„Böðvar Ingvarsson (Ásum)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
 
Lína 17: Lína 17:
Þau Ólafía bjuggu á [[Rafnseyri]] 1922, á [[Grímsstaðir|Grímsstöðum]] 1924, á [[Hallormsstaður|Hallormsstað]] 1926, í [[Vallanes]]i 1930 og 1933, voru komin að [[Ásar|Ásum]] 1934 og bjuggu þar til ársins 1967, er þau fluttu til Reykjavíkur og bjuggu með Mörtu dóttur sinni í Álfheimum 30. Þau fluttu að nýju til Eyja og dvöldu í [[Hraunbúðir|Hraunbúðum]].<br>
Þau Ólafía bjuggu á [[Rafnseyri]] 1922, á [[Grímsstaðir|Grímsstöðum]] 1924, á [[Hallormsstaður|Hallormsstað]] 1926, í [[Vallanes]]i 1930 og 1933, voru komin að [[Ásar|Ásum]] 1934 og bjuggu þar til ársins 1967, er þau fluttu til Reykjavíkur og bjuggu með Mörtu dóttur sinni í Álfheimum 30. Þau fluttu að nýju til Eyja og dvöldu í [[Hraunbúðir|Hraunbúðum]].<br>
Böðvar var verkamaður, en varð fljótlega verkstjóri hjá bæjarfélaginu, var t.d. verkstjóri við hafnargerðina á árum áður.<br>
Böðvar var verkamaður, en varð fljótlega verkstjóri hjá bæjarfélaginu, var t.d. verkstjóri við hafnargerðina á árum áður.<br>
Böðvar lést 1981 og Ólafía 1988.


I. Kona Böðvars, (1919), var  [[Ólafía Halldórsdóttir (Ásum)|Ólafía Halldórsdóttir]] frá Kotmúla í Fljótshlíð, húsfreyja, f. þar 8. ágúst 1894, d. 11. maí 1988.<br>
I. Kona Böðvars, (1919), var  [[Ólafía Halldórsdóttir (Ásum)|Ólafía Halldórsdóttir]] frá Kotmúla í Fljótshlíð, húsfreyja, f. þar 8. ágúst 1894, d. 11. maí 1988.<br>

Núverandi breyting frá og með 17. nóvember 2021 kl. 10:08

Böðvar Ingvarsson.

Böðvar Ingvarsson frá Koti á Rangárvöllum, verkstjóri fæddist þar 29. ágúst 1893 og lést 26. desember 1981.
Faðir Böðvars á Ásum var Ingvar bóndi í Koti á Rangárvöllum 1893-1895, síðar steinsmiður í Reykjavík, f. 5. febrúar 1863, d. 30. nóvember 1915, Sveinsson bónda á Vestri-Torfastöðum í Fljótshlíð, f. 4. júlí 1833, d. 15. september 1891, Árnasonar bónda á Arngeirsstöðum þar, f. 3. júlí 1799, d. 4. júlí 1860, Jónssonar, og konu Árna bónda, Guðrúnar húsfreyju, f. 14. nóvember 1805, d. 6. október 1860, Jónsdóttur.
Móðir Ingvars steinsmiðs og kona Sveins á Torfastöðum var Ingibjörg húsfreyja, f. 6. desember 1829, d. 1. mars 1898, Gísladóttir bónda á Brekkum á Rangárvöllum 1823-1869, f. 22. júní 1799 í Gunnarsholti, d. 17. júlí 1869 á Brekkum, Árnasonar, og konu Gísla á Brekkum, Ingiríðar húsfreyju, f. 10. október 1790, d. 21. janúar 1868, Finnsdóttur.

Móðir Böðvars á Ásum og kona (18. október 1893) Ingvars steinsmiðs var Guðrún húsfreyja, f. 18. júní 1873, d. 21. júní 1959, Jónsdóttir bónda á Þorleifsstöðum á Rangárvöllum, f. 19. október 1822 í Kotmúla í Fljótshlíð, d. 16. desember 1899 á Þorleifsstöðum, Þorvarðssonar bónda í Kotmúla, skírður 11. ágúst 1777, d. 30. janúar 1845, Sveinssonar, og konu Þorvarðar, Kristínar húsfreyju, f. 1780, d. 30. september 1852, Þorsteinsdóttur.
Móðir Guðrúnar húsfreyju og kona Jóns á Þorleifsstöðum var Ingibjörg húsfreyja, f. 8. ágúst 1833, d. 7. mars 1893, Böðvarsdóttir bónda á Reyðarvatni á Rangárvöllum, f. 25. febrúar 1800 í Gunnarsholtshjáleigu þar, d. 18. júní 1870 á Reyðarvatni, Tómassonar, og konu Böðvars á Reyðarvatni (1. nóvember 1832), Guðrúnar húsfreyju á Reyðarvatni, í hjónabandi þeirra Böðvars 1851-1870 og í síðara hjónabandi með Helga Bjarnasyni 1871-1882, f. 16. júní 1816, d. 22. júli 1906 á Reyðarvatni, Halldórsdóttur.

Fósturforeldrar Böðvars voru Markús Gíslason bóndi á Valsstrýtu í Fljótshlíð, f. 26. mars 1866 og kona hans Sigríður Aradóttir húsfreyja, f. 6. janúar 1875, d. 25. apríl 1949.

Systir Böðvars í Eyjum var
1. Guðrún Kristín Ingvarsdóttir húsfreyja í Skuld, f. 5. mars 1907, d. 26. mars 2005.

Böðvar var með foreldrum sínum fyrstu tvö ár ævinnar. Þau fluttust þá til Reykjavíkur, en hann fór í fóstur að Valsstrýtu í Fljótshlíð.
Þar ólst hann upp, var vinnumaður þar 1913, en vinnumaður á Butru þar 1914-1917.
Hann var lausamaður á Kotmúla 1918 og þau Ólafía giftu sig á því ári. Þau voru farin þaðan í lok árs 1919, bjuggu á Bræðraborgarstíg 3b í Reykjavík með barnið Ásdísi 1920. Ólafía Dóra fæddist þar 1921 og Ásta 1922. Þau fluttu til Eyja úr Reykjavík 1922 með tvö börn sín Ásdísi og Ástu, en Ólafía Dóra var látin. Þau eignuðust níu börn, en misstu tvö fyrstu börn sín á ungum aldri.
Þau Ólafía bjuggu á Rafnseyri 1922, á Grímsstöðum 1924, á Hallormsstað 1926, í Vallanesi 1930 og 1933, voru komin að Ásum 1934 og bjuggu þar til ársins 1967, er þau fluttu til Reykjavíkur og bjuggu með Mörtu dóttur sinni í Álfheimum 30. Þau fluttu að nýju til Eyja og dvöldu í Hraunbúðum.
Böðvar var verkamaður, en varð fljótlega verkstjóri hjá bæjarfélaginu, var t.d. verkstjóri við hafnargerðina á árum áður.
Böðvar lést 1981 og Ólafía 1988.

I. Kona Böðvars, (1919), var Ólafía Halldórsdóttir frá Kotmúla í Fljótshlíð, húsfreyja, f. þar 8. ágúst 1894, d. 11. maí 1988.
Börn þeirra:
1. Ásdís Böðvarsdóttir, f. 11. ágúst 1919, d. 21. apríl 1925.
2. Ólafía Dóra Böðvarsdóttir, f. 3. mars 1921, d. 12. september 1921.
3. Ásta Böðvarsdóttir húsfreyja, f. 22. september 1922, d. 1. ágúst 1993. Maður hennar Halldór Sigmar Guðmundsson.
4. Marta Sigríður Böðvarsdóttir, f. 4. júní 1924 á Grímsstöðum, d. 20. september 2002.
5. Guðmundur Ármann Böðvarsson, f. 19. júlí 1926 á Hallormsstað, d. 5. febrúar 2005. Kona hans Jóna Þuríður Bjarnadóttir.
6. Ásdís Böðvarsdóttir húsfreyja, f. 28. mars 1928 á Hallormsstað, d. 8. október 2002. Maður hennar Þórður Snjólfsson.
7. Aðalheiður Dóra Böðvarsdóttir, f. 28. maí 1929 á Hallormsstað, d. 27. október 2003.
8. Hilmar Böðvarsson, f. 16. janúar 1931 í Vallanesi, d. 4. nóvember 2017. Kona hans Sæbjörg Jónsdóttir.
9. Bergþór Reynir Böðvarsson, f. 15. maí 1934 á Ásum, d. 19. nóvember 2013. Kona hans Sigurlaug Vilmundardóttir, látin.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 9. janúar 1982. Minning.
  • Prestþjónustubækur.
  • Rangvellingabók. Valgeir Sigurðsson. Rangárvallahreppur, Hellu 1982.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.