„Svava Alexandersdóttir“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
m (Verndaði „Svava Alexandersdóttir“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
Ekkert breytingarágrip
 
Lína 1: Lína 1:
[[Mynd:Svava Alexandersdottir.jpg|thumb|200px|''Svava Alexandersdóttir.]]
'''Svava Kristín Alexandersdóttir''' frá [[Landamót]]um, húsfreyja, verslunarmaður fæddist þar 15. september 1929 og lést 19. apríl 2020 á hjúkrunarheimilinu Eir.<br>
'''Svava Kristín Alexandersdóttir''' frá [[Landamót]]um, húsfreyja, verslunarmaður fæddist þar 15. september 1929 og lést 19. apríl 2020 á hjúkrunarheimilinu Eir.<br>
Foreldrar hennar voru [[Alexander Gíslason|Jón ''Alexander'' Gíslason]] skipstjóri, f. 18. mars 1899 í Fljótshlíð, d. 29. janúar 1966, og kona hans  [[Ásdís Sveinsdóttir (Landamótum)|Ásdís Sveinsdóttir]] frá [[Landamót]]um, húsfreyja, f. þar 23. október 1907, d. 18. ágúst 1989.
Foreldrar hennar voru [[Alexander Gíslason|Jón ''Alexander'' Gíslason]] skipstjóri, f. 18. mars 1899 í Fljótshlíð, d. 29. janúar 1966, og kona hans  [[Ásdís Sveinsdóttir (Landamótum)|Ásdís Sveinsdóttir]] frá [[Landamót]]um, húsfreyja, f. þar 23. október 1907, d. 18. ágúst 1989.

Núverandi breyting frá og með 13. maí 2022 kl. 20:10

Svava Alexandersdóttir.

Svava Kristín Alexandersdóttir frá Landamótum, húsfreyja, verslunarmaður fæddist þar 15. september 1929 og lést 19. apríl 2020 á hjúkrunarheimilinu Eir.
Foreldrar hennar voru Jón Alexander Gíslason skipstjóri, f. 18. mars 1899 í Fljótshlíð, d. 29. janúar 1966, og kona hans Ásdís Sveinsdóttir frá Landamótum, húsfreyja, f. þar 23. október 1907, d. 18. ágúst 1989.

Svava var með foreldrum sínum í æsku, á Landamótum og í Einbúa við Bakkastíg 5.
Hún lauk gagnfræðaprófi í Gagnfræðaskólanum og námi í Húsmæðraskólanum á Laugalandi.
Þau Tryggvi giftu sig 1951, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu í fyrstu í Bifröst við Bárustíg 11, síðar á Ásavegi 20. Eftir flutning til lands bjuggu þau í Garðabæ í 20 ár, síðan í Kópavogi.
Þau fluttu til lands í Gosinu 1973, keyptu kjörverslunina Hraunver í Hafnarfirði ásamt Birni bróður Tryggva og ráku hana í sex ár.
Eftir það var Svava ritari á fæðingadeild Landspítalans þar til hún fór á eftirlaun.
Svava söng í kirkjukór Landakirkju í Eyjum og síðan í kirkjukór Garðakirkju.
Tryggvi lést 2004 og Svava 2020.

I. Maður Svövu, (19. maí 1951), var Tryggvi Guðmundsson frá Miðbæ, kaupmaður, f. 1. október 1920, d. 1. júní 2004.
Börn þeirra:
1. Gylfi Tryggvason, f. 23. september 1951. Kona hans Margrét Rósa Jóhannesdóttir.
2. Aldís Tryggvadóttir, f. 21. september 1953. Maður hennar Vilhjálmur Vilhjálmsson.
3. Guðmundur Ásvaldur Tryggvason, f. 19. júlí 1956. Barnsmóðir hans Lilja Richardsdóttir. Kona hans Auður Tryggvadóttir.
4. Sveinn Orri Tryggvason, f. 14. janúar 1963. Kona hans Steinunn Ósk Konráðsdóttir.
Fósturbarn Tryggva og Áslaugar móður hans:
5. Bylgja Áslaug Tryggvadóttir, f. 23. mars 1939. Maður hennar Ólafur Höskuldsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.