Benedikt Sigmundsson (Skálholti)
Benedikt Sigmundsson, ættaður frá Skálholti, sjómaður, múrari í Reykjavík fæddist 9. október 1950.
Foreldrar hans voru Sigmundur Páll Lárusson múrarameistari í Reykjavík, f. 4. mars 1928, d. 20. júlí 2012, og kona hans Anna Hjörleifsdóttir húsfreyja frá Skálholti við Landagötu, f. 31. mars 1929, d. 21. febrúar 2018.
Börn Önnu og Sigmundar voru:
1. Sigdís Sigmundsdóttir húsfreyja, skrifstofumaður, f. 2. febrúar 1949. Maður hennar var Jón Óskarsson flugumferðarstjóri, látinn.
2. Hjördís Sigmundsdóttir húsfreyja, f. 2. febrúar 1949. Maður hennar er Kristinn Waagfjörð.
3. Benedikt Sigmundsson sjómaður, f. 9. október 1950. Kona hans er Erna Þórunn Árnadóttir.
4. Lárus Sigmundsson, lærður múrari, rekur hestabúgarð í Þýskalandi, f. 9. október 1952, ókv.
5. Þóra Arnheiður Sigmundsdóttir húsfreyja, bankamaður, f. 14. ágúst 1954. Maður hennar er Jóhannes V. Oddsson.
Benedikt var með foreldrum sínum í æsku.
Hann fluttist til Eyja 1969, skráður í Skálholti við Landagötu 1972. Þau Erna Þórunn giftu sig 1975, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu á Faxastíg 18, Miðbæ, en síðan á Búhamri 38, uns þau fluttu til Reykjavíkur 1983.
Benedikt eignaðist barn með Kristínu 1971.
Benedikt var háseti á Kristbjörgunum, Danska Pétri og togaranum Klakki í Eyjum, en síðan á togaranum Ásbirni hjá Granda í Reykjavík í 12 ár.
I. Kona Benedikts, (11. október 1975), er Erna Þórunn Árnadóttir húsfreyja úr Reykjavík, bankagjaldkeri, f. 15. desember 1954. Foreldrar hennar voru Árni Kristinn Þorsteinsson deildarstjóri hjá Olíufélaginu hf., f. 5. mars 1922 í Reykjavík, d. 17. september 2011, og kona hans Sigríður Anna Sigurðardóttir húsfreyja, f. 5. desember 1919 á Efrabóli í Nauteyrarhreppi, N-Ís., d. 9. janúar 2003.
Börn þeirra:
1. Hjördís Anna Benediktsdóttir húsfreyja, f. 15. febrúar 1976. Maður hennar er Svavar Guðfinnsson.
2. Þórdís Arna Benediktsdóttir húsfreyja, við nám í Danmörku, f. 31. janúar 1978. Maður hennar er Henrik Leander.
3. Árni Páll Benediktsson vélstjóri í Eyjum, síðar rafvirki hjá Orkuveitunni í Reykjavík, f. 20. júní 1982. Sambýliskona er Helga Corser.
II. Barnsmóðir Benedikts er Kristín Sigtryggsdóttir, sjúkraliði, síðar í Noregi, f. 31. desember 1953 á Akureyri, d. 24. febrúar 2016. Foreldrar hennar Sigtryggur Guðmundsson bifreiðastjóri, f. 21. júní 1927, d. 17. febrúar 2016, og kona hans Jórunn T. Þórarinsdóttir, f. 14. ágúst 1928, d. 11. júlí 2012.
Barn þeirra:
4. Sigtryggur Þór Benediktsson, f. 5. nóvember 1971 í Eyjum.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Benedikt.
- Íbúaskrá Vestmannaeyja 1972.
- Íslendingabók.is.
- Knudsensætt 1-2. Ritstjóri Þorsteinn Jónsson. Sögusteinn 1986.
- Morgunblaðið 2. mars 2018. Minning Önnu Hjörleifsdóttur.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.