„Lárus Einarsson (Þorvaldseyri)“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: '''Lárus Sigurfinnur Einarsson''' frá Þorvaldseyri, verslunarmaður fæddist 23. mars 1922 í Tungu og lést 18. ágúst 1980.<br> Foreldrar hans voru Einar Láruss...) |
m (Verndaði „Lárus Einarsson (Þorvaldseyri)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Núverandi breyting frá og með 2. september 2019 kl. 16:53
Lárus Sigurfinnur Einarsson frá Þorvaldseyri, verslunarmaður fæddist 23. mars 1922 í Tungu og lést 18. ágúst 1980.
Foreldrar hans voru Einar Lárusson málarameistari, f. 20. mars 1893 í Álftagróf í Mýrdal, d. 5. maí 1963, og kona hans Sigrún Vilhjálmsdóttir frá Snorrastöðum í Kolbeinsstaðahreppi, Hnapp., húsfreyja, f. 29. september 1897, d. 19. janúar 1956.
Börn Sigrúnar og Einars:
1. Lárus Sigurfinnur Einarsson verslunarmaður, f. 23. mars 1922 í Tungu, d. 18. ágúst 1980.
2. Haraldur Arnór Einarsson kennari, auglýsingateiknari, myndlistarmaður, síðast í Hveragerði, f. 17 júlí 1924 á Reynivöllum, d. 16. apríl 2005.
3. Bragi Einarsson málarameistari, f. 27. apríl 1930 á Þorvaldseyri, d. 24. júlí 2002.
Lárus var með foreldrum sínum fyrstu ár sín, en móðir hans varð langveik og var á sjúkrahúsi í Reykjavík.
Hann lauk þriðja bekkjar gagnfræðaprófi og Samvinnuskólaprófi, vann við verslun föður síns á Þorvaldseyri, orti ljóð, sem sum birtust í blöðum.
Eftir lát föður síns var hann lítt sjálfbjarga sjúklingur og
dvaldi á Ási í Hveragerði.
Hann lést 1980.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.