Kristín Árnadóttir (Brekku)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Kristín Árnadóttir.

Kristín Árnadóttir húsfreyja á Brekku fæddist 17. september 1878 í Mið-Mörk u. V-Eyjafjöllum og lést 20. september 1926 á Brekku.
Foreldrar hennar voru Árni Árnason bóndi, f. 9. maí 1845, d. 31. janúar 1923, og kona hans Margrét Engilbertsdóttir, f. 25. maí 1840, d. 6. mars 1914.
Fósturforeldrar hennar voru Jórunn Jónsdóttir Austmann húsfreyja í Jómsborg, f. 1821, d. 27. október 1906, og síðari maður hennar Engilbert Engilbertsson móðurbróðir Kristínar, f. 7. desember 1850, d. 21. september 1896.

Margrét móðir Kristínar var systir Gísla Engilbertssona verslunarstjóra og Engilberts Engilbertssonar verslunarmanns í Jómsborg.
Bróðir Kristínar var Ágúst Árnason kennari og smiður í Baldurshaga.

Kristín var komin í fóstur til hjónanna í Jómsborg 1880, var með þeim og síðan Jórunni.
Hún fór með Jórunni til Reykjavíkur 1898, en kom gift kona til Eyja með Jóhanni og Jórunni 1899.
Þau Jóhann bjuggu í Túni við fæðingu andvana sveinbarns síns 1900, voru í Nöjsomhed 1901, voru komin á Brekku við fæðingu Guðrúnar Hrefnu 1902 og bjuggu þar síðan. Þau eignuðust 10 börn á Brekku.
Kristín lést 1926 og Jóhann 1931.ctr
Nokkur Brekkusystkina.

Maður Kristínar, (1899), var Jóhann Jónsson útgerðarmaður, formaður og smiður á Brekku, f. 20. maí 1876, d. 13. janúar 1931.
Börn þeirra voru:
1. Andvana fætt sveinbarn 7. nóvember 1900 í Túni.
2. Guðrún Hrefna Jóhannsdóttir, f. 11. apríl 1902 á Brekku, d. 14. desember 1945.
3. Þórsteina Jóhannsdóttir, f. 22. janúar 1904 á Brekku, d. 23. nóvember 1991.
4. Engilbert Jóhannsson, f. 26. júlí 1905 á Brekku, d. 8. janúar 1990.
5. Karl Jóhannsson, f. 29 nóvember 1906 á Brekku, d. 4. febrúar 1998.
6. Árný Svava Jóhannsdóttir, f. 23. maí 1908 á Brekku, d. 20. desember 1908.
7. Friðþjófur Jóhannsson, f. 21. maí 1910 á Brekku, d. 10. febrúar 1930.
8. Hulda Jóhannsdóttir, f. 19. október 1911 á Brekku, d. 17. september 1993.
9. Auróra Alda Jóhannsdóttir, f. 6. maí 1913, d. 11. maí 1995.
10. Bjarni Baldur Jóhannsson, f. 23. mars 1915, d. 4. apríl 1915.
11. Emma Jóna Jóhannsdóttir, f. 8. desember 1917.
12. Steingerður Jóhannsdóttir, f. 27. júlí 1919, d. 21. október 2005.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.