„Anna Hjörleifsdóttir (Skálholti)“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
(1 millibreyting ekki sýnd frá sama notandanum) | |||
Lína 20: | Lína 20: | ||
1. Sigdís Sigmundsdóttir húsfreyja, skrifstofumaður, f. 2. febrúar 1949. Maður hennar var Jón Óskarsson flugumferðarstjóri, látinn.<br> | 1. Sigdís Sigmundsdóttir húsfreyja, skrifstofumaður, f. 2. febrúar 1949. Maður hennar var Jón Óskarsson flugumferðarstjóri, látinn.<br> | ||
2. [[Hjördís Sigmundsdóttir]] húsfreyja, f. 2. febrúar 1949. Maður hennar er [[Kristinn Waagfjörð (Garðhúsum)|Kristinn Waagfjörð]].<br> | 2. [[Hjördís Sigmundsdóttir]] húsfreyja, f. 2. febrúar 1949. Maður hennar er [[Kristinn Waagfjörð (Garðhúsum)|Kristinn Waagfjörð]].<br> | ||
3. [[Benedikt Sigmundsson (Skálholti)|Benedikt Sigmundsson]] sjómaður, f. 9. október 1950. Kona hans er Erna Þórunn Árnadóttir.<br> | 3. [[Benedikt Sigmundsson (Skálholti)|Benedikt Sigmundsson]] sjómaður, f. 9. október 1950. Kona hans er [[Erna Þórunn Árnadóttir]].<br> | ||
4. Lárus Sigmundsson, lærður múrari, rekur hestabúgarð í Þýskalandi, f. 9. október 1952 | 4. Lárus Sigmundsson, lærður múrari, rekur hestabúgarð í Þýskalandi, f. 9. október 1952. Kona hans Hrafnhildur Helgadóttir. <br> | ||
5. Þóra Arnheiður Sigmundsdóttir húsfreyja, bankamaður, f. 14. ágúst 1954. Maður hennar er Jóhannes | 5. Þóra Arnheiður Sigmundsdóttir húsfreyja, bankamaður, f. 14. ágúst 1954. Maður hennar er Jóhannes Vandill Oddsson. | ||
{{Heimildir| | {{Heimildir| |
Núverandi breyting frá og með 1. ágúst 2022 kl. 19:45
Anna Hjörleifsdóttir frá Skálholti, húsfreyja fæddist þar 31. mars 1929 og lést 21. febrúar 2018.
Foreldrar hennar voru Hjörleifur Sveinsson frá Selkoti u. Eyjafjöllum, f. 23. janúar 1901, d. 29. september 1997, og kona hans Þóra Arnheiður Þorbjarnardóttir frá Eskifirði, húsfreyja, f. 18. október 1903, d. 6. júlí 1970.
Börn Þóru og Hjörleifs:
1. Sveinn Hjörleifsson skipstjóri og útgerðarmaður, f. 1. ágúst 1927 í Skálholti, d. 4. janúar 2004.
2. Anna Hjörleifsdóttir húsfreyja, f. 31. mars 1929 í Skálholti, d. 21. febrúar 2018.
3. Friðrik Ágúst Hjörleifsson sjómaður, útgerðarmaður, bifreiðastjóri, f. 16. nóvember 1930 í Skálholti, d. 7. október 2014.
4. Guðbjörg Marta Hjörleifsdóttir húsfreyja, f. 20. júlí 1932 í Skálholti.
5. Drengur, f. 7. mars 1940, d. sama dag.
Anna var með foreldrum sínum í æsku.
Hún vann við fiskiðnað, var kaupakona á Laugardælum.
Hún fluttist til Reykjavíkur. Þau Sigmundur Páll giftu sig 1948 í Eyjum, eignuðust fimm börn. Þau bjuggu í Reykjavík, í fyrstu á Bakkastíg 10, en reistu hús við Langagerði 86 og bjuggu þar frá 1954.
Að loknu barnauppeldi nam Anna við Póstmannaskólann og vann hjá Pósti og síma til starfsloka.
Sigmundur Páll lést 2012 og Anna 2018.
I. Maður Önnu, (5. ágúst 1948), var Sigmundur Páll Lárusson múrarameistari í Reykjavík, f. 4. mars 1928, d. 20. júlí 2012.
Börn þeirra:
1. Sigdís Sigmundsdóttir húsfreyja, skrifstofumaður, f. 2. febrúar 1949. Maður hennar var Jón Óskarsson flugumferðarstjóri, látinn.
2. Hjördís Sigmundsdóttir húsfreyja, f. 2. febrúar 1949. Maður hennar er Kristinn Waagfjörð.
3. Benedikt Sigmundsson sjómaður, f. 9. október 1950. Kona hans er Erna Þórunn Árnadóttir.
4. Lárus Sigmundsson, lærður múrari, rekur hestabúgarð í Þýskalandi, f. 9. október 1952. Kona hans Hrafnhildur Helgadóttir.
5. Þóra Arnheiður Sigmundsdóttir húsfreyja, bankamaður, f. 14. ágúst 1954. Maður hennar er Jóhannes Vandill Oddsson.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íbúaskrá Vestmannaeyja 1972.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Morgunblaðið 2. mars 2018. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.