„Elín Pálsdóttir Scheving“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
m (Verndaði „Elín Pálsdóttir Scheving“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
 
(Enginn munur)

Núverandi breyting frá og með 17. júlí 2022 kl. 20:26

Elín Pálsdóttir Scheving frá Görðum í Mýrdal, verkakona fæddist þar 18. ágúst 1864 og lést 12. febrúar 1931 í Eyjum.
Faðir Elínar var Páll, síðast bóndi í Görðum í Mýrdal, f. 19. janúar 1822 á Hellum þar, d. 9. apríl 1864, drukknaði í lendingu úr róðri, Vigfússon Schevings bónda í Görðum 1819 til æviloka, f. 1790, drukknaði í Dyrhólaós 25. apríl 1822, Vigfússonar bónda víða sunnan lands og vestan-, en síðast á Hellum 1803 til æviloka, f. 1748 á Reynistaðarklaustri í Skagafirði, d. 29. janúar 1834 á Hellum, Jónssonar klausturhaldara, f. 13. febrúar 1705, Vigfússonar, og konu Jóns Vigfússonar klausturhaldara, Þórunnar Hannesdóttur Scheving, f. 1718, en hún varð síðar kona Jóns eldklerks Steingrímssonar. Ættarnafnið Scheving kemur úr hennar legg.
Móðir Vigfúsar Schevings Vigfússonar (f. 1790) og síðari kona Vigfúsar Jónssonar var Ólöf húsfreyja, f. 1766 í Mýrarholti á Kjalarnesi, d. 23. mars 1858 á Þykkvabæjarklaustri, Teitsdóttir bónda, f. 1722, Gíslasonar, og konu Teits, Þóreyjar húsfreyju, f. 1736, Pálsdóttur.
Móðir Páls Vigfússonar Schevings og kona Vigfúsar Schevings Vigfússonar (f. 1790) var Guðríður húsfreyja, f. 1790 í Vatnsdal í Fljótshlíð, d. 14. nóvember 1871 á Reyni í Mýrdal, Jónsdóttir bónda í Vatnsdal og víðar, síðast í Stóra-Dal u. Eyjafjöllum, f. 1764 í Múlakoti í Fljótshlíð, d. 3. desember 1844 í Norður-Hvammi í Mýrdal, Gunnlaugssonar, og konu Jóns Gunnlaugssonar, Valgerðar húsfreyju, f. 1761, Pálsdóttur.

Móðir Elínar og kona Páls í Görðum var Sigríður húsfreyja, f. 22. janúar 1832 í Neðri-Dal í Mýrdal, d. 6. júlí 1871 í Görðum, Sigurðardóttir bónda í Neðri-Dal og Skarðshjáleigu í Mýrdal, f. 1787 á Eystri-Sólheimum þar, d. 29. maí 1852 í Skarðshjáleigu, Jónssonar bónda og hreppstjóra, síðast í Neðri-Dal, f. í september 1762, d. 20. maí 1830, Árnasonar, og konu Jóns Árnasonar, Gróu húsfreyju, f. 1749, Jónsdóttur.
Móðir Sigríðar í Neðri-Dal og kona Sigurðar Jónssonar var Ingibjörg húsfreyja, f. 1801, d. 16. júní 1839, Jónsdóttir bónda í Hryggjum í Mýrdal, f. 1764, d. 22. september 1825, Bjarnasonar, og konu Jóns Bjarnasonar, Ingveldar húsfreyju, f. 1771, Jónsdóttur.

Börn Páls Vigfússonar og Sigríðar í Eyjum:
1. Vigfús Scheving á Vilborgarstöðum, f. 5. september 1852, d. 23. desember 1939.
2. Sveinn P. Scheving á Steinsstöðum, f. 8. mars 1862, d. 3. ágúst 1943.
3. Elín Pálsdóttir Scheving, f. 18. ágúst 1864, d. 12. febrúar 1931.

Faðir Elínar drukknaði í lendingu úr róðri árið, sem hún fæddist. Hún var með móður sinni og Hallgrími Eiríkssyni stjúpa sínum í Görðum í Mýrdal 1874-1877, hjá þeim á Hellum þar 1877-1879, var vinnukona á Ketilsstöðum þar 1883-1884/6, þá í Reynisdal þar til 1887, í Görðum 1887-1889, í Presthúsum þar 1889-1892.
Hún fór til Eyja 1892, kom í Mýrdal frá Brúnum u. Eyjafjöllum 1998, var vinnukona á Ysta-Skála u. Eyjafjöllum 1901, kom til Eyja 1904.
Elín var bústýra Gunnlaugs á Bergstöðum við Urðaveg 24 og eignaðist barn með honum 1906.
Hún var verkakona á Miðhúsum 1910 með Gunnlaug son sinn hjá sér, leigjandi á Hjalla í Eyjum 1920, lausakona í Hólmgarði 1927, sjúklingur með heimilisfang þar 1930, en dvelur í Heiðarhvammi. Hún lést 1931.

I. Barnsfaðir Elínar var Gunnlaugur Sigurðsson sjómaður, síðar á Gjábakka, f. 28. september 1883, d. 20. apríl 1965.
Barn þeirra:
1. Gunnlaugur Gunnlaugsson (Laugi Scheving) bifreiðastjóri, f. 13. október 1906, d. 7. júní 1992 á Selfossi.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.