Sigríður Bína Olgeirsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Sigríður Bína Olgeirsdóttir húsfreyja, hjúkrunarfræðingur fæddist 26. janúar 1968.
Foreldrar hennar voru Olgeir Jónas Jóhannsson múrari, byggingafulltrúi, f. 26. júlí 1933 á Innri-Búðum í Fáskrúðsfirði, d. 30. apríl 1991, og kona hans Guðrún Jónína Guðmundsdóttir frá Landlyst, húsfreyja, f. 17. apríl 1932 í Víðidal, d. 6. september 1989.

Börn Guðrúnar og Olgeirs:
1. Guðmundur Jóhann Olgeirsson læknir, f. 14. janúar 1956. Kona hans Edda Björk Arnardóttir.
2. Sigríður Bína Olgeirsdóttir hjúkrunarfræðingur, f. 26. janúar 1968. Maður hennar Ásgeir Pétursson.
3. Þórhildur Ýr Olgeirsdóttir kennari, f. 14. nóvember 1969. Maður hennar Hrafnkell Tuliníus.
4. Gyða Björg Olgeirsdóttir aðstoðarmaður framkvæmdastjóra, f. 20. júní 1970. Sambýlismaður hennar Arnaldur Halldórsson.
5. Olga Hrönn Olgeirsdóttir grunnskólakennari, f. 27. janúar 1973. Maður hennar Bjarkar Þór Ólason.

Þau Ásgeir giftu sig, eignuðust þrjú börn. Þau búa í Rvk.

I. Maður Sigríðar Bínu er Ásgeir Pétursson frá Reykjavík, tannsmiður, f. 22. júlí 1967. Foreldrar hans Pétur Sigurðsson, f. 18. október 1943, og Þórey Magnúsdóttir, f. 19. júní 1948.
Börn þeirra:
1. Þórey Ásgeirsdóttir, f. 22. júní 1996.
2. Telma Ásgeirsdóttir, f. 22. janúar 2002.
3. Iðunn Ásgeirsdóttir, f. 25. janúar 2008.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.