„Vélbátaútgerð“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
 
(3 millibreytingar ekki sýndar frá 2 notendum)
Lína 1: Lína 1:
[[Mynd:Arabatur.jpg|thumb|200px|Árabátar voru ekki framtíðin og voru það vélbátar sem koma skyldi.]]Árið 1904 markaði tímamót í útgerðarsögu Vestmannaeyja því að þá var fyrsti vélbáturinn fenginn til Eyja. Hann var smíðaður í Reykjavík af Páli Þorkelssyni, skipasmið og var 3,5 tonn að stærð.  Í Eyjum var sett í hann 6 hestafla vél af Möllerupsgerð.  Báturinn fékk nafnið [[Eros]] og einkennisstafina VE 79. Eigendur hans og upphafsmenn að þessari tilraun voru [[Gísli J. Johnsen]] kaupmaður, [[Sigurður Sigurðsson í Frydendal|Sigurður Sigurðsson]] í [[Frydendal]], sem var formaður á bátnum og [[Ágúst Gíslason]] frá [[Valhöll]] sem var vélamaður.
[[Mynd:Arabatur.jpg|thumb|200px|left|Árabátar voru ekki framtíðin og voru það vélbátar sem koma skyldi.]]
{{Snið:20.öld}}
Árið 1904 markaði tímamót í útgerðarsögu Vestmannaeyja því að þá var fyrsti vélbáturinn fenginn til Eyja. Hann var smíðaður í Reykjavík af Páli Þorkelssyni, skipasmið og var 3,5 tonn að stærð.  Í Eyjum var sett í hann 6 hestafla vél af Möllerupsgerð.  Báturinn fékk nafnið [[Eros]] og einkennisstafina VE 79. Eigendur hans og upphafsmenn að þessari tilraun voru [[Gísli J. Johnsen]] kaupmaður, [[Sigurður Sigurðsson í Frydendal|Sigurður Sigurðsson]] í [[Frydendal]], sem var formaður á bátnum og [[Ágúst Gíslason]] frá [[Valhöll]] sem var vélamaður.
 
Eros, sem oftast var kallaður Rosi, uppfyllti ekki þær væntingar sem gerðar voru og var ekki gerður út til fiskveiða. Hann þótti óhentugur til slíks og við bættist að vélin var ekki gangviss.
Eros, sem oftast var kallaður Rosi, uppfyllti ekki þær væntingar sem gerðar voru og var ekki gerður út til fiskveiða. Hann þótti óhentugur til slíks og við bættist að vélin var ekki gangviss.


Lína 12: Lína 15:
[[Mynd:Höfningamla.jpg|thumb|200px|Vélbátar farnir að kræla á sér í höfninni.]] Þó að þessi fyrsta tilraun í Eyjum hafi misheppnast, lögðu menn ekki árar í bát.  Í september, árið 1905, komu tveir vélbátar til Eyja.  [[Sigurður Sigurfinnsson]], hreppstjóri og formaður á [[Heiði]], sigldi hingað báti sem fékk nafnið [[Knörr VE-73]].
[[Mynd:Höfningamla.jpg|thumb|200px|Vélbátar farnir að kræla á sér í höfninni.]] Þó að þessi fyrsta tilraun í Eyjum hafi misheppnast, lögðu menn ekki árar í bát.  Í september, árið 1905, komu tveir vélbátar til Eyja.  [[Sigurður Sigurfinnsson]], hreppstjóri og formaður á [[Heiði]], sigldi hingað báti sem fékk nafnið [[Knörr VE-73]].
Sigurður fór um sumarið til Noregs og keypti þar 14 tonna seglbát, smíðaðan úr eik og furu.  Hann sigldi honum til Frederikshavn í Danmörku og lét setja í hann átta hestafla Dan-vél.  Síðan sigldi hann bátnum frá Danmörku til Íslands og þótti það mikið afrek.
Sigurður fór um sumarið til Noregs og keypti þar 14 tonna seglbát, smíðaðan úr eik og furu.  Hann sigldi honum til Frederikshavn í Danmörku og lét setja í hann átta hestafla Dan-vél.  Síðan sigldi hann bátnum frá Danmörku til Íslands og þótti það mikið afrek.
Eigendur að Knerrinum með Sigurði voru fjórir.  [[Árni Filippusson]] í [[Ásgarður|Ásgarði]], [[Einar Jónsson frá Garðhúsum|Einar Jónsson]] [[Garðhús]]um, [[Lyder Höjdal]] [[Þingvellir|Þingvöllum]] og [[Magnús Þórðarson]] í [[Sjólyst]].
Eigendur að Knerrinum með Sigurði voru fjórir.  [[Árni Filippusson]] í [[Ásgarður (við Heimagötu)|Ásgarði]], [[Einar Jónsson frá Garðhúsum|Einar Jónsson]] [[Garðhús]]um, [[Lyder Höjdal]] [[Þingvellir|Þingvöllum]] og [[Magnús Þórðarson]] í [[Sjólyst]].
Í ljós kom að vélin var of lítil fyrir jafnstórt skip og Knörrinn var.  Hann náði ekki sama gangi og áraskipin og væri eitthvað að veðri, var vélaraflið ekki nóg til að andæfa á línunni.  Þá var báturinn of djúpristur fyrir dýpið í höfninni.  Um haustið var Knörr notaður til flutninga milli lands og Eyja, bæði upp í Landeyjasand og til Stokkseyrar og þótti gífurleg framför frá því sem verið hafði.
Í ljós kom að vélin var of lítil fyrir jafnstórt skip og Knörrinn var.  Hann náði ekki sama gangi og áraskipin og væri eitthvað að veðri, var vélaraflið ekki nóg til að andæfa á línunni.  Þá var báturinn of djúpristur fyrir dýpið í höfninni.  Um haustið var Knörr notaður til flutninga milli lands og Eyja, bæði upp í Landeyjasand og til Stokkseyrar og þótti gífurleg framför frá því sem verið hafði.


Lína 19: Lína 22:


[[Unnur VE-80]] kom til Eyja fjórum dögum á eftir Knerrinum, þann 9. september 1905, og var báturinn fluttur frá Danmörku með Lauru.  Unnur var nýsmíði frá Frederikssund í Danmörku, súðbyrt, 7,23 tonn að stærð, 33 fet á lengd og 8 feta breið. Í henni var átta hestafla Dan-vél.
[[Unnur VE-80]] kom til Eyja fjórum dögum á eftir Knerrinum, þann 9. september 1905, og var báturinn fluttur frá Danmörku með Lauru.  Unnur var nýsmíði frá Frederikssund í Danmörku, súðbyrt, 7,23 tonn að stærð, 33 fet á lengd og 8 feta breið. Í henni var átta hestafla Dan-vél.
Fimm voru eigendur að Unni.  Formaðurinn, Þorsteinn Jónsson í Laufási, [[Geir Guðmundsson]] [[Geirland]]i, [[Friðrik Svipmundsson]] [[Lönd]]um, [[Þórarinn Gíslason]] [[Lundur|Lundi]] og [[Þorsteinn Jónsson í Jómsborg|Þorsteinn Jónsson]] í [[Jómsborg]] sem var vélamaður.
Fimm voru eigendur að Unni.  Formaðurinn, Þorsteinn Jónsson í Laufási, [[Geir Guðmundsson]] [[Geirland]]i, [[Friðrik Svipmundsson]] [[Lönd-vestri|Löndum]], [[Þórarinn Gíslason]] [[Lundur|Lundi]] og [[Þorsteinn Jónsson í Jómsborg|Þorsteinn Jónsson]] í [[Jómsborg]] sem var vélamaður.


== Aflinn þrefaldaðist ==
== Aflinn þrefaldaðist ==
Lína 37: Lína 40:


{{Heimildir|
{{Heimildir|
* Sigfús M. Johnsen. ''Saga Vestmannaeyja.'' Reykjavík: Fjölsýn forlag, 1989.
* [[Sigfús M. Johnsen]]. ''Saga Vestmannaeyja.'' Reykjavík: Fjölsýn forlag, 1989.
* Þorsteinn Jónsson. ''Aldahvörf í Eyjum.'' Vestmannaeyjar: Bæjarstjórn Vestmannaeyja, 1958.
* [[Þorsteinn Jónsson (Laufási)|Þorsteinn Jónsson]]. ''Aldahvörf í Eyjum.'' Vestmannaeyjar: Bæjarstjórn Vestmannaeyja, 1958.
* Friðrik Ásmundsson.  Aðstoð við aðra heimildaöflun.   
* [[Friðrik Ásmundsson]].  Aðstoð við aðra heimildaöflun.   
}}
}}


[[Flokkur:Sjórinn]]
[[Flokkur:Sjórinn]]

Núverandi breyting frá og með 9. júlí 2007 kl. 10:38

Árabátar voru ekki framtíðin og voru það vélbátar sem koma skyldi.

Árið 1904 markaði tímamót í útgerðarsögu Vestmannaeyja því að þá var fyrsti vélbáturinn fenginn til Eyja. Hann var smíðaður í Reykjavík af Páli Þorkelssyni, skipasmið og var 3,5 tonn að stærð. Í Eyjum var sett í hann 6 hestafla vél af Möllerupsgerð. Báturinn fékk nafnið Eros og einkennisstafina VE 79. Eigendur hans og upphafsmenn að þessari tilraun voru Gísli J. Johnsen kaupmaður, Sigurður Sigurðsson í Frydendal, sem var formaður á bátnum og Ágúst Gíslason frá Valhöll sem var vélamaður.

Eros, sem oftast var kallaður Rosi, uppfyllti ekki þær væntingar sem gerðar voru og var ekki gerður út til fiskveiða. Hann þótti óhentugur til slíks og við bættist að vélin var ekki gangviss.

Upphafið á Ísafirði

Vestmannaeyingar voru ekki forgöngumenn í vélvæðingu bátaflotans, því að tveimur árum áður hafði vél verið sett í bát á Ísafirði. Í nóvember 1902 var vél sett í sexæringinn Stanley á Ísafirði og síðan í fleiri báta. Líklegt má telja að þetta frumkvöðlastarf Ísfirðinga hafi verið kveikjan að vélvæðingunni í Eyjum sem og annars staðar en Þorsteinn Jónsson í Laufási kynntist þessari tækni í bátnum Bjólfi frá Seyðisfirði og hreifst af henni..

Fyrstu bátarnir

Knörr VE-73

Sjá aðalgrein:Knörr VE-73

Vélbátar farnir að kræla á sér í höfninni.

Þó að þessi fyrsta tilraun í Eyjum hafi misheppnast, lögðu menn ekki árar í bát. Í september, árið 1905, komu tveir vélbátar til Eyja. Sigurður Sigurfinnsson, hreppstjóri og formaður á Heiði, sigldi hingað báti sem fékk nafnið Knörr VE-73.

Sigurður fór um sumarið til Noregs og keypti þar 14 tonna seglbát, smíðaðan úr eik og furu. Hann sigldi honum til Frederikshavn í Danmörku og lét setja í hann átta hestafla Dan-vél. Síðan sigldi hann bátnum frá Danmörku til Íslands og þótti það mikið afrek. Eigendur að Knerrinum með Sigurði voru fjórir. Árni Filippusson í Ásgarði, Einar Jónsson Garðhúsum, Lyder Höjdal Þingvöllum og Magnús Þórðarson í Sjólyst. Í ljós kom að vélin var of lítil fyrir jafnstórt skip og Knörrinn var. Hann náði ekki sama gangi og áraskipin og væri eitthvað að veðri, var vélaraflið ekki nóg til að andæfa á línunni. Þá var báturinn of djúpristur fyrir dýpið í höfninni. Um haustið var Knörr notaður til flutninga milli lands og Eyja, bæði upp í Landeyjasand og til Stokkseyrar og þótti gífurleg framför frá því sem verið hafði.

Unnur VE-80

Sjá aðalgrein:Unnur VE-80

Unnur VE-80 kom til Eyja fjórum dögum á eftir Knerrinum, þann 9. september 1905, og var báturinn fluttur frá Danmörku með Lauru. Unnur var nýsmíði frá Frederikssund í Danmörku, súðbyrt, 7,23 tonn að stærð, 33 fet á lengd og 8 feta breið. Í henni var átta hestafla Dan-vél. Fimm voru eigendur að Unni. Formaðurinn, Þorsteinn Jónsson í Laufási, Geir Guðmundsson Geirlandi, Friðrik Svipmundsson Löndum, Þórarinn Gíslason Lundi og Þorsteinn Jónsson í Jómsborg sem var vélamaður.

Aflinn þrefaldaðist

Fyrsti róðurinn á Unni var farinn 3. febrúar 1906 í góðu veðri. Aðeins var fimm manna áhöfn um borð þar sem ekki þurfti að andæfa á árum meðan línan var dregin. Á stóru áttæringunum voru jafnan 18 menn í áhöfn þegar róið var með færi. Allt gekk að óskum í þessum fyrsta róðri og var aflinn 280 þorskar og 30 ýsur. Frá því að farið var í þennan fyrsta róður á Unni, 3. febrúar 1906 og fram til 18. júlí sama ár, voru farnir 83 róðrar á bátnum. Aflinn varð á þessum tíma 24.250 af þorski og löngu, 4000 ýsur, 2460 keilur og 420 stórar skötur. Aflinn vigtaði fullverkaður 282 skippund og var það um þrefalt meira en gott þótti á áraskipi með fjölmenna áhöfn.

Þáttaskil í útgerð

Vestmannaeyingar voru fljótir að sjá að þetta var framtíðin. Vertíðin 1906 er talin síðasta áraskipavertíðin. Þá reru héðan 28 áraskip. Á vertíðinni 1907 gengu héðan 18 vélbátar og árið 1908 voru þeir yfir 30 og áraskipin heyrðu nánast sögunni til. Þessi nýja tækni létti ómældu erfiði af sjómönnum. Og það sem merkilegt er; þó svo að fækkaði í áhöfnum skipanna við vélvæðinguna, þá margfaldaðist íbúafjöldinn í Eyjum á næstu árum. Bæði var það að bátum fjölgaði sem og að fleiri hendur þurfti í landi til að vinna aflann sem margfaldaðist við þessa nýju tækni. Árið 1904 voru íbúar í Eyjum rúmlega 500 talsins. Árið 1910 hafði sú tala tvöfaldast og árið 1925 voru íbúar í Eyjum orðnir yfir 3000. Munu þess fá dæmi á Íslandi að annað eins stökk hafi orðið í fjölgun íbúa á einum stað á jafnskömmum tíma. Rétt eins og Tyrkjaránið hjó á sínum tíma stærsta skarð í íbúafjöldann í Eyjum, sem nokkurn tíma hefur verið höggvið, þá varð vélvæðing bátaflotans til þess að auka hann; meira en nokkuð annað.

Samantekt: Sigurgeir Jónsson

Sjá einnig



Heimildir