„Guðmundur Olgeirsson (læknir)“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: thumb|200px|''Guðmundur Jóhann Olgeirsson. '''Guðmundur Jóhann Olgeirsson''' læknir fæddist 14. janúar 1956 í Eyjum.<br> Foreldrar hans voru Olgeir Jónas Jóhannsson múrari, byggingafulltrúi, f. 26. júlí 1933 á Innri-Búðum í Fáskrúðsfirði, d. 30. apríl 1991, og kona hans Guðrún Jónína Guðmundsdóttir frá Landlyst, húsfreyja, f. 17. apríl 1932 í Víð...) |
m (Verndaði „Guðmundur Olgeirsson (læknir)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Núverandi breyting frá og með 17. ágúst 2023 kl. 17:51
Guðmundur Jóhann Olgeirsson læknir fæddist 14. janúar 1956 í Eyjum.
Foreldrar hans voru Olgeir Jónas Jóhannsson múrari, byggingafulltrúi, f. 26. júlí 1933 á Innri-Búðum í Fáskrúðsfirði, d. 30. apríl 1991, og kona hans Guðrún Jónína Guðmundsdóttir frá Landlyst, húsfreyja, f. 17. apríl 1932 í Víðidal, d. 6. september 1989.
Börn Guðrúnar og Olgeirs:
1. Guðmundur Jóhann Olgeirsson læknir, f. 14. janúar 1956. Kona hans Edda Björk Arnardóttir.
2. Sigríður Bína Olgeirsdóttir hjúkrunarfræðingur, f. 26. janúar 1968. Maður hennar Ásgeir Pétursson.
3. Þórhildur Ýr Olgeirsdóttir kennari, f. 14. nóvember 1969. Maður hennar Hrafnkell Tuliníus.
4. Gyða Björg Olgeirsdóttir aðstoðarmaður framkvæmdastjóra, f. 20. júní 1970. Sambýlismaður hennar Arnaldur Halldórsson.
5. Olga Hrönn Olgeirsdóttir grunnskólakennari, f. 27. janúar 1973. Maður hennar Bjarkar Þór Ólason.
Guðmundur var með foreldrum sínum í æsku.
Hann varð stúdent í M.H. 1975, lauk læknaprófi (varð cand. med.) í H.Í. 1982, fékk almennt lækningaleyfi á Íslandi 1983, í Svíþjóð 1986, fékk sérfæðingsleyfi í heimilislækningum í Svíþjóð 1989 og á Íslandi 1990.
Guðmundur var aðstoðarlæknir á sjúkrahúsum í Svíþjóð, á Akranesi, var heilsugæslulæknir og læknir á Blönduósi, tók vaktir á Fæðingarheimilinu í Rvk, var aðstoðarlæknir á Borgarspítalanum.
Hann var aðstoðarlæknir í sérnámi í heimilislækningum á Centrallasarettetí Í Trollhättan-Vänersborg í Svíþjóð og Vårdcenralen í Lilla Edet frá ágúst 1984-júlí 1988.
Guðmundur var heilsugæslulæknir (í sumaraleysingum) á Þórshöfn, Seltjarnarnesi og Kirkjubæjarklaustri 1985-1988 heilsugæslulæknir á Heilsugæslustöðinni og Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði frá ágúst 1988 til júlí 1989, heilsugæslulæknir á Höfn í Hornafirði frá ágúst 1989 til maí 1995 og jafnframt í hlutastarfi við hjúkrunar- og fæðingarheimilið Skjólgarð á Hornafirði, heilsugæslulæknir á Seltjarnarnesi frá júlí 1995 og skólalæknir í Mýrarhúsaskóla þar frá 1995. Hann hætti störfum 2023, en hefur tekið læknavaktir á Reykjavíkursvæðinu.
Guðmundur var í stjórn Læknafélags Austurlands 1992-1995, ritari í stjórn Félags íslenskra heimilislækna 1995-1997.
Þau Edda giftu sig 1986, eignuðust þrjú börn.
I. Kona Guðmundar Jóhanns, (29. mars 1986), er Edda Björk Arnardóttir húsfreyja, kennari, f. 3. ágúst 1958.
Börn þeirra:
1. Íris Huld Guðmundsdóttir kennari, rekur fyrirtækið Primal Iceland, f. 6. desember 1979. Maður hennar Einar Karl Axelsson Einarssonar.
2. Bjarni Davíð Guðmundsson tölvufræðingur í Danmörku, f. 6. nóvember 1983. Fyrrum kona hans Hafrún Símonardóttir.
3. Jóhann Birkir Guðmundsson, lærður lögreglumaður, nú bankastarfsmaður í Svíþjóð, f. 4. febrúar 1987. Kona hans Rebecca Göth.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Edda Björk og Guðmundur.
- Íslendingabók.
- Læknar á Íslandi. Gunnlaugur Haraldsson. Þjóðsaga 2000.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.