„Ísfélag Vestmannaeyja“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
(18 millibreytingar ekki sýndar frá 6 notendum) | |||
Lína 1: | Lína 1: | ||
Ísfélag Vestmannaeyja var stofnað 1. desember árið 1901. Var félagið stofnað eftir margra ára óvissu og ringulreið í útvegsmálum Eyjamanna. Tilgangur hins nýja félags var að byggja íshús sem kæmi bæjarfélaginu að gagni. | [[Mynd:Isfelag.jpg|thumb|250px|Ísfélagshúsið]] | ||
'''Ísfélag Vestmannaeyja''' var stofnað 1. desember árið 1901. Var félagið stofnað eftir margra ára óvissu og ringulreið í útvegsmálum Eyjamanna. Tilgangur hins nýja félags var að byggja íshús sem kæmi bæjarfélaginu að gagni. | |||
== Upphaf == | == Upphaf == | ||
Það var þó nokkru fyrr sem | Það var þó nokkru fyrr sem hugmyndin vaknaði. Fyrr um haustið, 15. september 1901, var almennur fundur haldinn til að athuga með áhuga um að stofna félag með áður tilgreindum tilgangi. Kosin var 5 manna starfsnefnd til þess að vinna að stofnun félagsins. Voru það merkir menn samtímans sem komu þar að; [[Magnús Jónsson (sýslumaður)|Magnús Jónsson]], [[Sigurður Sigurfinnsson]], [[Gísli Lárusson]], [[Magnús Guðmundsson (Vesturhúsum)|Magnús Guðmundsson]] og [[Árni Filippusson]]. | ||
Hina fyrstu stjórn skipuðu [[Þorsteinn Jónsson]], Árni | Hina fyrstu stjórn skipuðu [[Þorsteinn Jónsson (Laufási)|Þorsteinn Jónsson]], Árni Filippusson og [[Gísli J. Johnsen]]. Varamaður var Magnús Guðmundsson. | ||
Fljótlega voru hlutir í félaginu seldir og voru stærstu hluthafarnir [[Anton Bjarnasen]], Árni Fil., [[Gísli Stefánsson]], Magnús og Sigurður Sigurfinnsson. Þessir menn skipuðu einnig nýja stjórn sem hóf störf ári eftir stofnun félagsins. | Fljótlega voru hlutir í félaginu seldir og voru stærstu hluthafarnir [[Anton Bjarnasen]], Árni Fil., [[Gísli Stefánsson (kaupmaður)|Gísli Stefánsson]], Magnús og Sigurður Sigurfinnsson. Þessir menn skipuðu einnig nýja stjórn sem hóf störf ári eftir stofnun félagsins. | ||
Ráðist var í að uppfylla tilgang félagsins strax í upphafi. Sumarið 1902 var unnið að íshússbyggingunni og var [[Högni Sigurðsson]] ráðinn í íshúsvörslu árið eftir. | Ráðist var í að uppfylla tilgang félagsins strax í upphafi. Sumarið 1902 var unnið að íshússbyggingunni og var [[Högni Sigurðsson (Vatnsdal)|Högni Sigurðsson]] ráðinn í íshúsvörslu árið eftir. | ||
== Starfsemi fyrstu árin== | == Starfsemi fyrstu árin== | ||
Ísfélagið hóf strax öfluga starfsemi. Eitt það fyrsta sem var | Ísfélagið hóf strax öfluga starfsemi. Eitt það fyrsta sem ráðist var í var að stórlaga veg inn í [[Herjólfsdalur|Herjólfsdal]] til þess að ná í ís af Daltjörninni. | ||
En framkvæmdum fylgir kostnaður og ekki var nægur peningur til. | En framkvæmdum fylgir kostnaður og ekki var nægur peningur til. Vegna þessara örðugleika tók ný stjórn við árið 1904 undir stjórn hins unga Gísla J. Johnsen. Hann var 23 ára þegar hann tók við stjórninni og hafði þá setið í stjórn félagsins í þrjú ár. | ||
Mikill skortur var á síld á þessum árum og því þótti | Mikill skortur var á síld á þessum árum og því þótti stjórninni þess virði að athuga kaup á skipi fyrir félagið. Ekki var bátur keyptur en síld var keypt frá nokkrum stöðum og einnig var beitusíld geymd fyrir útvegsmenn. | ||
Gísli hafði farið nokkrum sinnum til útlanda og hafði séð nýjustu frystitæknina þar á bæjum. Kom hann því heim til Vestmannaeyja með nýjar hugmyndir um frystingu og var ákveðið að byggja frystihús fyrir félagið. Ákveðið var að byggja húsið á svokallaðri [[Nýjabæjarhella|Nýjabæjarhellu]], sem kennd var við jörðina [[Nýibær|Nýjabæ]]. Framkvæmdin var mjög dýr og þurfti Gísli að lána félaginu helming kostnaðarins sökum þess að illa gekk að innheimta lofað fé frá útvegsmönnum. Þrátt fyrir velvild sína og óeigingjarnt starf í þágu félagsins vildu einhverjir útvegsmenn hann burt og það tókst. Gunnar Ólafsson var kosinn formaður félagsins í stað Gísla. Ekki leið þó á löngu þar til Gísli var tekinn í sátt og var hann endurkjörinn formaður árið 1912. | Gísli hafði farið nokkrum sinnum til útlanda og hafði séð nýjustu frystitæknina þar á bæjum. Kom hann því heim til Vestmannaeyja með nýjar hugmyndir um frystingu og var ákveðið að byggja frystihús fyrir félagið. Ákveðið var að byggja húsið á svokallaðri [[Nýjabæjarhella|Nýjabæjarhellu]], sem kennd var við jörðina [[Nýibær|Nýjabæ]]. Framkvæmdin var mjög dýr og þurfti Gísli að lána félaginu helming kostnaðarins sökum þess að illa gekk að innheimta lofað fé frá útvegsmönnum. Þrátt fyrir velvild sína og óeigingjarnt starf í þágu félagsins vildu einhverjir útvegsmenn hann burt og það tókst. Gunnar Ólafsson var kosinn formaður félagsins í stað Gísla. Ekki leið þó á löngu þar til Gísli var tekinn í sátt og var hann endurkjörinn formaður árið 1912. Eftir að Gísli var meðtekinn á ný var frystihúsið stækkað og vélakostur bættur. | ||
[[Mynd:Kjötverslun-Ísfélagsins.jpg|thumb|300px|Kjöt- og nýlenduvöruverslun Ísfélagsins um 1950.]]Frá upphafi | [[Mynd:Kjötverslun-Ísfélagsins.jpg|thumb|300px|Kjöt- og nýlenduvöruverslun Ísfélagsins um 1950.]]Frá upphafi íshúss Ísfélagsins höfðu matvæli verið geymd fyrir bæjarbúa gegn lágri greiðslu. Árið 1914 var ákveðið að hætta þessu og var kjötbúð Ísfélagsins stofnuð. Kjötverslun Ísfélagsins var rekin í 44 ár eða til ársins 1958. | ||
Á tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar var ekki auðvelt fyrir Ísfélagið að útvega útgerðarmönnum næga beitusíld. Því varð stundum að skammta | Á tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar var ekki auðvelt fyrir Ísfélagið að útvega útgerðarmönnum næga beitusíld. Því varð stundum að skammta síldina. Bátarnir fengu ákveðið magn af beitusíld fyrir hvern róður eftir stærð. Viðgekkst þetta í nokkur ár og var erfitt að fá keypta beitusíld, bæði að kaupa af Ísfélaginu og fyrir félagið að kaupa. | ||
Ekki var formannssæti Gísla vel tekið af öllum hluthöfum. Vildu sumir fá hann burt og komu leynilegum kosningum í gegn á aðalfundi árið 1919 til að menn þyrðu að kjósa gegn honum. Ekki | Ekki var formannssæti Gísla vel tekið af öllum hluthöfum. Vildu sumir fá hann burt og komu leynilegum kosningum í gegn á aðalfundi árið 1919 til að menn þyrðu að kjósa gegn honum. Ekki gekk betur en svo að Gísli og Árni fengu stærstan hluta atkvæða eða 90 atkvæði hvor. Ekki er vitað hvað menn höfðu gegn Gísla og félögum en ötult starf og gríðarlegar fórnir fyrir bæjarfélagið urðu ofan á og stjórnaði þessi góði hópur manna áfram. | ||
Árið 1924 kom Gísli J. Johnsen með þá hugmynd að formenn í Eyjum og bátaeigendur skyldu gefa í svokallaðan spítalasjóð. Átti sjóðurinn að verða stoð og stytta í byggingu fullkomins sjúkrahús fyrir byggðina. Þremur árum síðar var svo [[sjúkrahús Vestmannaeyja]] komið upp og hugsjón Gísla orðin að veruleika, hagsmunir bæjarfélagsins urðu | Árið 1924 kom Gísli J. Johnsen með þá hugmynd að formenn í Eyjum og bátaeigendur skyldu gefa í svokallaðan spítalasjóð. Átti sjóðurinn að verða stoð og stytta í byggingu fullkomins sjúkrahús fyrir byggðina. Þremur árum síðar var svo [[sjúkrahús Vestmannaeyja]] komið upp og hugsjón Gísla orðin að veruleika, hagsmunir bæjarfélagsins urðu sterkari eiginhagsmunum félagsmanna. Svoleiðis hefur hátturinn verið á starfsemi Ísfélagsins í gegnum tíðina. | ||
== Fyrirtæki í föstum sessi == | == Fyrirtæki í föstum sessi == | ||
Sama ár og hugsjón Gísla um sjúkrahúsið varð að veruleika sagði hann af sér formennsku sökum stækkandi verslunarreksturs og tók þá [[Jón Hinriksson]] við stjórnartaumum. Hann lést 15. maí 1929 og hafði þá unnið gott starf fyrir Ísfélagið. [[Ólafur Auðunsson]], útgerðarmaður í [[Þinghóll|Þinghól]], var þá kosinn formaður. Hann var glöggur á fé auk þess að vera gætinn og athugull í öllu sem hann tók sér fyrir hendur. Fyrstu verk Ólafs voru að stækka húsnæði Ísfélagsins. Árið 1930 var 220 m² steinsteypuhús byggt. | Sama ár og hugsjón Gísla um sjúkrahúsið varð að veruleika sagði hann af sér formennsku sökum stækkandi verslunarreksturs og tók þá [[Jón Hinriksson]] við stjórnartaumum. Hann lést 15. maí 1929 og hafði þá unnið gott starf fyrir Ísfélagið. [[Ólafur Auðunsson]], útgerðarmaður í [[Þinghóll|Þinghól]], var þá kosinn formaður. Hann var glöggur á fé auk þess að vera gætinn og athugull í öllu sem hann tók sér fyrir hendur. Fyrstu verk Ólafs voru að stækka húsnæði Ísfélagsins. Árið 1930 var 220 m² steinsteypuhús byggt. | ||
Á þessum tíma, í upphafi fjórða áratugarins, hafði starfsemi Ísfélagsins fest sig í sessi og var aðalstarfsemin í tengslum við kaup og sölu á beitusíld fyrir útgerð Eyjamanna. Stöðugt var aðstaðan bætt og meðal annars var keypt járnvinda til þess að lyfta frosinni síld upp úr kjallaranum | Á þessum tíma, í upphafi fjórða áratugarins, hafði starfsemi Ísfélagsins fest sig í sessi og var aðalstarfsemin í tengslum við kaup og sölu á beitusíld fyrir útgerð Eyjamanna. Stöðugt var aðstaðan bætt og meðal annars var keypt járnvinda til þess að lyfta frosinni síld upp úr kjallaranum til afgreiðslu í báta. Áður hafði handaflið eitt verið notað og því um miklar framfarir að ræða. Árið 1932 var Ísfélagið meðal stofnenda Sambands íslenskra fiskframleiðenda (SÍF). | ||
Árið 1938 var hafist handa við byggingu hraðfrystihúss. Eftir nokkuð erfitt gengi í að koma verkinu af stað, svo sem að fjármagna framkvæmdirnar, reis hið stóra hús. Þá höfðu tvö íshús verið byggð af samkeppnisaðilum og því mikilvægt fyrir Ísfélagið að byggja stórt og voldugt hús fyrir aukna framleiðslu og starfsemi. Í | Árið 1938 var hafist handa við byggingu hraðfrystihúss. Eftir nokkuð erfitt gengi í að koma verkinu af stað, svo sem að fjármagna framkvæmdirnar, reis hið stóra hús. Þá höfðu tvö íshús verið byggð af samkeppnisaðilum og því mikilvægt fyrir Ísfélagið að byggja stórt og voldugt hús fyrir aukna framleiðslu og starfsemi. Í kjölfar þess að hraðfrystihús risu víðs vegar um landið á þessum tíma var Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna stofnuð árið 1942 og var Ísfélagið meðal stofnenda og fékk auðkennið H-2. | ||
[[Tómas M. Guðjónsson]] tók við formennsku árið 1939 og var stjórn hans við völd í tíu ár óbreytt. Tómas hélt formennsku að vísu til 1956 en tók | [[Tómas M. Guðjónsson]] tók við formennsku árið 1939 og var stjórn hans við völd í tíu ár óbreytt. Tómas hélt formennsku að vísu til 1956 en tók þá sæti í stjórninni. Einmitt á þessum tíma voru miklar framkvæmdir við höfnina, höfnin var stækkuð og stærstur hluti [[Pallakrær|pallakrónna]] var rifinn. Með þessum framkvæmdum skapaðist nýtt athafnasvæði og var annað hraðfrystihús Ísfélagsins byggt árið 1946 á svæðinu. Við sama svæði og á sama tíma var [[Fiskiðjan]] byggð. | ||
== Frá byltingu til eldgoss == | == Frá byltingu til eldgoss == | ||
Þegar Tómas Guðjónsson hætti formennsku tóku nýir tímar við í Ísfélaginu. Á aðalfundi félagsins árið 1956 gengu útgerðarmenn tíu báta | Þegar Tómas Guðjónsson hætti formennsku tóku nýir tímar við í Ísfélaginu. Á aðalfundi félagsins árið 1956 gengu útgerðarmenn tíu báta inn í félagið og lögðu fram 150 þúsund króna hlutafé á hvern bát. Ný stjórn var kosin í kjölfarið og tók [[Magnús Bergsson]] við sem stjórnarformaður. Með nýjum straumum í félaginu var hafist handa við nýbyggingar og endurnýjun á tækjum og vélum. Árið 1958 keypti Ísfélagið sína fyrstu flökunarvél. Stór verbúð var tekin í notkun árið 1965. Með þessum stórhuga framkvæmdum og endurbótum veittist Ísfélaginu stóraukið hráefni til vinnslu og fjárhagurinn fór brátt batnandi. Með [[Björn Guðmundsson]] við stjórnvölinn frá 1959 margfölduðust tekjur Ísfélagsins, t.d. voru rekstrarreikningar fyrir árið 1955 tæpar 13 milljónir en árið 1970 voru þeir um 180 milljónir. Þess má geta að Ísfélagið var hæsti skattgreiðandi Vestmannaeyjakaupstaðar árið 1970. | ||
== Ísfélagið í eldgosinu == | == Ísfélagið í eldgosinu == | ||
Eins og með aðra starfsemi í Vestmannaeyjum og Eyjabúa fór Ísfélagið ekki varhluta af [[Heimaeyjargosið|eldgosinu]] í Heimaey árið 1973. Ísfélagið varð miðstöð björgunarumsvifa í eldgosinu og voru verbúðir og matstofa notaðar fyrir björgunarmenn. Skrifstofa Ísfélagsins var | Eins og með aðra starfsemi í Vestmannaeyjum og Eyjabúa fór Ísfélagið ekki varhluta af [[Heimaeyjargosið|eldgosinu]] í Heimaey árið 1973. Ísfélagið varð miðstöð björgunarumsvifa í eldgosinu og voru verbúðir og matstofa notaðar fyrir björgunarmenn. Skrifstofa Ísfélagsins var sett upp í Reykjavík. Hraun fór yfir nýjasta hús félagsins og ógnaði eldri húsum. | ||
Þrátt fyrir ógnir og hættur eldgossins héldu menn starfsemi áfram. Ísfélagið keypti húseignirnar | Þrátt fyrir ógnir og hættur eldgossins héldu menn starfsemi áfram. Ísfélagið keypti húseignirnar Júpiter & Mars á Kirkjusandi í Reykjavík og hóf rekstur þar 1. apríl. Treglega gekk að fá nægt hráefni til vinnslu og gæti það verið ein af ástæðum fyrir því að á stjórnarfundi, 13. september gosárið, var samþykkt að félagið færi sjálft út í útgerð. Það voru nýmæli í 72 ára sögu Ísfélagsins, aldrei áður hafði félagið verið sjálft í bátaútgerð. Fiskimóttaka var byggð í Þorlákshöfn og þegar gosinu lauk var ákveðið að hraða uppbyggingu í Eyjum. | ||
Réttu ári (25. janúar 1974) eftir upphaf gossins hófst aftur móttaka á fiski í saltfiskverkun í Vestmannaeyjum og til frystingar 31. janúar. Í kjölfarið voru miklar breytingar gerðar á frystihúsinu í Eyjum. Á þessum tíma voru tvö frystihús í rekstri, í Vestmannaeyjum og á Kirkjusandi. Það gerði Ísfélagið að stærstu framleiðslueiningu í eigu sama aðila í fiskiðnaði hér á landi. Ákveðið var að hefja byggingu á saltfiskhúsi í stað þess sem fór undir hraun og að selja | Réttu ári (25. janúar 1974) eftir upphaf gossins hófst aftur móttaka á fiski í saltfiskverkun í Vestmannaeyjum og til frystingar 31. janúar. Í kjölfarið voru miklar breytingar gerðar á frystihúsinu í Eyjum. Á þessum tíma voru tvö frystihús í rekstri hjá félaginu, í Vestmannaeyjum og á Kirkjusandi. Það gerði Ísfélagið að stærstu framleiðslueiningu í eigu sama aðila í fiskiðnaði hér á landi. Ákveðið var að hefja byggingu á saltfiskhúsi í stað þess sem fór undir hraun og að selja Kirkjusand, sem var og seldur Sambandi íslenskra samvinnufélaga. | ||
== Ísfélagið á seinni árum == | == Ísfélagið á seinni árum == | ||
Í kjölfar þess að Ísfélagið hóf útgerð rétt eftir gosið jókst sá hluti starfseminnar og keypti félagið hluti í nokkrum skipum. Ekki voru þó erfiðleikar úr sögunni með auknum fjárfestingum. Öllu starfsfólki Ísfélagsins var sagt upp 1. ágúst 1980. Þó hófst rekstur aftur mánuði seinna. | |||
Björn Guðmundsson hætti formennsku árið 1986 og tók Kristinn Pálsson við og hélt henni til ársins 1990 þegar sonur hans, Magnús Kristinsson, tók við stjórnarformennsku. | |||
Tímamót urðu árið 1. janúar 1992 þegar hlutafélögin Ísfélagið, Bergur-Huginn og Hraðfrystistöð Vestmannaeyja sameinuðust undir Ísfélag Vestmannaeyja hf. Þá tók Sigurður Einarsson við sem forstjóri. Hann hafði áður verið forstjóri Hraðfrystistöðvarinnar frá 1975. Þrátt fyrir jákvæðni í byrjun í samstarfi Sigurðar og Magnúsar Kristinssonar þá sleit Magnús samstarfinu og hóf rekstur Bergs-Hugins á nýju. Allt var þetta gert í góðu og blómstraði hagur beggja fyrirtækja enn meira en áður hafði gerst. | |||
Í lok 20. aldarinnar var mikið þreifað um sameiningu Ísfélagsins og [[Vinnslustöðin|Vinnslustöðvarinnar]]. Ekkert varð úr þeim viðræðum. Mikið var um kaup og sölu á hlutafé í fyrirtækjum og bátum á þessum árum og var batnandi afkoma í blálok aldarinnar. | |||
Eins og oft við stór tímamót var horft bjartsýnum augum fram á veginn við upphaf ársins 2000. Ísfélagið og Bergur-Huginn stofnðu félagið Kap hf. sem keypti hlut í Vinnslustöðinni og enn var hugsað til sameiningar. En miður skemmtilegir atburðir gerðust í lok ársins 2000. Þann 4. október létust tveir máttarstólpar fiskvinnslunnar í Eyjum, Sigurður Einarsson forstjóri lést eftir hetjulega baráttu við krabbamein aðeins 49 ára að aldri og Kristinn Pálsson, annar eigenda Bergs-Hugins, lést 74 ára að aldri. Stuttu eftir þessi áföll kviknaði í frystihúsi Ísfélagsins. Það var 9. desember sama ár og var húsið í rústum. Fullkomin óvissa ríkti um framtíð atvinnu 150 manns. Með staðfestu og samhug var aðstaðan endurbyggð og rúmum mánuði eftir eldsvoðann hófst síldarvinnslan og seinna um vorið hófst bolfisksvinnsla. | |||
Árið 2001 var 100 ára afmælis Ísfélagsins minnst með margvíslegum hætti. Saga félagsins er mikil og yfirgripsmikil og tvinnast með ýmsum hætti sögu Vestmannaeyjabæjar á 20. öldinni og síðar. Ísfélagið er og hefur verið máttarstólpi atvinnulífs og efnahags byggðarlagsins. | |||
Árið 2012 var stjórn Ísfélagsins skipuð eftirfarandi einstaklingum: [[Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson]] formaður, [[Þórarinn S. Sigurðsson]], [[Guðbjörg Matthíasdóttir]] og [[Sigurbjörn Magnússon]]. | |||
== Tenglar == | == Tenglar == | ||
* [http://www.isfelag.is Heimasíða Ísfélags Vestmannaeyja] | * [http://www.isfelag.is Heimasíða Ísfélags Vestmannaeyja] | ||
* [[Saga félagsins í hnotskurn]] | |||
{{Heimildir| | {{Heimildir| | ||
*Saga Ísfélags Vestmannaeyja 1901-2001. Vestmannaeyjum: Eyrún. | *Saga Ísfélags Vestmannaeyja 1901-2001. Vestmannaeyjum: Eyrún. | ||
}} | }} | ||
[[Flokkur:Fyrirtæki]] |
Núverandi breyting frá og með 30. júlí 2012 kl. 08:58
Ísfélag Vestmannaeyja var stofnað 1. desember árið 1901. Var félagið stofnað eftir margra ára óvissu og ringulreið í útvegsmálum Eyjamanna. Tilgangur hins nýja félags var að byggja íshús sem kæmi bæjarfélaginu að gagni.
Upphaf
Það var þó nokkru fyrr sem hugmyndin vaknaði. Fyrr um haustið, 15. september 1901, var almennur fundur haldinn til að athuga með áhuga um að stofna félag með áður tilgreindum tilgangi. Kosin var 5 manna starfsnefnd til þess að vinna að stofnun félagsins. Voru það merkir menn samtímans sem komu þar að; Magnús Jónsson, Sigurður Sigurfinnsson, Gísli Lárusson, Magnús Guðmundsson og Árni Filippusson.
Hina fyrstu stjórn skipuðu Þorsteinn Jónsson, Árni Filippusson og Gísli J. Johnsen. Varamaður var Magnús Guðmundsson.
Fljótlega voru hlutir í félaginu seldir og voru stærstu hluthafarnir Anton Bjarnasen, Árni Fil., Gísli Stefánsson, Magnús og Sigurður Sigurfinnsson. Þessir menn skipuðu einnig nýja stjórn sem hóf störf ári eftir stofnun félagsins.
Ráðist var í að uppfylla tilgang félagsins strax í upphafi. Sumarið 1902 var unnið að íshússbyggingunni og var Högni Sigurðsson ráðinn í íshúsvörslu árið eftir.
Starfsemi fyrstu árin
Ísfélagið hóf strax öfluga starfsemi. Eitt það fyrsta sem ráðist var í var að stórlaga veg inn í Herjólfsdal til þess að ná í ís af Daltjörninni.
En framkvæmdum fylgir kostnaður og ekki var nægur peningur til. Vegna þessara örðugleika tók ný stjórn við árið 1904 undir stjórn hins unga Gísla J. Johnsen. Hann var 23 ára þegar hann tók við stjórninni og hafði þá setið í stjórn félagsins í þrjú ár.
Mikill skortur var á síld á þessum árum og því þótti stjórninni þess virði að athuga kaup á skipi fyrir félagið. Ekki var bátur keyptur en síld var keypt frá nokkrum stöðum og einnig var beitusíld geymd fyrir útvegsmenn.
Gísli hafði farið nokkrum sinnum til útlanda og hafði séð nýjustu frystitæknina þar á bæjum. Kom hann því heim til Vestmannaeyja með nýjar hugmyndir um frystingu og var ákveðið að byggja frystihús fyrir félagið. Ákveðið var að byggja húsið á svokallaðri Nýjabæjarhellu, sem kennd var við jörðina Nýjabæ. Framkvæmdin var mjög dýr og þurfti Gísli að lána félaginu helming kostnaðarins sökum þess að illa gekk að innheimta lofað fé frá útvegsmönnum. Þrátt fyrir velvild sína og óeigingjarnt starf í þágu félagsins vildu einhverjir útvegsmenn hann burt og það tókst. Gunnar Ólafsson var kosinn formaður félagsins í stað Gísla. Ekki leið þó á löngu þar til Gísli var tekinn í sátt og var hann endurkjörinn formaður árið 1912. Eftir að Gísli var meðtekinn á ný var frystihúsið stækkað og vélakostur bættur.
Frá upphafi íshúss Ísfélagsins höfðu matvæli verið geymd fyrir bæjarbúa gegn lágri greiðslu. Árið 1914 var ákveðið að hætta þessu og var kjötbúð Ísfélagsins stofnuð. Kjötverslun Ísfélagsins var rekin í 44 ár eða til ársins 1958.
Á tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar var ekki auðvelt fyrir Ísfélagið að útvega útgerðarmönnum næga beitusíld. Því varð stundum að skammta síldina. Bátarnir fengu ákveðið magn af beitusíld fyrir hvern róður eftir stærð. Viðgekkst þetta í nokkur ár og var erfitt að fá keypta beitusíld, bæði að kaupa af Ísfélaginu og fyrir félagið að kaupa.
Ekki var formannssæti Gísla vel tekið af öllum hluthöfum. Vildu sumir fá hann burt og komu leynilegum kosningum í gegn á aðalfundi árið 1919 til að menn þyrðu að kjósa gegn honum. Ekki gekk betur en svo að Gísli og Árni fengu stærstan hluta atkvæða eða 90 atkvæði hvor. Ekki er vitað hvað menn höfðu gegn Gísla og félögum en ötult starf og gríðarlegar fórnir fyrir bæjarfélagið urðu ofan á og stjórnaði þessi góði hópur manna áfram.
Árið 1924 kom Gísli J. Johnsen með þá hugmynd að formenn í Eyjum og bátaeigendur skyldu gefa í svokallaðan spítalasjóð. Átti sjóðurinn að verða stoð og stytta í byggingu fullkomins sjúkrahús fyrir byggðina. Þremur árum síðar var svo sjúkrahús Vestmannaeyja komið upp og hugsjón Gísla orðin að veruleika, hagsmunir bæjarfélagsins urðu sterkari eiginhagsmunum félagsmanna. Svoleiðis hefur hátturinn verið á starfsemi Ísfélagsins í gegnum tíðina.
Fyrirtæki í föstum sessi
Sama ár og hugsjón Gísla um sjúkrahúsið varð að veruleika sagði hann af sér formennsku sökum stækkandi verslunarreksturs og tók þá Jón Hinriksson við stjórnartaumum. Hann lést 15. maí 1929 og hafði þá unnið gott starf fyrir Ísfélagið. Ólafur Auðunsson, útgerðarmaður í Þinghól, var þá kosinn formaður. Hann var glöggur á fé auk þess að vera gætinn og athugull í öllu sem hann tók sér fyrir hendur. Fyrstu verk Ólafs voru að stækka húsnæði Ísfélagsins. Árið 1930 var 220 m² steinsteypuhús byggt.
Á þessum tíma, í upphafi fjórða áratugarins, hafði starfsemi Ísfélagsins fest sig í sessi og var aðalstarfsemin í tengslum við kaup og sölu á beitusíld fyrir útgerð Eyjamanna. Stöðugt var aðstaðan bætt og meðal annars var keypt járnvinda til þess að lyfta frosinni síld upp úr kjallaranum til afgreiðslu í báta. Áður hafði handaflið eitt verið notað og því um miklar framfarir að ræða. Árið 1932 var Ísfélagið meðal stofnenda Sambands íslenskra fiskframleiðenda (SÍF).
Árið 1938 var hafist handa við byggingu hraðfrystihúss. Eftir nokkuð erfitt gengi í að koma verkinu af stað, svo sem að fjármagna framkvæmdirnar, reis hið stóra hús. Þá höfðu tvö íshús verið byggð af samkeppnisaðilum og því mikilvægt fyrir Ísfélagið að byggja stórt og voldugt hús fyrir aukna framleiðslu og starfsemi. Í kjölfar þess að hraðfrystihús risu víðs vegar um landið á þessum tíma var Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna stofnuð árið 1942 og var Ísfélagið meðal stofnenda og fékk auðkennið H-2.
Tómas M. Guðjónsson tók við formennsku árið 1939 og var stjórn hans við völd í tíu ár óbreytt. Tómas hélt formennsku að vísu til 1956 en tók þá sæti í stjórninni. Einmitt á þessum tíma voru miklar framkvæmdir við höfnina, höfnin var stækkuð og stærstur hluti pallakrónna var rifinn. Með þessum framkvæmdum skapaðist nýtt athafnasvæði og var annað hraðfrystihús Ísfélagsins byggt árið 1946 á svæðinu. Við sama svæði og á sama tíma var Fiskiðjan byggð.
Frá byltingu til eldgoss
Þegar Tómas Guðjónsson hætti formennsku tóku nýir tímar við í Ísfélaginu. Á aðalfundi félagsins árið 1956 gengu útgerðarmenn tíu báta inn í félagið og lögðu fram 150 þúsund króna hlutafé á hvern bát. Ný stjórn var kosin í kjölfarið og tók Magnús Bergsson við sem stjórnarformaður. Með nýjum straumum í félaginu var hafist handa við nýbyggingar og endurnýjun á tækjum og vélum. Árið 1958 keypti Ísfélagið sína fyrstu flökunarvél. Stór verbúð var tekin í notkun árið 1965. Með þessum stórhuga framkvæmdum og endurbótum veittist Ísfélaginu stóraukið hráefni til vinnslu og fjárhagurinn fór brátt batnandi. Með Björn Guðmundsson við stjórnvölinn frá 1959 margfölduðust tekjur Ísfélagsins, t.d. voru rekstrarreikningar fyrir árið 1955 tæpar 13 milljónir en árið 1970 voru þeir um 180 milljónir. Þess má geta að Ísfélagið var hæsti skattgreiðandi Vestmannaeyjakaupstaðar árið 1970.
Ísfélagið í eldgosinu
Eins og með aðra starfsemi í Vestmannaeyjum og Eyjabúa fór Ísfélagið ekki varhluta af eldgosinu í Heimaey árið 1973. Ísfélagið varð miðstöð björgunarumsvifa í eldgosinu og voru verbúðir og matstofa notaðar fyrir björgunarmenn. Skrifstofa Ísfélagsins var sett upp í Reykjavík. Hraun fór yfir nýjasta hús félagsins og ógnaði eldri húsum.
Þrátt fyrir ógnir og hættur eldgossins héldu menn starfsemi áfram. Ísfélagið keypti húseignirnar Júpiter & Mars á Kirkjusandi í Reykjavík og hóf rekstur þar 1. apríl. Treglega gekk að fá nægt hráefni til vinnslu og gæti það verið ein af ástæðum fyrir því að á stjórnarfundi, 13. september gosárið, var samþykkt að félagið færi sjálft út í útgerð. Það voru nýmæli í 72 ára sögu Ísfélagsins, aldrei áður hafði félagið verið sjálft í bátaútgerð. Fiskimóttaka var byggð í Þorlákshöfn og þegar gosinu lauk var ákveðið að hraða uppbyggingu í Eyjum.
Réttu ári (25. janúar 1974) eftir upphaf gossins hófst aftur móttaka á fiski í saltfiskverkun í Vestmannaeyjum og til frystingar 31. janúar. Í kjölfarið voru miklar breytingar gerðar á frystihúsinu í Eyjum. Á þessum tíma voru tvö frystihús í rekstri hjá félaginu, í Vestmannaeyjum og á Kirkjusandi. Það gerði Ísfélagið að stærstu framleiðslueiningu í eigu sama aðila í fiskiðnaði hér á landi. Ákveðið var að hefja byggingu á saltfiskhúsi í stað þess sem fór undir hraun og að selja Kirkjusand, sem var og seldur Sambandi íslenskra samvinnufélaga.
Ísfélagið á seinni árum
Í kjölfar þess að Ísfélagið hóf útgerð rétt eftir gosið jókst sá hluti starfseminnar og keypti félagið hluti í nokkrum skipum. Ekki voru þó erfiðleikar úr sögunni með auknum fjárfestingum. Öllu starfsfólki Ísfélagsins var sagt upp 1. ágúst 1980. Þó hófst rekstur aftur mánuði seinna.
Björn Guðmundsson hætti formennsku árið 1986 og tók Kristinn Pálsson við og hélt henni til ársins 1990 þegar sonur hans, Magnús Kristinsson, tók við stjórnarformennsku.
Tímamót urðu árið 1. janúar 1992 þegar hlutafélögin Ísfélagið, Bergur-Huginn og Hraðfrystistöð Vestmannaeyja sameinuðust undir Ísfélag Vestmannaeyja hf. Þá tók Sigurður Einarsson við sem forstjóri. Hann hafði áður verið forstjóri Hraðfrystistöðvarinnar frá 1975. Þrátt fyrir jákvæðni í byrjun í samstarfi Sigurðar og Magnúsar Kristinssonar þá sleit Magnús samstarfinu og hóf rekstur Bergs-Hugins á nýju. Allt var þetta gert í góðu og blómstraði hagur beggja fyrirtækja enn meira en áður hafði gerst.
Í lok 20. aldarinnar var mikið þreifað um sameiningu Ísfélagsins og Vinnslustöðvarinnar. Ekkert varð úr þeim viðræðum. Mikið var um kaup og sölu á hlutafé í fyrirtækjum og bátum á þessum árum og var batnandi afkoma í blálok aldarinnar.
Eins og oft við stór tímamót var horft bjartsýnum augum fram á veginn við upphaf ársins 2000. Ísfélagið og Bergur-Huginn stofnðu félagið Kap hf. sem keypti hlut í Vinnslustöðinni og enn var hugsað til sameiningar. En miður skemmtilegir atburðir gerðust í lok ársins 2000. Þann 4. október létust tveir máttarstólpar fiskvinnslunnar í Eyjum, Sigurður Einarsson forstjóri lést eftir hetjulega baráttu við krabbamein aðeins 49 ára að aldri og Kristinn Pálsson, annar eigenda Bergs-Hugins, lést 74 ára að aldri. Stuttu eftir þessi áföll kviknaði í frystihúsi Ísfélagsins. Það var 9. desember sama ár og var húsið í rústum. Fullkomin óvissa ríkti um framtíð atvinnu 150 manns. Með staðfestu og samhug var aðstaðan endurbyggð og rúmum mánuði eftir eldsvoðann hófst síldarvinnslan og seinna um vorið hófst bolfisksvinnsla.
Árið 2001 var 100 ára afmælis Ísfélagsins minnst með margvíslegum hætti. Saga félagsins er mikil og yfirgripsmikil og tvinnast með ýmsum hætti sögu Vestmannaeyjabæjar á 20. öldinni og síðar. Ísfélagið er og hefur verið máttarstólpi atvinnulífs og efnahags byggðarlagsins.
Árið 2012 var stjórn Ísfélagsins skipuð eftirfarandi einstaklingum: Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson formaður, Þórarinn S. Sigurðsson, Guðbjörg Matthíasdóttir og Sigurbjörn Magnússon.
Tenglar
Heimildir
- Saga Ísfélags Vestmannaeyja 1901-2001. Vestmannaeyjum: Eyrún.