„Guðjón Jónsson (Heiði)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Merki: Síðasta breyting handvirkt tekin til baka
 
(1 millibreyting ekki sýnd frá sama notandanum)
(Enginn munur)

Núverandi breyting frá og með 17. janúar 2024 kl. 12:04

Sjá aðgreiningarsíðuna fyrir aðra sem hafa borið nafnið „Guðjón Jónsson


Guðjón í Heiði, mynd tekin í mars 1928. Guðjón er því 45 ára á þessari mynd.
Guðríður Jónsdóttir.

Guðjón Jónsson, Heiði, fæddist 18. maí 1882 að Indriðakoti undir Eyjafjöllum og lést 22. mars 1963. Guðjón var þríkvæntur. Fyrsta eiginkona hans hét Sigríður Nikulásdóttir. Þau giftust árið 1906. Hún lést árið 1917 og eignuðust þau tvö börn. Önnur eiginkona hans hét Guðríður Jónsdóttir. Guðríður var ekkja Sigurðs Sigurfinnssonar. Hún lést frá Guðjóni. Þriðja eiginkona Guðjóns var Bjarngerður Ólafsdóttir. Guðjón lést áttræður. Gerða, eins og Bjarngerður var kölluð, var öllu yngri en Guðjón og lést hún tæpum 33 árum síðar.

Árið 1898 fór Guðjón til Vestmannaeyja á fjallaskip með Friðriki Benónýsyni og var með honum nokkrar vertíðir. Ásamt honum keypti hann Portland og var þar háseti og formaður. Árið 1913 var Guðjón með Friðþjóf og síðar Gamm. Árið 1918 keypti Guðjón Kára Sölmundarson og var með hann til ársloka 1927. Þá tók Guðjón við Geir Goða þar sem hann varð aflakóngur árið 1928. Síðar var hann með ýmsa báta allt til 1946 og hafði þá verið formaður í 40 vertíðir.


Heimildir

  • Sjómannablaðið Víkingur. Farmanna- og Fiskimannasamband Íslands.

Frekari umfjöllun

Guðjón Jónsson skipstjóri, útgerðarmaður á Heiði fæddist 18. maí 1882 í Indriðakoti u. Eyjafjöllum og lést 22. mars 1963.
Foreldrar hans voru Jón vinnumaður í Indriðakoti, síðar í Efra-Langholti í Árn., f. 10. febrúar 1845 á Hrútafelli, Arnoddsson bónda á Hrútafelli, Brandssonar og konu Arnodds, Jórunnar Jónsdóttur húsfreyju, og Elín frá Indriðakoti, síðar húsfreyja í Ormskoti u. Eyjafjöllum, f. 8. nóvember 1855, d. 8. júlí 1925, Jónsdóttir Jónssonar, og konu Jóns Arndísar Þorsteinsdóttur húsfreyju.

Guðjón var tökubarn fyrstu ár sín. Hann var hjú í Ormskoti 1901, þar bjó móðir hans og Jóhann Árnason fósturfaðir.
Þau Sigríður fluttust til Eyja 1906, hann frá Ormskoti, hún frá Miðgrund u. Eyjafjöllum, giftu sig í Þinghúsinu í Eyjum 1906, voru húsfólk á Landamótum 1906, á Felli 1907, bjuggu í Bræðraborg 1908 og síðan meðan Sigríði entist líf. Þar fæddist Jóhanna Nikólína 1909 og Sigurjón 1911.
Sigríður lést 1917 og Sigurjón sonur þeirra Guðjóns tæpra 10 ára 1921.
Guðjón giftist Guðríði sumarið 1918 og bjó með henni á Litlu-Heiði. Hjá þeim bjuggu á því ári Jóhanna Nikólína og Sigurjón börn Guðjóns og Einar Sigurðsson og Baldur Sigurður börn Guðríðar.
Þau Guðríður eignuðust ekki börn. Hún lést 1944.
Guðjón bjó á Stóru-Heiði 1945. Þar var Bjarngerður vinnukona, en 1949 var hann þar með Bjarngerði ráðskonu, síðar húsfreyju. Baldur var þar jafnan í heimili.
Guðjón lést 1963.

Guðjón var þríkvæntur.
I. Fyrsta kona hans, (16. nóvember 1906), var Sigríður Nikulásdóttir húsfreyja, f. 6. september 1879 á Mið-Grund u. Eyjafjöllum, d. 4. ágúst 1917.
Börn þeirra:
1. Jóhanna Nikólína Guðjónsdóttir, f. 19. ágúst 1909, d. 19. apríl 1976.
2. Sigurjón Guðjónsson, f. 10. október 1911 í Bræðraborg, d. 6. ágúst 1921.

II. Önnur kona Guðjóns, (1918), var Guðríður Jónsdóttir húsfreyja, f. 10. júlí 1871, d. 1. júní 1944.
Þau voru barnlaus, en Guðjón gekk börnum hennar í föðurstað.
Þau voru:
3. Einar Sigurðson frystihúsarekandi, útgerðarmaður, f. 7. febrúar 1906, d. 22. mars 1977.
4. Baldur Sigurður Sigurðsson bílstjóri, f. 22. maí 1908 á Heiði, jarðsettur 19. desember 1961.

III. Þriðja kona Guðjóns, (28. júlí 1957), var Bjarngerður Ólafsdóttir frá Keldudal í Mýrdal, f. 11. júní 1907, d. 29. febrúar 1996.
Þau voru barnlaus.

Myndir


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.