„Saga Vestmannaeyja I./ III. Kirkja, 5. hluti“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
(4 millibreytingar ekki sýndar frá sama notandanum) | |||
Lína 29: | Lína 29: | ||
Landakirkja hafði verið skreytt að innan miklum útskurði. Segir séra Jón Austmann í sóknarlýsingu sinni, að kirkjan hafi verið álitin eitthvert hið prýðilegasta musteri hér á landi, sökum síns mikilsverða og fágæta útskurðarverks og myndanna. Þessi útskurður var allur tekinn úr kirkjunni eins og áður segir, er henni var breytt, og útskurðarverkið selt á uppboði til eldiviðar eftir skipun umráðamanna kirkjunnar. Burtu var og tekinn kórdyraumbúningurinn. Þetta gamla þótti eigi eiga við hinn nýja tíma. Prestssætin, er voru báðum megin við altari, voru og tekin⁷²).<br> | Landakirkja hafði verið skreytt að innan miklum útskurði. Segir séra Jón Austmann í sóknarlýsingu sinni, að kirkjan hafi verið álitin eitthvert hið prýðilegasta musteri hér á landi, sökum síns mikilsverða og fágæta útskurðarverks og myndanna. Þessi útskurður var allur tekinn úr kirkjunni eins og áður segir, er henni var breytt, og útskurðarverkið selt á uppboði til eldiviðar eftir skipun umráðamanna kirkjunnar. Burtu var og tekinn kórdyraumbúningurinn. Þetta gamla þótti eigi eiga við hinn nýja tíma. Prestssætin, er voru báðum megin við altari, voru og tekin⁷²).<br> | ||
Frá því er sýslumaður eyjanna tók þar við jarðaumboðinu á öndverðri 19. öld, var það hans að annast fjárreiður og reikningshald kirkjunnar, er kaupmennirnir höfðu hingað til haft. Tekjur kirkjunnar runnu í Jarðabókarsjóð, er annaðist öll útgjöld, og gerð reikningsskil fyrir þessu sér. Með rentuk.br til amtm. 31. maí 1823⁷³) er ákveðið, að reikningar kirkjunnar skuli frá 1. jan. 1823 gerðir fyrir heilt ár í senn og miðast við almanaksárið, og bar að senda reikningana rentukammerinu í Kaupmannahöfn til úrskurðar með fyrstu skipum, er fóru frá Íslandi til Kaupmannahafnar.<br> | Frá því er sýslumaður eyjanna tók þar við jarðaumboðinu á öndverðri 19. öld, var það hans að annast fjárreiður og reikningshald kirkjunnar, er kaupmennirnir höfðu hingað til haft. Tekjur kirkjunnar runnu í Jarðabókarsjóð, er annaðist öll útgjöld, og gerð reikningsskil fyrir þessu sér. Með rentuk.br til amtm. 31. maí 1823⁷³) er ákveðið, að reikningar kirkjunnar skuli frá 1. jan. 1823 gerðir fyrir heilt ár í senn og miðast við almanaksárið, og bar að senda reikningana rentukammerinu í Kaupmannahöfn til úrskurðar með fyrstu skipum, er fóru frá Íslandi til Kaupmannahafnar.<br> | ||
Síðasti kaupmaðurinn, er hafði fjárhald kirkjunnar á eyjunum með umboðinu, var [[W. Petræus]]. Kirkjan átti til góða hjá dánarbúi hans 1823: 694 rd. 82½ sk. Fól rentukammerið amtmanni að innheimta þetta, sem og eftirstöðvar af Jarðabókarsjóðstekjum, og mun eigi hafa á því staðið.<br> | Síðasti kaupmaðurinn, er hafði fjárhald kirkjunnar á eyjunum með umboðinu, var [[Westy Petreus|W. Petræus]]. Kirkjan átti til góða hjá dánarbúi hans 1823: 694 rd. 82½ sk. Fól rentukammerið amtmanni að innheimta þetta, sem og eftirstöðvar af Jarðabókarsjóðstekjum, og mun eigi hafa á því staðið.<br> | ||
Landakirkja var talin eign konungs, og á framfæri konungssjóðs (Jarðabókarsjóðs) frá 1722 til 1874, er hún varð eign landssjóðs. — Í vísitasíugerð kirkjunnar frá 1899 segir, að söfnuðurinn hafi í huga að taka kirkjuna að sér og verði útkljáð um það mál þegar á næsta þingi. Var þess heldur eigi lengi að bíða. Með lögum nr. 48, 20. des. 1901 var stjórninni veitt heimild til að selja söfnuðinum í Vestmannaeyjasókn í Rangárvallaprófastsdæmi fjárhald Vestmannaeyjakirkju með þeim kjörum, að henni fylgi 6500 kr.⁷⁴)<br> | Landakirkja var talin eign konungs, og á framfæri konungssjóðs (Jarðabókarsjóðs) frá 1722 til 1874, er hún varð eign landssjóðs. — Í vísitasíugerð kirkjunnar frá 1899 segir, að söfnuðurinn hafi í huga að taka kirkjuna að sér og verði útkljáð um það mál þegar á næsta þingi. Var þess heldur eigi lengi að bíða. Með lögum nr. 48, 20. des. 1901 var stjórninni veitt heimild til að selja söfnuðinum í Vestmannaeyjasókn í Rangárvallaprófastsdæmi fjárhald Vestmannaeyjakirkju með þeim kjörum, að henni fylgi 6500 kr.⁷⁴)<br> | ||
Aðgerðin, sem kirkjan fékk 1856—57, var mjög dýr, svo að 1860 var skuld kirkjunnar 3426 rd. 1877 og 1879 höfðu og farið fram aðgerðir á kirkjunni, sbr. ráðgjafabr. 12. des. 1876 og 17. apríl 1879, Stjrt. 1877, 39 og 1879, 57. Um 1890 var turn kirkjunnar, er hafði verið settur á hana 1856, járnklæddur og sett á hann krossmark.<br> | Aðgerðin, sem kirkjan fékk 1856—57, var mjög dýr, svo að 1860 var skuld kirkjunnar 3426 rd. 1877 og 1879 höfðu og farið fram aðgerðir á kirkjunni, sbr. ráðgjafabr. 12. des. 1876 og 17. apríl 1879, Stjrt. 1877, 39 og 1879, 57. Um 1890 var turn kirkjunnar, er hafði verið settur á hana 1856, járnklæddur og sett á hann krossmark.<br> | ||
<center>[[Mynd:Saga Vestm. I., 280ea.jpg|ctr|300px]]</center><br> | |||
<small><center>''[[Landakirkja]], önnur elzta kirkja landsins, um 167 ára''.</center></small> | |||
Reist hefir verið fordyri við kirkjuna. Sett í hana miðstöðvarhitun og hún raflýst. Stórt orgelharmoníum frá 1927. Árið 1877 eignaðist kirkjan fyrst orgel. Gefandinn var [[J.P.T. Bryde]] kaupmaður. — Fyrir samskot eyjabúa var sendur ungur maður til Reykjavíkur til að læra organslátt, [[Sigfús Árnason]] frá [[Vilborgarstaðir|Vilborgarstöðum]], síðar alþingismaður. Sigfús var þannig fyrsti organleikarinn við Landakirkju og starfaði þar lengi og síðar sonur hans, [[Brynjólfur Sigfússon]] kaupmaður, í 37 ár, til 1941, og stjórnaði söngflokk kirkjunnar. Tók þá við organleikarastarfinu [[Helgi Þorláksson]] barnakennari. Hreppstjórar voru kirkjuhaldarar og oft meðhjálparar. [[Árni Einarsson]] á Vilborgarstöðum var lengi meðhjálpari og [[Sveinn P. Scheving]] seinna og sóknarnefndarformaður. Nú [[Þórður H. Gíslason]]. Hringjari er [[Kristján Ingimundarson]]. Formaður sóknarnefndar nú er [[Steingrímur Benediktsson]].<br> | Reist hefir verið fordyri við kirkjuna. Sett í hana miðstöðvarhitun og hún raflýst. Stórt orgelharmoníum frá 1927. Árið 1877 eignaðist kirkjan fyrst orgel. Gefandinn var [[J.P.T. Bryde]] kaupmaður. — Fyrir samskot eyjabúa var sendur ungur maður til Reykjavíkur til að læra organslátt, [[Sigfús Árnason]] frá [[Vilborgarstaðir|Vilborgarstöðum]], síðar alþingismaður. Sigfús var þannig fyrsti organleikarinn við Landakirkju og starfaði þar lengi og síðar sonur hans, [[Brynjólfur Sigfússon]] kaupmaður, í 37 ár, til 1941, og stjórnaði söngflokk kirkjunnar. Tók þá við organleikarastarfinu [[Helgi Þorláksson]] barnakennari. Hreppstjórar voru kirkjuhaldarar og oft meðhjálparar. [[Árni Einarsson]] á Vilborgarstöðum var lengi meðhjálpari og [[Sveinn P. Scheving]] seinna og sóknarnefndarformaður. Nú [[Þórður H. Gíslason]]. Hringjari er [[Kristján Ingimundarson]]. Formaður sóknarnefndar nú er [[Steingrímur Benediktsson]].<br> | ||
1941 var stofnað [[Kvenfélag Landakirkju]] í því skyni að beita sér fyrir fjársöfnun til að koma upp girðingum umhverfis kirkjuna m.m. Forstöðukona frú [[Jarþrúður Johnsen]].<br> | 1941 var stofnað [[Kvenfélag Landakirkju]] í því skyni að beita sér fyrir fjársöfnun til að koma upp girðingum umhverfis kirkjuna m.m. Forstöðukona frú [[Jarþrúður Johnsen]].<br> | ||
Lína 105: | Lína 111: | ||
5. býli: Jón Ögmundsson og kona hans Helga Jónsdóttir, | 5. býli: Jón Ögmundsson og kona hans Helga Jónsdóttir, | ||
2 í heimili.<br> | 2 í heimili.<br> | ||
6. býli: Oddur | 6. býli: Oddur Guðmundsson¹) og kona hans Ingveldur Magnúsdóttir, 6 í heimili. <br> | ||
7. býli: Árni Þorbjörnsson og kona hans Margrét Magnúsdóttir, 3 í heimili.<br> | 7. býli: Árni Þorbjörnsson og kona hans Margrét Magnúsdóttir, 3 í heimili.<br> | ||
8. býli: Sigurður Guðnason og kona hans Guðrún Magnúsdóttir, 4 í heimili.<br> | 8. býli: Sigurður Guðnason og kona hans Guðrún Magnúsdóttir, 4 í heimili.<br> | ||
Lína 151: | Lína 157: | ||
Prestsverkin skiptust milli prestanna eftir sóknunum.<br> | Prestsverkin skiptust milli prestanna eftir sóknunum.<br> | ||
Eftir að Landakirkja var byggð, mun það alltaf hafa verið venja, að báðir prestarnir framkvæmdu messugerðina. Sté annar í stólinn og hinn söng fyrir altari. Frásagnir eru um það, að aðkomumönnum hafi oft þótt mikið koma til messugerðarinnar í Landakirkju. Prestssætin voru útskornir mjög vandaðir stólar sinn hvorum megin kórsins.<br> | Eftir að Landakirkja var byggð, mun það alltaf hafa verið venja, að báðir prestarnir framkvæmdu messugerðina. Sté annar í stólinn og hinn söng fyrir altari. Frásagnir eru um það, að aðkomumönnum hafi oft þótt mikið koma til messugerðarinnar í Landakirkju. Prestssætin voru útskornir mjög vandaðir stólar sinn hvorum megin kórsins.<br> | ||
[[Prestasteinn]] heitir ennþá klettur einn lítill miðsvegar milli Ofanleitis og Kirkjubæjar. Sagt er, að eyjaprestar hafi fyrrum, áður en Landakirkja var byggð, þar „converserað og drukkið saman, þá hver fylgdi öðrum frá sínu heimili, er hvor embættaði á annars kirkju og communiceruðu“. Við [[Hvíld]] á veginum frá Ofanleiti til kirkju hvíldi Ofanleitisprestur sig. [[Drengjavarða]] var skammt fyrir ofan Hvíld; hlóðu hana og héldu við fermingarbörn, er gengu til prestsins að Ofanleiti. Í skúta við kirkjuvörðu skammt fyrir ofan kirkju lét Ofanleitisprestur gönguskó og utanhafnarplögg sín, áður en hann fór í kirkju.</big> | [[Prestasteinn]] heitir ennþá klettur einn lítill miðsvegar milli Ofanleitis og Kirkjubæjar. Sagt er, að eyjaprestar hafi fyrrum, áður en Landakirkja var byggð, þar „converserað og drukkið saman, þá hver fylgdi öðrum frá sínu heimili, er hvor embættaði á annars kirkju og communiceruðu“. Við [[Hvíld]] á veginum frá Ofanleiti til kirkju hvíldi Ofanleitisprestur sig. [[Drengjavarða]] var skammt fyrir ofan Hvíld; hlóðu hana og héldu við fermingarbörn, er gengu til prestsins að Ofanleiti. Í skúta við kirkjuvörðu skammt fyrir ofan kirkju lét Ofanleitisprestur gönguskó og utanhafnarplögg sín, áður en hann fór í kirkju.<br></big> | ||
¹) <small> Oddur Ögmundsson, (Heimaslóð).</small> | |||
Tilvísanir og umfjöllun neðanmáls í þessum kafla:<br> | Tilvísanir og umfjöllun neðanmáls í þessum kafla:<br> |
Núverandi breyting frá og með 13. febrúar 2014 kl. 13:36
Sú hafði verið venja hér á landi, að kirkjugarðar væru umhverfis kirkjurnar, en Landakirkja hin nýja var reist á flöt einni nokkuð vestur af kirkjugarðinum. Var umhverfis hana sett trégirðing, er kostaði 100 rd. Má vera, að Landakirkja sé fyrsta kirkjan hér á landi, er reist var utan kirkjugarðs⁶⁸).
Ástæðan fyrir því, að kirkjan var færð, hefir verið sú, að gamla kirkjan var uppistandandi og messað í henni meðan hin var í smíðum, sbr. síðustu vísitasíu gömlu kirkjunnar frá 9. ágúst 1774.
Óneitanlega hefir þessu veglega guðshúsi verið valinn prýðilegur staður, einhver hinn fegursti, sem völ er á, í mátulegri fjarlægð frá kaupstaðnum á rennisléttri grund. Kirkjan er önnur elzta kirkja hér á landi, lítið eitt yngri en Hólakirkja og fám árum eldri en Bessastaðakirkja, er danska stjórnin einnig lét byggja fyrir sinn reikning. Landakirkja kostaði uppkomin 5147 rd. auk þess lítilræðis, sem inn kom við sölu á braki og timbri úr gömlu kirkjunni.
Til er vísitasíugerð hinnar nýju kirkju frá 20. júní 1780 og vísar hún til fyrri vísitasíugerðar frá 29. júní 1778, en hana vantar í vísitasíubókina og sennilega fleiri frá árinu 1778, því eigi finnst þar nema ein vísitasíugerð úr öllu prófastsdæminu umgetið ár, vísitasía Stóradalskirkju. Lítur út fyrir, að kirkjan hafi verið fullsmíðuð og farið að nota hana til messugerða 1778.
1856—57 voru gerðar miklar endurbætur á kirkjunni að innan, veggir kalkaðir, er verið höfðu hrjúfir, en þeir voru byggðir úr höggnu grjóti og hraungrýti og kalk í og mjög þykkir, ris mikið og há hvelfing í kirkjunni, klukkuport á austurgafli. Á þessum árum var settur turn á kirkjuna, sætum var bætt við bæði í kórnum og komið fyrir stúkusætum uppi, er kallað var salir. Söngpallur var settur og hvelfing kirkjunnar klædd og prýdd. Prédikunarstóllinn endurnýjaður og færður yfir altarið, eins og hann er nú. Var búið að taka gamla prédikunarstólinn úr kirkjunni 1838. Fyrir kórnum höfðu verið dyr og umgerðin öll um kórinn með miklum og fögrum útskurði. Var það harmað af mörgum, að þetta mikla skraut var allt tekið úr kirkjunni og mun hafa eyðilagzt að mestu.
Eftir kirkjuviðgerðina 1857 skrifaði sóknarpresturinn sýslumanni og lagði bann við því, að í kórnum fái aðgang: 1) lögfallnir menn, 2) drengjaríll og 3) drykkjumenn, og tilnefndir nokkrir menn í eyjunum, sem eigi séu þess verðir að fá að sitja í kór⁶⁹).
Um kirkjugarðinn eru ákvæði frá 1778. Hlið skyldi vera fyrir með góðri læsingu, hlaðinn garður úr torfi og grjóti var umhverfis kirkjugarðinn. Skyldi þess vandlega gætt, að skepnur kæmust þar ekki inn. Í vísitasíunni frá 9. ágúst 1774 segir, að gamli kirkjugarðurinn skuli standa áfram við hefð og gildi.
Landakirkja er meðal hinna veglegustu kirkna landsins, og hún er eins og áður segir önnur elzta kirkja landsins. Hún er betur búin að kirkjugripum en flestar eða allar aðrar kirkjur hér á landi. Margra gripanna er getið áður, en skal lýst hér nánar.
Kirkjan á tvær kirkjuklukkur úr kopar, ber önnur ártalið 1619, en hin 1743. Á þeim er mjög vandað smíði með upphleyptum myndum. Klukkur þessar voru langstærstu kirkjuklukkur hér á landi, unz fyrir fáum árum nýju kirkjuklukkurnar í katólsku kirkjunni í Landakoti í Reykjavík komu til sögunnar.
Altarisstjakarnir úr skyggðum eiri eru 45 cm á hæð og 39 á breidd um fótstallinn, og eru frá 1642. Gefandinn Christen kaupmaður Christensen. — Hinir tveir altarisstjakarnir eru 48 cm á hæð. Þá gaf Hans Jensen Klog kaupmaður 1766.
Kirkjuhjálmarnir tveir, er áður getur, 16 og 12 arma úr skyggðum eiri, munu vera fegurstu kirkjuhjálmar hér á landi. Stærri hjálminn gaf Hans Nansen borgarstjóri í Kaupmannahöfn 1662. Minni hjálmurinn er smíðaður hér.
Þá er og einn 6 arma hjálmur, á honum er ekki ártal, og hefir verið talið allt ókunnugt um uppruna hans og aldur. En víst er, að þetta er sami hjálmurinn og Johan Roebring kaupmaður gaf kirkjunni, meðan hann var hér kirkjuhaldari 1639—1641. Þessa sama manns er getið sem gefanda til kirkjunnar 1638 og 1640. Um þennan síðasttalda ljósahjálm hafði sú sögn gengið hér í eyjunum, að hann hefði verið gefinn hingað af Tyrkjum sjálfum. Sjálfsagt til að bæta fyrir gamlar syndir.
Tvíarmaðir messingstjakar með ágröfnu nafni Guttorms Andersen 1662.
Kirkjan á nú einn silfurkaleik með tilheyrandi patínu og patínudúk. Samkvæmt eldri skránum voru kaleikarnir tveir.
Skírnarfontur úr eiri, 90 cm á hæð, frá 1749, með tinskál frá árinu 1640 með áletrun⁷⁰)
Altaristaflan sýnir vitringana frá Austurlöndum, er koma að fagna hinum nýfædda frelsara. Í kórnum hangir gamalt málverk: Jesús blessar ungbörnin. Bæði þessi málverk munu vera eftirmyndir gerðar eftir gömlum málverkum, er kirkjan átti, er vera munu myndir þær, er Hans Würst kaupmaður gaf kirkjunni 1674. Gömlu myndirnar voru sendar til Kaupmannahafnar 1847 eða 1848, og fól innanríkisráðuneytið sögumálaranum Wegener að mála ný málverk á „Mahogni“ eftir gömlu fyrirmyndunum. Málverkin komu aftur til eyja vorið 1849. Málaranum var greitt fyrir verk sitt 200 rd.⁷¹). Þriðja málverkið átti kirkjan, kvöldmáltíðarsakramentið, málað á tré, talið málað af íslenzkum málara á 18. öld. Það er nú á Forngripasafninu í Reykjavík. Eftirmynd máluð af Engilbert Gíslasyni fengin kirkjunni í staðinn.
Tveir silfurskildir hanga í kórnum. Eldri skjöldurinn er gerður til minningar um séra Jón Austmann prest að Ofanleiti, d. 1858, og konu hans Þórdísi Magnúsdóttur. Skjöldinn smíðaði Magnús Eyjólfsson silfursmiður í Vestmannaeyjum, og var skjöldurinn gjöf frá eyjabúum. Hinn skjöldurinn er til minningar um þau séra Oddgeir Guðmundsen sóknarprest að Ofanleiti, d. 1924, og konu hans Önnu Guðmundsdóttur. Skjöldurinn er gerður af Baldvini Björnssyni silfursmið, gefinn af eyjamönnum.
Kertabogi er milli framkirkju og kórs. Var kveikt á boganum á stórhátíðum.
Altarisklæði úr rauðu plussi frá 1836. Gamla altarisklæðið, er kirkjan átti, gefið henni 1695, hefir verið afhent Þjóðminjasafninu. Það er úr flaueli með vírbaldíruðum blómsveig á miðjunni og innan í honum stafirnir I.H.S. (Jesus Hominum Soter), Jesús frelsari mannanna.
Dúka á altari gáfu húsfreyjurnar Sigríður Johnsen og Ólöf Lárusdóttir. Í vísitasíu frá 1764 er sagt, að jómfrú Sigríður Arngrímsdóttir á Kirkjubæ hafi gefið kirkjunni korpóralsdúk með breiðum knipplingum, „þá hún fari úr þessu byggðarlagi upp á fastalandið“.
Prestsskrúði kirkjunnar er hinn vandaðasti. Kirkjan á gamlan og fagran hökul.
Á Þjóðminjasafninu eru bakstursöskjur úr Landakirkju. Þær eru úr silfri og drifnar umhverfis og á loki rósastrengir með blöðum og blómum í skábogastíl. Öskjurnar eru frá 1669.
Í Landakirkju voru fram undir miðja 19. öld til útskornar standmyndir af öllum postulunum. Þær voru sendar til Reykjavíkur áður en Þjóðminjasafnið var sett á stofn. Munu þær að líkindum hafa verið sendar til Danmerkur, en ekkert er vitað um þær síðan.
Guðbrandsbiblíu átti kirkjan í mjög vönduðu bandi með látúnsspennum. Hún var seld að ráði prófasts nokkru eftir aldamótin síðustu. Mun þetta vera sama biblían og um getur í vísitasíu 22. sept. 1690.
Landakirkja hafði verið skreytt að innan miklum útskurði. Segir séra Jón Austmann í sóknarlýsingu sinni, að kirkjan hafi verið álitin eitthvert hið prýðilegasta musteri hér á landi, sökum síns mikilsverða og fágæta útskurðarverks og myndanna. Þessi útskurður var allur tekinn úr kirkjunni eins og áður segir, er henni var breytt, og útskurðarverkið selt á uppboði til eldiviðar eftir skipun umráðamanna kirkjunnar. Burtu var og tekinn kórdyraumbúningurinn. Þetta gamla þótti eigi eiga við hinn nýja tíma. Prestssætin, er voru báðum megin við altari, voru og tekin⁷²).
Frá því er sýslumaður eyjanna tók þar við jarðaumboðinu á öndverðri 19. öld, var það hans að annast fjárreiður og reikningshald kirkjunnar, er kaupmennirnir höfðu hingað til haft. Tekjur kirkjunnar runnu í Jarðabókarsjóð, er annaðist öll útgjöld, og gerð reikningsskil fyrir þessu sér. Með rentuk.br til amtm. 31. maí 1823⁷³) er ákveðið, að reikningar kirkjunnar skuli frá 1. jan. 1823 gerðir fyrir heilt ár í senn og miðast við almanaksárið, og bar að senda reikningana rentukammerinu í Kaupmannahöfn til úrskurðar með fyrstu skipum, er fóru frá Íslandi til Kaupmannahafnar.
Síðasti kaupmaðurinn, er hafði fjárhald kirkjunnar á eyjunum með umboðinu, var W. Petræus. Kirkjan átti til góða hjá dánarbúi hans 1823: 694 rd. 82½ sk. Fól rentukammerið amtmanni að innheimta þetta, sem og eftirstöðvar af Jarðabókarsjóðstekjum, og mun eigi hafa á því staðið.
Landakirkja var talin eign konungs, og á framfæri konungssjóðs (Jarðabókarsjóðs) frá 1722 til 1874, er hún varð eign landssjóðs. — Í vísitasíugerð kirkjunnar frá 1899 segir, að söfnuðurinn hafi í huga að taka kirkjuna að sér og verði útkljáð um það mál þegar á næsta þingi. Var þess heldur eigi lengi að bíða. Með lögum nr. 48, 20. des. 1901 var stjórninni veitt heimild til að selja söfnuðinum í Vestmannaeyjasókn í Rangárvallaprófastsdæmi fjárhald Vestmannaeyjakirkju með þeim kjörum, að henni fylgi 6500 kr.⁷⁴)
Aðgerðin, sem kirkjan fékk 1856—57, var mjög dýr, svo að 1860 var skuld kirkjunnar 3426 rd. 1877 og 1879 höfðu og farið fram aðgerðir á kirkjunni, sbr. ráðgjafabr. 12. des. 1876 og 17. apríl 1879, Stjrt. 1877, 39 og 1879, 57. Um 1890 var turn kirkjunnar, er hafði verið settur á hana 1856, járnklæddur og sett á hann krossmark.
Reist hefir verið fordyri við kirkjuna. Sett í hana miðstöðvarhitun og hún raflýst. Stórt orgelharmoníum frá 1927. Árið 1877 eignaðist kirkjan fyrst orgel. Gefandinn var J.P.T. Bryde kaupmaður. — Fyrir samskot eyjabúa var sendur ungur maður til Reykjavíkur til að læra organslátt, Sigfús Árnason frá Vilborgarstöðum, síðar alþingismaður. Sigfús var þannig fyrsti organleikarinn við Landakirkju og starfaði þar lengi og síðar sonur hans, Brynjólfur Sigfússon kaupmaður, í 37 ár, til 1941, og stjórnaði söngflokk kirkjunnar. Tók þá við organleikarastarfinu Helgi Þorláksson barnakennari. Hreppstjórar voru kirkjuhaldarar og oft meðhjálparar. Árni Einarsson á Vilborgarstöðum var lengi meðhjálpari og Sveinn P. Scheving seinna og sóknarnefndarformaður. Nú Þórður H. Gíslason. Hringjari er Kristján Ingimundarson. Formaður sóknarnefndar nú er Steingrímur Benediktsson.
1941 var stofnað Kvenfélag Landakirkju í því skyni að beita sér fyrir fjársöfnun til að koma upp girðingum umhverfis kirkjuna m.m. Forstöðukona frú Jarþrúður Johnsen.
Hér starfar K.F.U.M., stofnað 1924, forstöðumaður séra Sigurjón Árnason, og K.F.U.K., stofnað 1926, forstöðukona Hólmfríður Jónsdóttir. Samkomuhús félaganna var byggt 1926.
Sjómannastofa hefir starfað hér síðan 1929.
Þegar bæði prestaköllin í Vestmannaeyjum voru sameinuð í eitt árið 1837, var sóknarskiptingin sú, er hér fer á eftir. Mun sama sóknarskiptingin hafa gilt hér lengi að því er jarðirnar snertir og líklega frá þeim tíma, að kirkjurnar voru tvær. Það má sjá, að sú sóknarskipting hefir gilt t.d. 1606⁷⁵).
Til Ofanleitissóknar töldust 1837:
Stakkagerði eystra: Húsráðendur Jón Gíslason bóndi og kona hans Sesselja Sigurðardóttir yfirsetukona, 4 í heimili.
—vestra: Vigfús Bergsson bóndi og kona hans Sigríður Einarsdóttir, 5 í heimili.
Kornhóll: Niels Bryde kaupmaður og kona hans Birgitte Bryde, 12 í heimili.
Godthaab (tómthús): J. Kemp verzlunarstjóri og kona hans
Gyrithe Kemp, 7 í heimili.
Nöjsomhed (tómthús): H. Balbroe héraðslæknir og kona hans
Margrethe Balbroe, f. Koefod, 4 í heimili.
Gjábakki eystri: Jón Einarsson bóndi og kona hans Sigríður
Sæmundsdóttir, 5 í heimili.
—syðri: Jón Einarsson eldri og kona hans Margrét Vigfúsdóttir, 5 í heimili.
Miðhús: Sigurður Jónsson meðhjálpari og kona hans Sesselja
Helgadóttir, 5 í heimili.
Nýibær: Jón Árnason og kona hans Kristín Ögmundsdóttir, 4 í
heimili.
Stóragerði: 1. býli: Páll Jónsson og kona hans Gróa Grímsdóttir, 3 í heimili.
— 2. býli: Halldór Ásmundsson og kona hans Helga Stephánsdóttir, 5 í heimili.
Ólafshús: Guðmundur Eiríksson og kona hans Margrét Þorsteinsdóttir, 3 í heimili.
Tómthúsin:
Jónshús: S. Ringsted verzlunarstjóri og kona hans Helga Ringsted, 3 í heimili.
Kastali: Jón Þorgeirsson og kona hans Elín Einarsdóttir, 3 í
heimili.
Steinmóðshús: Steinmóður Vigfússon og kona hans Elín Guðmundsdóttir, 7 í heimili.
Ömpuhjallur: Árni Jónsson og kona hans Ingibjörg Erasmusdóttir, 3 í heimili.
Björnshjallur: Björn Björnsson og kona hans Guðrún Sigurðardóttir, 3 í heimili.
Árnahús: Árni Hafliðason og kona hans Guðný Erasmusdóttir,
3 í heimili.
Dalahjallur: Sigurður Sigurðsson, býr með bústýru, Kristínu Guðmundsdóttur, 3 í heimili.
Brandshús: Brandur Eiríksson, býr með bústýru, Solveigu Sigurðardóttur, 4 í heimili.
Beykishús: Otti Jónsson, býr með bústýru, Sigriði Nikulásdóttur, 3 í heimili.
Dalir, jörð:
1. býli: Margrét Guðmundsdóttir, ekkja, 5 í heimili.
2. býli: Einar Jónsson og kona hans Guðríður Jónsdóttir, 3 í
heimili.
3. býli: Oddur Jónsson og kona hans Ragnheiður Valtýsdóttir, 4 í heimili.
4. býli: Ólafur Jónsson og Fídes Pétursdóttir, 2 í heimili.
Ofanleiti, prestssetrið: Séra Jón Austmann og mad. Þórdís
Magnúsdóttir, 9 í heimili.
Svaðkot: Vigdís Þorbjörnsdóttir, ekkja, 4 í heimili.
Gvendarhús: Jón Símonarson og kona hans Þuríður Erasmusdóttir, 4 í heimili.
Þórlaugargerði:
1. býli: Guðrún Hallsdóttir, ekkja, 4 í heimili.
2. býli: Sigþrúður Jónsdóttir, ekkja, 6 í heimili.
Steinsstaðir: Sigurður Vigfússon og kona hans Guðrún Guðmundsdóttir, 4 í heimili.
Steinsstaðir, Nýbýli: Þorkell Jónsson og kona hans Ástríður Þorláksdóttir, 4 í heimili.
Brekkhús: Stígur Jónsson og kona hans Oddrún Sigurðardóttir, 4 í heimili.
Norðurgarður:
1. býli: Guðmundur Eyjólfsson og kona hans
Guðrún Jónsdóttir, 5 í heimili.
2. býli: Jón Jónsson og kona hans Ingibjörg Guðmundsdóttir, 4 í heimili.
Í Kirkjubæjarsókn:
Presthús:
1. býli: Anna Eiríksdóttir, ekkja, 3 í heimili.
2. býli: Gísli Jónsson hreppstjóri og kona hans Guðrún
Guðmundsdóttir, 4 í heimili.
Kirkjubær:
1. býli (prestssetrið) : Séra Páll Jónsson og mad.
Guðrún Jónsdóttir, 6 í heimili.
2. býli: Þorsteinn Þorsteinsson og kona hans Guðrún Ormsdóttir, 3 í heimili.
3. býli: Jón Sveinsson og kona hans Arnbjörg Halldórsdóttir, 3 í heimili.
4. býli: Ólafur Guðmundsson smiður og kona hans
Helga Ólafsdóttir, 3 í heimili.
5. býli: Jón Ögmundsson og kona hans Helga Jónsdóttir,
2 í heimili.
6. býli: Oddur Guðmundsson¹) og kona hans Ingveldur Magnúsdóttir, 6 í heimili.
7. býli: Árni Þorbjörnsson og kona hans Margrét Magnúsdóttir, 3 í heimili.
8. býli: Sigurður Guðnason og kona hans Guðrún Magnúsdóttir, 4 í heimili.
9. býli: Ásmundur Ásmundsson og kona hans Margrét
Guðmundsdóttir, 2 í heimili.
Búastaðir eystri: Bjarni Stefánsson og kona hans Rakel Bjarnhéðinsdóttir, 5 í heimili.
---vestri: Eyjólfur Þorbjörnsson hreppstjóri og kona hans Ragnhildur Ingimundardóttir, 3 í heimili.
Oddsstaðir vestri: Bóel Jensdóttir, sýslumannsekkja, 4 í heimili.
--- eystri: Þorbjörg Jónsdóttir, ekkja, 5 í heimili.
Vilborgarstaðir:
1. býli: Einar Sigurðsson og kona hans Vigdís
Guðmundsdóttir, 6 í heimili.
2. býli: Guðmundur Jónsson meðhjálpari og kona hans
Kristín Snorradóttir yfirsetukona, 4 í heimili.
3. býli: Jón Pálsson og kona hans Katrín Þorsteinsdóttir,
3 í heimili.
4. býli: Jóhanna Jónsdóttir, ekkja, fyrirvinna Stefán Ólafsson, 4 í heimili.
5. býli: Brynjólfur Jónsson og kona hans Guðrún Jónsdóttir, 2 í heimili.
6. býli: Jón Sigurðsson og kona hans Emerentíana Jónsdóttir, 5 í heimili.
7. býli: Magnús Ólafsson og kona hans Guðbjörg Daníelsdóttir, 6 í heimili.
8. býli: Eiríkur Eiríksson og kona hans Guðrún Runólfsdóttir, 2 í heimili.
9. býli: Gísli Ásmundsson og kona hans Helga Jónsdóttir,
3 í heimili.
Háigarður:
1. býli: Sigurður Jónsson og kona hans Björg
Brynjólfsdóttir, 4 í heimili.
2. býli: Magnús Sigurðsson, 2 í heimili.
Tómthúsin:
Fögruvellir: Guðlaugur Sigurðsson og kona hans Guðbjörg Þorsteinsdóttir, 3 í heimili.
Gómorra: Helgi Jónsson og kona hans Ragnhildur Jónsdóttir,
3 í heimili.
Hólshús: Guðmundur Þorgeirsson og kona hans Ingibjörg Einarsdóttir, 2 í heimili.
Gata: Helgi Jónsson og k. h. Þuríður Bjarnadóttir, 3 í heimili.
Kokkhús: Gísli Andrésson, 4 í heimili.
Nýjabæjarhjallur: Úlfheiður Jónsdóttir, 2 í heimili. Hólmfríðarhjallur: Hólmfríður Erlendsdóttir, 4 í heimili.
Elínarhús: Pétur Jónsson og kona hans Guðrún Eyjólfsdóttir, 3 í heimili.
Lönd:
1. býli: Jón Samúelsson og kona hans Eva Pálsdóttir, 3 í heimili.
2. býli: Jón Þorsteinsson og kona hans Vilborg Pétursdóttir.
Vesturhús eystri:
1. býli: Guðmundur Guðmundsson og kona hans Þuríður Daníelsdóttir, 2 í heimili.
2. býli: Sigmundur Jónatansson og kona hans Hólmfríður Bjarnadóttir, 4 í heimili.
Vesturhús vestri: Eyjólfur Erasmusson og kona hans Valgerður Jónsdóttir, 4 í heimili.
Prestsverkin skiptust milli prestanna eftir sóknunum.
Eftir að Landakirkja var byggð, mun það alltaf hafa verið venja, að báðir prestarnir framkvæmdu messugerðina. Sté annar í stólinn og hinn söng fyrir altari. Frásagnir eru um það, að aðkomumönnum hafi oft þótt mikið koma til messugerðarinnar í Landakirkju. Prestssætin voru útskornir mjög vandaðir stólar sinn hvorum megin kórsins.
Prestasteinn heitir ennþá klettur einn lítill miðsvegar milli Ofanleitis og Kirkjubæjar. Sagt er, að eyjaprestar hafi fyrrum, áður en Landakirkja var byggð, þar „converserað og drukkið saman, þá hver fylgdi öðrum frá sínu heimili, er hvor embættaði á annars kirkju og communiceruðu“. Við Hvíld á veginum frá Ofanleiti til kirkju hvíldi Ofanleitisprestur sig. Drengjavarða var skammt fyrir ofan Hvíld; hlóðu hana og héldu við fermingarbörn, er gengu til prestsins að Ofanleiti. Í skúta við kirkjuvörðu skammt fyrir ofan kirkju lét Ofanleitisprestur gönguskó og utanhafnarplögg sín, áður en hann fór í kirkju.
¹) Oddur Ögmundsson, (Heimaslóð).
Tilvísanir og umfjöllun neðanmáls í þessum kafla:
68) Árbók 1907
69) Sýsluskjöl V.E.
70) Í reikningsbók kirkjunnar 1640 segir svo: Madtz Lauridtzön forætt 1 Tinbechen thill döbbe.
71) Lovs. XIV, 221—222.
72) Skoðunargerð 14. júní 1837. Kirkjustóll Landakirkju, Þjóðskj.s.
73) Rentek. Isl. Copieb., 4, nr. 846.
74) 1902 átti kirkjan í sjóði 4199 kr., Prestaæfir S. Borgf.