Bragi Einarsson (málarameistari)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
(Endurbeint frá Bragi Einarsson (málari))
Fara í flakk Fara í leit
Bragi Einarsson.

Bragi Einarsson frá Þorvaldseyri, málarameistari fæddist þar 27. apríl 1930 og lést 24. júlí 2002.
Foreldrar hans voru Einar Lárusson málarameistari, f. 20. mars 1893 í Álftagróf í Mýrdal, d. 5. maí 1963, og kona hans Sigrún Vilhjálmsdóttir frá Snorrastöðum í Kolbeinsstaðahreppi, Hnapp., húsfreyja, f. 29. september 1897, d. 19. janúar 1956.

Börn Sigrúnar og Einars:
1. Lárus Sigurfinnur Einarsson verslunarmaður, f. 23. mars 1922 í Tungu, d. 18. ágúst 1980.
2. Haraldur Arnór Einarsson kennari, auglýsingateiknari, myndlistarmaður, síðast í Hveragerði, f. 17 júlí 1924 á Reynivöllum, d. 16. apríl 2005.
3. Bragi Einarsson málarameistari, f. 27. apríl 1930 á Þorvaldseyri, d. 24. júlí 2002.

Bragi var með foreldrum sínum í fyrstu, en móðir hans var sjúklingur og var langdvölum á sjúkrahúsi í Reykjavík.
Hann varð þriðja bekkjar gagnfræðingur í Gagnfræðaskólanum, nam málaraiðn hjá föður sínum 1948-1952, lauk prófi í Iðnskólanum í Eyjum og fékk sveinsbréf 1953 og og meistararéttindi 1965.
Bragi rak ásamt föður sínum verslun, glerslípun og speglagerð í Eyjum frá 1952-1960, en flutti þá til Reykjavíkur. Þar stundaði hann einnig verslunarstörf og iðngrein sína og rak síðan eigin heildsölu um skeið.
Bragi starfaði síðustu árin nær eingöngu að málefnum Félags íslenskra hugvitsmanna.
Hann bjó lengst á Óðinsgötu 20, en síðustu mánuði ævi sinnar bjó hann á Dvalarheimilinu Felli.

Hann skrifaði bók, ”Bókin hans Braga“, sem dreift var til fjölmargra grunnskólanema til að hvetja þá til að læra að meta og hafa trú á eigin hugmyndum.
Hann lést 2002.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Íslenskir málarar - Saga og málaratal. Kristján Guðlaugsson. Málarameistarafélag Reykjavíkur 1982.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 1. ágúst 2002. Minning.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.