Hrefna Jóhannsdóttir (Brekku)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Guðrún Hrefna Jóhannsdóttir frá Brekku fæddist 11. apríl 1902 á Brekku og lést 14. desember 1945.
Foreldrar hennar voru Jóhann Jónsson skipstjóri, húsasmiður frá Túni, f. 20. maí 1876, d. 13. janúar 1931, og kona hans Kristín Árnadóttir frá Jómsborg, húsfreyja, f. 17. september 1878 í Mið-Mörk u. V-Eyjafjöllum, d. 20. september 1926.

Börn Kristínar og Jóhanns voru:
1. Andvana fætt sveinbarn 7. nóvember 1900 í Túni.
2. Guðrún Hrefna Jóhannsdóttir, f. 11. apríl 1902 á Brekku, d. 14. desember 1945.
3. Þórsteina Jóhannsdóttir, f. 22. janúar 1904 á Brekku, d. 23. nóvember 1991.
4. Engilbert Jóhannsson, f. 26. júlí 1905 á Brekku, d. 8. janúar 1990.
5. Karl Jóhannsson, f. 29 nóvember 1906 á Brekku, d. 4. febrúar 1998.
6. Árný Svava Jóhannsdóttir, f. 23. maí 1908 á Brekku, d. 20. desember 1908.
7. Friðþjófur Jóhannsson, f. 21. maí 1910 á Brekku, d. 10. febrúar 1930.
8. Hulda Jóhannsdóttir, f. 19. október 1911 á Brekku, d. 17. september 1993.
9. Auróra Alda Jóhannsdóttir, f. 6. maí 1913, d. 11. maí 1995.
10. Bjarni Baldur Jóhannsson, f. 23. mars 1915, d. 4. apríl 1915.
11. Emma Jóna Jóhannsdóttir, f. 8. desember 1917, d. 19. mars 1989.
12. Steingerður Jóhannsdóttir, f. 27. júlí 1919, d. 21. október 2005.

Hrefna með foreldrum sínum á Brekku 1910, vetrarstúlka á Þingholtsstræti 3 hjá Árna Pálssyni bókaverði 1920. Hún fluttist til Eyja 1921, var með foreldrum sínum á Brekku næstu árin, eignaðist Jóhann með Sigurði Sófusi á Brekku 1925, Kristínu Vestmann með Valdimar á Brekku 1926 og Kolbrúnu með Jóni á Brekku 1928.
Kristín móðir hennar lést 1926 og Jóhann faðir hennar bjó með bústýru, en lést 1931. Jóhann fór í fóstur til föðurforeldra sinna 1929 og Hrefna missti Kolbrúnu 1931.
Þau Einar giftu sig í Eyjum 1941, bjuggu í Reykjavík.
Hrefna bjó síðast í Selbykamp í Reykjavík og lést 1945.

I. Barnsfaðir hennar var Sigurður Sófus Guðmundsson skósmiður, f. 28. ágúst 1897, d. 3. apríl 1978.
Barn þeirra:
1. Jóhann Kristinn Baldur Vestmann Sófusson sjóntækjafræðingur, verslunareigandi í Reykjavík, f. 25. febrúar 1925, d. 24. ágúst 2008.

II. Barnsfaðir Hrefnu var Valdimar Tómasson þá bakaralærlingur á Seljalandi, síðar málari, bifreiðastjóri, f. 23. febrúar 1904, d. 15. ágúst 1992.
Barn þeirra var
2. Kristín Vestmann Valdimarsdóttir húsfreyja, f. 23. júlí 1926 á Brekku, d. 29. desember 1993.

III. Barnsfaðir hennar var Jón Helgason kaupmaður í Reykjavík.
Barn þeirra var
3. Kolbrún Vestmann Jónsdóttir, f. 10. júní 1928 á Brekku, d. 29. júní 1931 á Gunnarshólma.

IV. Maður Hrefnu, (20. júlí 1941), var Einar Dagbjartsson frá Gröf í V-Barð., sjómaður, síðar í Reykjavík, f. 8. september 1907, d. 3. október 1958.
Þau voru barnlaus.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.