„Ásthildur Gréta Gunnarsdóttir“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: '''Ásthildur Gréta Gunnarsdóttir''' frá Bíldudal, húsfreyja, fæddist 15. júní 1946.<br> Foreldrar hennar voru Gunnar Guðmundsson frá Otradal í Arnarfirði, trésmiður og...) |
m (Verndaði „Ásthildur Gréta Gunnarsdóttir“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Núverandi breyting frá og með 31. október 2019 kl. 16:51
Ásthildur Gréta Gunnarsdóttir frá Bíldudal, húsfreyja, fæddist 15. júní 1946.
Foreldrar hennar voru Gunnar Guðmundsson frá Otradal í Arnarfirði, trésmiður og múrari í Reykjavík, f. 6. ágúst 1922, d. 26. janúar 1979, og kona hans Sigríður Magnúsdóttir frá Hergilsey á Breiðafirði, húsfreyja, f. 19. ágúst 1927.
Ásthildur Gréta var með foreldrum sínum í æsku, á Bíldudal, síðan í Reykjavík.
Þau Ómar giftu sig 1970, eignuðust fimm börn, bjuggu í fyrstu í Reykjavík. Þau fluttust til Eyja tveim árum fyrir Gos, bjuggu á Helgafellsbraut 1, síðan í í Stafholti, Víðisvegi 7 B fram að Gosi. Við endurkomu 1989 bjuggu þau á Hólagötu 27 og Foldahrauni 42, en á Búhamri 41 frá 1994.
Ásthildur vann afgreiðslustörf, við leikskólann á Rauðagerði og í eldhúsinu á Hraunbúðum.
Þau Ómar fluttu úr bænum 2015.
Þau bjuggu um skeið í Kópavogi, en síðan á Skagaströnd.
I. Maður Ásthildar Grétu, (9. janúar 1970), er Ómar Haraldsson vélfræðingur, vélstjóri, f. 14. október 1946 í Reykjavík.
Börn þeirra:
1. Ágúst Óðinn Ómarsson skipstjóri á Drangey SK1, f. 21. september 1969. Maki hans er Sigríður Ólína Ásgeirsdóttir.
2. Vigdís Ósk Ómarsdóttir húsfreyja, viðskiptafræðingur, f. 29. ágúst 1971. Maki hennar er Hjörtur Sævar Guðmundsson.
3. Sigrún Alda Ómarsdóttir húsfreyja, kaupmaður, MA í menningarstjórnun. Hún rekur eigin verslun á Skólavegi 6, f. 12.maí 1976, gift Sveini Ásgeirssyni stýrimanni.
4. Gunnar Tryggvi Ómarsson stýrimaður, fæddur 27. desember 1978.
5. Ásthildur Tinna Ómarsdóttir húsfreyja, sjúkraliði, f. 24.maí 1981, býr í Danmörku. Maður hennar er Paw Petersen.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Ásthildur.
- Íbúaskrá Vestmannaeyja 1972.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
- Sigrún Alda.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.