„Jón Stefánsson (Fagurhól)“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: '''Jón Stefánsson''' frá Fagurhól við Strandveg 55, strætisvagnastjóri, iðnverkamaður, næturvörður, loftskeytamaður, ritstjóri fæddist þar 28. ágúst 1909 og lést 19. mars 1991.<br> Foreldrar hans voru Stefán Ólafsson í Fagurhól, sjómaður, bátsformaður, vélstjóri, f. 7. desember 1881 á Vopnafirði, d. 4. mars 1967, og kona hans Guðrún Sigurlaug Jónsdóttir frá Norður-Hvammi í Mýrdal,...) |
m (Verndaði „Jón Stefánsson (Fagurhól)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Núverandi breyting frá og með 14. janúar 2022 kl. 14:51
Jón Stefánsson frá Fagurhól við Strandveg 55, strætisvagnastjóri, iðnverkamaður, næturvörður, loftskeytamaður, ritstjóri fæddist þar 28. ágúst 1909 og lést 19. mars 1991.
Foreldrar hans voru Stefán Ólafsson í Fagurhól, sjómaður, bátsformaður, vélstjóri, f. 7. desember 1881 á Vopnafirði, d. 4. mars 1967, og kona hans Guðrún Sigurlaug Jónsdóttir frá Norður-Hvammi í Mýrdal, húsfreyja, f. 30. mars 1885 á Stóru-Heiði þar, d. 25. janúar 1957.
Jón var með foreldrum sínum í æsku.
Hann flutti til Reykjavíkur, var þar strætisvagnastjóri, leigubifreiðastjóri hjá Steindóri, iðnverkamaður hjá Ölgerð Egils Skallagrímssonar.
Eftir flutning til Eyja 1948 vann Jón við næturvörslu á ,,bátabylgjunni” hjá Loftskeytastöðinni í Eyjum. Hann var ritstjóri Brautarinnar, blaðs Alþýðuflokksfélagsins í Eyjum um skeið.
Þau Elísabet giftu sig 1939, eignuðust þrjú börn. Þau fluttu til Eyja 1948, bjuggu í Godthaab við Strandveg 11, á Bifröst við Bárustíg 11, á Helgafellsbraut 25, síðar á Heiðarvegi 50.
Jón lést 1991 og Elísabet 2004.
I. Kona Jóns, (13. maí 1939), var Elísabet Kristjánsdóttir frá Svínhól í Miðdölum, húsfreyja, f. þar 1. desember 1919, d. 23. janúar 2004.
Börn þeirra:
1. Gunnar Stefán Jónsson bæjargjaldkeri, f. 20. ágúst 1939. Kona hans Ragnheiður Björgvinsdóttir.
2. Hermann Kristján Jónsson gjaldkeri, f. 10. júní 1945. Kona hans Herdís Tegeder.
3. Ágústína Jónsdóttir bankastarfsmaður, f. 11. október 1949 í Godthaab, d. 29. september 2014. Maður hennar Jóhann Ásgeirsson.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Hermann Kristján.
- Íbúaskrá Vestmannaeyja 1972.
- Íslendingabók.
- Manntöl.
- Morgunblaðið 31. janúar 2004. Minning Elísabetar.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.