„Steingerður Jóhannsdóttir (Brekku)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: thumb|200px|''Steingerður Jóhannsdóttir. '''Steingerður Jóhannsdóttir''' frá Brekku, húsfreyja, matsveinn fæddist 27. nó...)
 
Ekkert breytingarágrip
 
(2 millibreytingar ekki sýndar frá sama notandanum)
Lína 45: Lína 45:
[[Flokkur: Íbúar í Hraunbúðum]]
[[Flokkur: Íbúar í Hraunbúðum]]
[[Flokkur: Íbúar við Skólaveg]]
[[Flokkur: Íbúar við Skólaveg]]
[[Flokkur: Íbúar við Dalveg]]
[[Flokkur: Íbúar við Dalhraun]]

Núverandi breyting frá og með 27. febrúar 2019 kl. 20:35

Steingerður Jóhannsdóttir.

Steingerður Jóhannsdóttir frá Brekku, húsfreyja, matsveinn fæddist 27. nóvember 1919 á Brekku og lést 21. október 2005.
Foreldrar hennar voru Jóhann Jónsson skipstjóri, húsasmiður frá Túni, f. 20. maí 1876, d. 13. janúar 1931, og kona hans Kristín Árnadóttir frá Jómsborg, húsfreyja, f. 17. september 1878 í Mið-Mörk u. V-Eyjafjöllum, d. 20. september 1926.

Börn Kristínar og Jóhanns voru:
1. Andvana fætt sveinbarn 7. nóvember 1900 í Túni.
2. Guðrún Hrefna Jóhannsdóttir, f. 11. apríl 1902 á Brekku, d. 14. desember 1945.
3. Þórsteina Jóhannsdóttir, f. 22. janúar 1904 á Brekku, d. 23. nóvember 1991.
4. Engilbert Jóhannsson, f. 26. júlí 1905 á Brekku, d. 8. janúar 1990.
5. Karl Jóhannsson, f. 29 nóvember 1906 á Brekku, d. 4. febrúar 1998.
6. Árný Svava Jóhannsdóttir, f. 23. maí 1908 á Brekku, d. 20. desember 1908.
7. Friðþjófur Jóhannsson, f. 21. maí 1910 á Brekku, d. 10. febrúar 1930.
8. Hulda Jóhannsdóttir, f. 19. október 1911 á Brekku, d. 17. september 1993.
9. Auróra Alda Jóhannsdóttir, f. 6. maí 1913, d. 11. maí 1995.
10. Bjarni Baldur Jóhannsson, f. 23. mars 1915, d. 4. apríl 1915.
11. Emma Jóna Jóhannsdóttir, f. 8. desember 1917, d. 19. mars 1989.
12. Steingerður Jóhannsdóttir, f. 27. júlí 1919, d. 21. október 2005.

Steingerður var með foreldrum sínum í bernsku, en móðir hennar lést 1926. Hún var með föður sínum og systkinum á Brekku 1930, en hjá Karli bóður sínum og Kristjönu Oddsdóttur þá bústýru hans í Baðhúsinu, Bárustíg 15 1934.
Steingerður bjó í Reykjavík við fæðingu Mary Kristínar 1943.
Hún fluttist til Eyja 1948 frá Reykjavík og var ,,verslunarmær“ til heimilis á Grímsstöðum við Skólaveg 27 með Mary Kristínu með sér 1949.
Steingerður var lengi matreiðslukona til sjós, á flutningaskipum, lengst á Jarlinum og Suðra.
Að síðustu bjó hún í Hraunbúðum og lést 2005.

I. Barnsfaðir Steingerðar var Earl Coiner, bandarískur hermaður, f. 25. desember 1923.
Barn þeirra:
1. Mary Kristín Coiner húsfreyja, f. 5. júlí 1943 á Njálsgötu 71 í Reykjavík. Maður hennar er Stein Ingólf Henriksen vélstjóri, f. 10. janúar 1942.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.