„Björn Þórðarson (Rauðafelli)“: Munur á milli breytinga
m (Verndaði „Björn Þórðarson (Rauðafelli)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 14: | Lína 14: | ||
10. [[Þóra Stefánsdóttir (Fagrafelli)|Karólína ''Þóra'' Stefánsdóttir]], f. 2. júní 1929 á Fagrafell]]i, d. 16. mars 2014.<br> | 10. [[Þóra Stefánsdóttir (Fagrafelli)|Karólína ''Þóra'' Stefánsdóttir]], f. 2. júní 1929 á Fagrafell]]i, d. 16. mars 2014.<br> | ||
11. [[Ásta Þórðardóttir (félagsráðgjafi)|Ásta Þórðardóttir]] húsfreyja, félagsráðgjafi, f. 16. október 1930 á [[Fagrafell]]i, d. 19. september 2019.<br> | 11. [[Ásta Þórðardóttir (félagsráðgjafi)|Ásta Þórðardóttir]] húsfreyja, félagsráðgjafi, f. 16. október 1930 á [[Fagrafell]]i, d. 19. september 2019.<br> | ||
12. [[Birna Þórðardóttir]], f. 10. júní 1933 á [[Fagrafell]]i, d. 17. ágúst 1990. | 12. [[Birna Þórðardóttir (Fagrafelli)|Birna Þórðardóttir]], f. 10. júní 1933 á [[Fagrafell]]i, d. 17. ágúst 1990. | ||
Björn var með foreldrum sínum í æsku.<br> | Björn var með foreldrum sínum í æsku.<br> |
Núverandi breyting frá og með 26. nóvember 2021 kl. 18:06
Björn Þórðarson frá Rauðafelli, sjómaður, vélstjóri, skipstjóri fæddist 13. desember 1919 á Rauðafell og lést 31. mars 1994.
Foreldrar hans voru Þórður Stefánsson bóndi, útgerðarmaður, skipasmiður, f. 15. júní 1892 á Hrútafelli u. Eyjafjöllum, d. 9. nóvember 1980, og kona hans Katrín Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 24. október 1892 á Leirum u. Eyjafjöllum, d. 28. nóvember 1974.
Börn Katrínar og Þórðar:
1. Þórður Guðmann Þórðarson, f. 17. júní 1914 í Berjaneskoti u. Eyjafjöllum, d. 19. ágúst 1986.
2. Guðmundur Þórðarson, f. 20. febrúar 1916 í Berjaneskoti u. Eyjafjöllum, d. 30. janúar 1936.
3. Rut Gróa Þórðardóttir, f. 15. maí 1917 í Berjaneskoti u. Eyjafjöllum, d. 10. júní 1995.
4. Sigurður Þórðarson, f. 18. september 1918 í Berjaneskoti u. Eyjafjöllum, d. 14. júní 1940.
5. Björn Þórðarson, f. 13. desember 1919 á Rauðafelli, d. 31. mars 1994.
6. Stefán Þórðarson, f. 19. mars 1921 á Rauðafelli, d. 29. apríl 1945.
7. Guðbjörg Anna Þórðardóttir, f. 29. október 1922 í Barnaskólanum, d. 8. febrúar 1940.
8. Grímur Gísli Þórðarson, f. 5. apríl 1925 á Fagrafelli, d. 18. júlí 1925.
9. Vilborg Alda Þórðardóttir, f. 22. nóvember 1926 á Fagrafelli, d. 25. ágúst 1938.
10. Karólína Þóra Stefánsdóttir, f. 2. júní 1929 á Fagrafell]]i, d. 16. mars 2014.
11. Ásta Þórðardóttir húsfreyja, félagsráðgjafi, f. 16. október 1930 á Fagrafelli, d. 19. september 2019.
12. Birna Þórðardóttir, f. 10. júní 1933 á Fagrafelli, d. 17. ágúst 1990.
Björn var með foreldrum sínum í æsku.
Hann fékk vélstjórnarréttindi, lauk síðar prófi í Stýrimannaskólanum.
Björn hóf ungur störf við útgerð föður síns og búskap, en faðir hans rakm bæði útgerð og kúa- og sauðfjárbúskap, heyjaði m.a. í Ystakletti. Hann réri ungur með föður sínum á Lítillát VE-234, fyrst háseti, síðar vélstjóri. Hann og Þórður Guðmann bróðir hans eignuðust Happasæl VE 162 1942 og þar varð Björn skipstjóri. Bátinn gerðu þeir út frá Eyjum og Þórshöfn á Langanesi. Síðan var Björn skipstjóri á Ingólfi.
Hann bjó á Rauðafelli við Vestmannabraut 48b, Fagrafelli við Hvítingaveg 5 í æsku og í Höfða við Hásteinsveg 21 1939 með foreldrum sínum og síðar með Þórði bróður sínum, flutti frá Eyjum á stríðsárunum og reri frá Grindavík í nokkur ár. Hann varð einn af eigendum og skipstjóri á Grindvíkingi GK, nýsmíðuðum bát og var bæði við veiðar á vetrarvertíðum frá Grindavík og á síldveiðum fyrir Norðurlandi. Hann var aflahæstur yfir Landið á einni vetrarvertíð.
Þegar olíuskipið Clam strandaði við Reykjanes 1950, tókst einum skipverjanna að komast að landi og í skúta neðst í bjarginu. Björn seig eftir honum og bjargaðist hann þannig.
Hann sneri til Eyja 1952, tók við skipstjórn á Helga Helgasyni VE 343 og Andvara VE og lauk þar með sjómennsku sinni.
Björn lést á Hrafnistu í Reykjavík 1994.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
- Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1995. Theodór Georgsson.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.