„Bríet Guðlaugsdóttir (Odda)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: thumb|200px|''Guðrún Bríet Guðlaugsdóttir. '''Guðrún ''Bríet'' Guðlaugsdóttir''' frá Odda við Vestmannabraut 63, húsfreyja, verkakona fæddist þar 30. júlí 1923 og lést 13. janúar 2015 á Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð.<br> Foreldrar hennar voru Guðlaugur Brynjólfsson skipstjóri, útgerðarmaður, f. 23. júlí 1890, d. 30. desember 1972, og síðari kona hans Valgerður Guðmu...)
 
m (Verndaði „Bríet Guðlaugsdóttir (Odda)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
 
(Enginn munur)

Núverandi breyting frá og með 12. febrúar 2023 kl. 11:28

Guðrún Bríet Guðlaugsdóttir.

Guðrún Bríet Guðlaugsdóttir frá Odda við Vestmannabraut 63, húsfreyja, verkakona fæddist þar 30. júlí 1923 og lést 13. janúar 2015 á Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð.
Foreldrar hennar voru Guðlaugur Brynjólfsson skipstjóri, útgerðarmaður, f. 23. júlí 1890, d. 30. desember 1972, og síðari kona hans Valgerður Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 8. mars 1895, d. 29. september 1937.

Börn Valgerðar og Guðlaugs:
1. Halldóra Sigríður Guðlaugsdóttir húsfreyja í Reykjavík, síðast á Seltjarnarnesi, f. 18. júní 1920 í Odda, d. 21. febrúar 1998.
2. Brynjólfur Gunnar Guðlaugsson togarasjómaður, f. 30. júlí 1921 í Odda, drukknaði 26. desember 1949.
3. Guðrún Briet Guðlaugsdóttir húsfreyja, f. 30. júlí 1923 í Odda, d. 13. janúar 2015.
4. Ingibjörg Guðlaugsdóttir húsfreyja, f. 14. mars 1925 í Odda, d. 23. desember 2018.
5. Ásta Kristný Guðlaugsdóttir iðnaðarmaður í Reykjavík, f. 24. júlí 1926 í Odda.
6. Guðmundur Guðlaugsson sjómaður, skipstjóri, f. 24. september 1929 í Höfða, d. 30. desember 2010.
7. Þórarinn Guðlaugsson sjómaður, húsasmíðameistari , f. 3. ágúst 1931 í Höfða, d. 19. apríl 2005.
Barn Höllu fyrri konu Guðlaugs:
8. Jóhannes Gunnar Brynjólfsson forstjóri, f. 20. september 1908 á Bólstað, d. 27. maí 1973.
Börn Höllu fyrri konu Guðlaugs og hans:
9. Sveinbjörn Óskar Guðlaugsson verslunarstjóri, fiskimatsmaður, f. 4. febrúar 1914, d. 6. maí 1994.
10. Andvana drengur, f. 28. október 1915 í Odda.
11. Halla Bergsteina Guðlaugsdóttir, síðast í Reykjavík, f. 5. nóvember 1918 í Odda, d. 17. ágúst 1997.

Bríet var með foreldrum sínum, en móðir hennar lést, er Bríet var 14 ára. Hún var með föður sínum á Lundi.
Brét flutti frá Eyjum 17 ára og fór í Húsmæðraskólann á Hallormsstað.
Þegar hún lauk því námi fluttist hún til Reykjavíkur og gerðist vinnukona hjá Richardi Thors. Síðar vann hún ýmis störf, s.s. hjá Skógrækt ríkisins, á City Hotel, við fiskvinnslu í Reykjavík og á Bíldudal, á sendibílastöðinni Þresti og við ræstingar á Alþingi og hjá Völundi. Síðast vann hún hjá Kassagerð Reykjavíkur.
Þau Jónas giftu sig 1944, eignuðust fjögur börn, en misstu eitt þeirra á fyrsta ári þess. Þau bjuggu í fyrstu í Kópavogi, fluttu þaðan í Skerjafjörð og síðan á Ásvallagötu. Árið 1946 fluttu þau í Kópavoginn að nýju og bjuggu þar síðan.
Bríet lést 2015 og Jónas 2015.

I. Maður Bríetar, (5. júní 1944), var Jónas Guðmundur Ólafsson sjómaður, sendibílstjóri, f. 29. júní 1921 í Stykkishólmi, d. 16. október 2015. Foreldrar hans voru Ólafur Jón Jónasson sjómaður, f. 8. mars 1887 á Innra-Leiti á Skógarströnd, Dal., d. 29. júlí 1929, og kona hans Ólína Jóhanna Pétursdóttir húsfreyja, f. 24. ágúst 1887 í Svefneyjum á Breiðafirði, d. 13. september 1979.
Börn þeirra:
1. Valgerður Jónasdóttir húsfreyja, f. 16. september 1944. Maður hennar Örn Gíslason.
2. Ólína Jóhanna Jónasdóttir húsfreyja, f. 12. desember 1945. Maður hennar Páll Andrésson.
3. Dóttir, f. 1961, d. sama ár.
4. Jónas Jónasson, f. 11. maí 1964. Barnsmóðir hans Kristjana Brynja Sigurðardóttir. Kona hans Alda Harðardóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.