Bylgja Áslaug Tryggvadóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Bylgja Áslaug Tryggvadóttir, húsfreyja, tanntæknir í Rvk fæddist 23. mars 1939 á Akureyri.
Foreldrar hennar voru Rakel Guðmundsdóttir frá Miðbæ, húsfreyja, f. 19. nóvember 1916, d. 14. október 1966, og maður hennar Ólafur Tryggvi Oddsson vélstjóri, f. 29. júlí 1912 á Sæbóli í Tálknafirði, d. 29. júní 1981.
Bylgja Áslaug varð kjörbarn Tryggva Guðmundssonar móðurbróður síns.
Þau Ólafur giftu sig 1962, eignuðust fimm börn. Þau bjuggu í Rvk.

I. Maður hennar, (2. ágúst 1962), er Ólafur Höskuldsson, tannlæknir, lektor, f. 30. apríl 1939 á Akureyri, d. 6. ágúst 2013. Foreldrar hans Höskuldur Steinsson, bakarameistari, f. 16. október 1912, d. 24. mars 1968, og kona hans Hulda Sigurborg Ólafsdóttir, húsfreyja, síðar ritari, f. 18. maí 1918, d. 20. desember 1993.
Börn þeirra:
1. Tryggvi Ólafsson, rafverkfræðingur, f. 11. apríl 1964. Kona hans Ásta Birna Hauksdóttir.
2. Steinarr Ólafsson, kerfisfræðingur, f. 10. október 1966. Kona hans Alfa Regína Jóhannsdóttir.
3. Hörður Ólafsson, læknir, f. 2. október 1967. Kona hans Fjóla Hermannsdóttir.
4. Höskuldur Ólafsson, íslenskufræðingur og heimspekingur, f. 11. nóvember 1967.
5. Þór Ólafsson, stálsmiður, f. 7. mars 1980.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.