„Hildur Jónsdóttir (Rafnsholti)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
m (Verndaði „Hildur Jónsdóttir (Rafnsholti)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
Ekkert breytingarágrip
 
Lína 1: Lína 1:
[[Mynd:Hildur Jonsdottir.jpg|thumb|200px|''Hildur Jónsdóttir.]]
[[Mynd:Hildur Jonsdottir.jpg|thumb|100px|''Hildur Jónsdóttir.]]
'''Hildur Jónsdóttir''' frá [[Rafnsholt|Rafnsholti við Kirkjuveg 64]], kennari, húsfreyja fæddist 10. nóvember 1935 á [[Þingvellir|Þingvöllum]].<br>
'''Hildur Jónsdóttir''' frá [[Rafnsholt|Rafnsholti við Kirkjuveg 64]], kennari, húsfreyja fæddist 10. nóvember 1935 á [[Þingvellir|Þingvöllum]].<br>
Foreldrar hennar voru [[Jón Magnússon (Sólvangi)|Jón Magnússon]] frá [[Sólvangur|Sólvangi]], vinnuvélastjóri, skrifstofumaður, f. 13. ágúst 1904 á Seyðisfirði, d. 17. apríl 1961, og kona hans [[Sigurlaug Sigurjónsdóttir (Rafnsholti)|Sigurlaug Sigurjónsdóttir]] húsfreyja, fiskimatsmaður, f. 24. júlí 1915 á Seyðisfirði, d. 25. janúar 1990.
Foreldrar hennar voru [[Jón Magnússon (Sólvangi)|Jón Magnússon]] frá [[Sólvangur|Sólvangi]], vinnuvélastjóri, skrifstofumaður, f. 13. ágúst 1904 á Seyðisfirði, d. 17. apríl 1961, og kona hans [[Sigurlaug Sigurjónsdóttir (Rafnsholti)|Sigurlaug Sigurjónsdóttir]] húsfreyja, fiskimatsmaður, f. 24. júlí 1915 á Seyðisfirði, d. 25. janúar 1990.

Núverandi breyting frá og með 4. júlí 2023 kl. 17:00

Hildur Jónsdóttir.

Hildur Jónsdóttir frá Rafnsholti við Kirkjuveg 64, kennari, húsfreyja fæddist 10. nóvember 1935 á Þingvöllum.
Foreldrar hennar voru Jón Magnússon frá Sólvangi, vinnuvélastjóri, skrifstofumaður, f. 13. ágúst 1904 á Seyðisfirði, d. 17. apríl 1961, og kona hans Sigurlaug Sigurjónsdóttir húsfreyja, fiskimatsmaður, f. 24. júlí 1915 á Seyðisfirði, d. 25. janúar 1990.

Börn Sigurlaugar og Jóns:
1. Hildur Jónsdóttir, f. 10. nóvember 1935 á Þingvöllum.
2. Kristín Björg Jónsdóttir, f. 22. nóvember 1936 á Þingvöllum.
3. Unnur Alexandra Jónsdóttir, f. 5. apríl 1939 í Rafnsholti.
4. Magnús Jónsson, f. 25. apríl 1940 í Rafnsholti.
5. Sigurjón Jónsson, f. 22. janúar 1942 í Rafnsholti.

Hildur lauk gagnfræðaprófi í Gagnfræðaskólanum í Eyjum 1952, nam í Lærerkursus (föndur) í Fjellhaug í Ósló 1953, í Statens Kunstindustriskole í Ósló 1953-1954, lauk handavinnukennaraprófi 1957, nam í Lærer högskole í forming , Notodden í Noregi (fatahönnun fyrir hjólastólanotendur, myndvefnaður, uppeldisfræði) 1981-1983.
Hún kenndi í Gagnfræðaskólanum frá 1958-1964, í Barnaskólanum í Eyjum 1968-1973 og 1974-1984 (orlof 1981-1982, leyfi 1982-1983), á Vistheimili Sjálfsbjargar 1973-1974, stundakennari í Valhúsaskóla á Seltjarnarnesi 1984-1985, kennari frá 1985.
Hildur var í stjórn Sjálfsbjargar í Eyjum, formaður 1972-1982, í varastjórn Sjálfsbjargar í Rvk, í landsambandsstjórn fatlaðra og varastjórn N.H.F.
Þau Daníel Willard giftu sig 1957, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í Rafnsholti, á Sléttabóli við Skólaveg 31 og við Höfðaveg 1.
Daníel lést 1981.

I. Maður Hildar, (9. júní 1957), var Daníel Willard Fiske Traustason frá Grímsey, skipstjóri, f. 18. júní 1928, d. 27. september 1981.
Börn þeirra:
1. Jón Haukur Daníelsson kennari í Ollerup, f. 18. desember 1957.
2. Úlfar Daníelsson kennari, f. 18. ágúst 1959.
3. Íris Daníelsdóttir framreiðslumaður, f. 19. júní 1962.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.