. 11. júlí 2023.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.