„Berent Sveinsson loftskeytamaður“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
(2 millibreytingar ekki sýndar frá sama notandanum) | |||
Lína 11: | Lína 11: | ||
Börn Sveins og Sólrúnar:<br> | Börn Sveins og Sólrúnar:<br> | ||
1. [[Ágústa Sveinsdóttir (verkstjóri)|Ágústa Sveinsdóttir]] | 1. [[Ágústa Sveinsdóttir (verkstjóri)|Ágústa Sveinsdóttir]] verkstjóri, f. 24. febrúar 1920 á Túnsbergi, d. 13. september 2012.<br> | ||
2. Berent Theodór Sveinsson loftskeytamaður, f. 21. ágúst 1926 í Sætúni, d. 29. júlí 2018.<br> | 2. Andvana stúlka, f. 20. mars 1925.<br> | ||
3. [[Berent Sveinsson loftskeytamaður|Berent Theodór Sveinsson]] loftskeytamaður, f. 21. ágúst 1926 í Sætúni, d. 29. júlí 2018.<br> | |||
4. [[Garðar Sveinsson (Garðinum)|Garðar Aðalsteinn Sveinsson]] rafvirkjameistari, f. 15. janúar 1933 í Sætúni, d. 9. janúar 2012.<br> | |||
5. [[Tryggvi Sveinsson (Garðinum)|Tryggvi Sveinsson]] stýrimaður, f. 20. júní 1934. | |||
Berent ólst upp með fjölskyldu sinni. Hann var með þeim í Sætúni við fæðingu, á [[Sunnuhvoll|Sunnuhvoli]], í [[Stakkagerði-Eystra]] og | Berent ólst upp með fjölskyldu sinni. Hann var með þeim í Sætúni við fæðingu, á [[Sunnuhvoll|Sunnuhvoli]], í [[Stakkagerði-Eystra]] og | ||
Lína 63: | Lína 64: | ||
[[Flokkur: Íbúar í Stakkagerði-Eystra]] | [[Flokkur: Íbúar í Stakkagerði-Eystra]] | ||
[[Flokkur: Íbúar í Garðinum]] | [[Flokkur: Íbúar í Garðinum]] | ||
[[Flokkur: Íbúar við Bakkastíg]] | |||
[[Flokkur: Íbúar við Strandveg]] | |||
[[Flokkur: Íbúar við Kirkjuveg]] |
Núverandi breyting frá og með 20. júlí 2019 kl. 19:34
Berent Theodór Sveinsson loftskeytamaður fæddist 21. október 1926 í Sætúni og lést 29. júlí 2018.
Foreldrar hans voru Sveinn Sigurhansson vélstjóri, múrari frá Stóru-Mörk u. Eyjafjöllum, f. 21. júní 1892, d. 6. desember 1963, og kona hans Sólrún Ingvarsdóttir húsfreyja frá Hellnahóli u. Eyjafjöllum, f. 9. október 1891, d. 21. ágúst 1974.
Börn Sveins og Sólrúnar:
1. Ágústa Sveinsdóttir verkstjóri, f. 24. febrúar 1920 á Túnsbergi, d. 13. september 2012.
2. Andvana stúlka, f. 20. mars 1925.
3. Berent Theodór Sveinsson loftskeytamaður, f. 21. ágúst 1926 í Sætúni, d. 29. júlí 2018.
4. Garðar Aðalsteinn Sveinsson rafvirkjameistari, f. 15. janúar 1933 í Sætúni, d. 9. janúar 2012.
5. Tryggvi Sveinsson stýrimaður, f. 20. júní 1934.
Berent ólst upp með fjölskyldu sinni. Hann var með þeim í Sætúni við fæðingu, á Sunnuhvoli, í Stakkagerði-Eystra og
Garðinum.
Á unglingsárum vann hann meðal annars hjá Einari Sigurðssyni í Hraðfrystistöð Vestmannaeyja. Hann gekk í Kvöldskóla iðnaðarmanna og nam þar í tvö ár.
Þá fór hann á síldveiðar fyrir Norðurlandi með Knud Andersen frá Sólbakka á Metu VE-236.
Um haustið lá leið hans í Héraðsskólann á Reykjum í Hrútafirði. Þar lauk hann 2. bekkjar prófi, settist síðan í 3. bekk Gagnfræðaskólans í Eyjum og lauk þar gagnfræðaprófi 1945.
Berent fór síðan í Loftskeytaskólann. Að honum loknum fór hann til sjós á togaranum Helgafelli (áður Surprise) og var á honum 1946-1947, en þá var skipinu lagt.
Leiðin lá í flugþjónustu í Gufunesi 1947-49 og síðan í flugnám hjá flugskólanum Cumulus. Eigendur hans voru Jóhannes R. Snorrason (1917-2006), Magnús Guðmundsson (1916-2014) og Smári Karlsson (1923-2014). Hann tók sólóprófið þann 13. ágúst 1947, en efni og aðstæður réðu því, að hann tók aldrei einkaflugmannsprófið, þó að námi væri nær fullnægt.
Berent fór þá aftur til sjós og nú á Elliðaey VE-10 og var loftskeytamaður á henni, uns togarinn var seldur til Hafnarfjarðar 1953, þá nefndur Ágúst.
Þau Laufey fluttust þá til Reykjavíkur og réðst Berent í afleysingar hjá Eimskip 1953-1958, en vann þess á milli hjá Skipadeild Radíoverkstæðis Landsímans.
Þá fékk hann þjálfun á radíoverkstæði Ólafs Jónssonar og Sigurbjarnar Ólafssonar að Ránargötu 10. Var starfið meðal annars að gera við dýptarmæla og önnur tæki um borð í skipum.
Eftir námskeið í radartækni hjá Sperry Gyroscope í New York 1957 réðst Berent til Landhelgisgæslunnar, á loftskeytastöðina TFB og þar vann hann til starfsloka 1996.
Hann fór til US Coast Guard í Groton, Connecticut 1962 og tók þar Loran C-skólann.
Berent var yfirloftskeytamaður Landhelgisgæslunnar 1954-1963.
Þegar Óðinn (TFRA) og Týr (TFGA) voru byggðir í Danmörku 1960 og 1975 var hann í Danmörku hjá skipasmíðastöðvunum og sá um niðursetningu loftskeyta- og siglingatækja skipanna.
Þá var hann fulltrúi Gæslunnar og hafði umsjón og eftirlit með breytingum á Óðni í Danmörku 1975.
Félagsstörf og fleira
1. Berent gekk í Skátafélagið Faxa 1939 og síðan í Útlaga, skátaflokk Eyjaskáta í Reykjavík 1945.
2. Hann sat í stjórn og trúnaðarmannaráði FÍL (Félags íslenskra loftskeytamanna).
3. Hann var skipaður af ráðherra í Ratsjárnefnd varnarmálarskrifstofu Utanríkisráðuneytisins við stofnun hennar 1985 og sat í henni sem fulltrúi Landhelgisgæslunnar þar til hún var lögð niður í árslok 1993.
Viðurkenningar
1. Á 80 ára afmæli sínu 2006 var hann sæmdur Skátakeðjunni úr gulli af Bandalagi íslenskra skáta.
2. Árið 1947 fór Berent að æfa skylmingar hjá Skylmingafélagi Reykjavíkur. Árið 2008 var hann sæmdur gullmerki Skylmingasambands Íslands og gerður að heiðursfélaga.
3. Hann var sæmdur heiðursmerki Sjómannadagsins 2010.
Fjölskylda
Kona Berents, (1949), var Laufey Guðbrandsdóttir húsfreyja, f. 24. mars 1924, d. 15. maí 2013. Foreldrar hennar voru Þuríður Ingibjörg Ámundadóttir frá Kambi í Flóa, húsfreyja í Reykjavík, f. 23. júní 1898, d. 17. september 1991 og maður hennar Guðbrandur Gunnlaugsson frá Hákoti í Flóa, sjómaður, verkamaður, f. 23. júní 1900, d. 26. júní 1949.
Þau voru barnlaus.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Berent Sveinsson.
- Íslendingabók.is.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.